Lexusar og lesuxar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 15. september 2014 07:00 Fjárlagafrumvarpið sýnir afdráttarlausar hugmyndir um verðugar tekjulindir: Gjöld verða lækkuð á Lexusum en hækkuð á lestri. Stefnt er að því að Íslendingar hætti að vera lestrarhestar og verði að lesuxum. Ekki verður hætt að þjarma að bókaútgáfu á Íslandi fyrr en hvítbókin hans Illuga Gunnarsson er eina bókin sem verður eftir í landinu – með hvítum og alauðum blaðsíðum.Hæstvirtur Glanni Því sumar tekjulindir eru nærtækari en aðrar. Á sama ári og útgerðin skilar methagnaði út af lágu gengi krónunnar (og lækkuðu gjaldi fyrir afnot af sameiginlegri auðlind landsmanna) er vandfundin kostnaðarsamari iðja í samfélaginu um þessar mundir en að gangast undir krabbameinsmeðferð og þarf fólk sem er að berjast fyrir lífi sínu jafnframt að hafa stórfelldar áhyggjur af afkomu sinni og sinna. Það háttalag að rukka fólk fyrir veikindi – eins og nokkurs konar skemmtanaskatt – er vissulega arfur frá fyrri stjórnum, hvort sem þær voru bólustjórnir eða stóðu í endurreisn efnahagslífsins – en verður ekki skárra fyrir það, allra síst ef það er satt, sem haldið er fram, að allt sé nú með blóma á ný. Hinu lága gengi krónunnar fylgir ekki bara minni kaupmáttur almennings og hærri greiðslubyrði á lánum sem „leiðrétt“ eru með rykkjum á tuttugu ára fresti heldur ekki síður hitt að matarverð hækkar, hækkar og hækkar en lækkar ekki; gömul kona á Raufarhöfn minnist þess að vísu að eitt sinn hafi poki af rúsínum í Kaupfélaginu lækkað örlítið í verði eftir að hafa legið þar ósnertur í á þriðja ár einhvern tímann á ofanverðri seinustu öld en af öðrum verðlækkunum hefur varla heyrst í háa herrans tíð. Matur er alltof dýr á Íslandi. Alltof hátt hlutfall af tekjum launafólks fer í að kaupa í kvöldmatinn, einfaldan mat; grænmeti, kjöt og fisk, ávexti, hafragrjón, kannski ost. Stjórnarliðinu finnst þó ekki nóg að gert og hyggst hækka verðið á matnum með sérstakri skattlagningu – en þó eingöngu á hollum mat – enda sumar tekjulindir nærtækari en aðrar. Engu er líkara en að sjálfur Glanni glæpur sé orðinn fjármálaráðherra. Óhollur matur verður lækkaður í verði samkvæmt sérstakri manneldisstefnu ríkisstjórnarinnar að stuðla að sem mestu sykuráti á meðal landsmanna, enda þjóðin hvergi nærri nógu feit og betur má ef duga skal ef á að ná kókdrykkjumarkmiðum ríkisstjórnarinnar. Framsóknarmenn hafa að vísu sett fyrirvara við þessi áform. Það táknar, eins og við vitum, að Sjálfstæðismenn eiga að taka á sig sökina af þessum álögum á mat – þ.e.a.s. holla matinn. Reyndar hafa snjallir menn sýnt fram á með mikilfenglegum hlutfallareikningi að matarhækkunin komi ekkert verr við fátækt fólk en ríkt, en það dæmi er því miður gersamlega ofviða gömlum fallista í reikningi.Talaðu við mig eftir helgi Ekki þarf að fara í grafgötur um þann hug til mennta og lista sem ríkisstjórnin telur sér skylt að sýna í þessu fjárlagafrumvarpi. Það hefur lengi tíðkast við gerð fjárlaga hér á landi að vera lítið að stressa sig yfir lögbundnum skuldbindingum um framlög ríkisins, rétt eins og lög frá alþingi séu bara eins og hvert annað blogg, sem megi svo sem hafa gaman af en þurfi ekki að taka alvarlega. Þannig hafa nú afglaparnir sem samþykktu að Ríkisútvarpið skyldi fremur treysta á slíkar efndir en að geta gengið að sínu afnotagjaldi vísu komist að því fullkeyptu að lögbundin gjöld til þeirrar stofnunar munu aldrei skila sér og þess kann að vera skammt að bíða að Sigvaldi Júlíusson verði neyddur til að rappa tilkynningarnar, svo að Rás eitt geti borgað honum kaupið. Við þekkjum lögleysurnar og undanbrögðin við fjárlagagerð og erum kannski orðin samdauna þessum ósiðum, en það verður varla sagt um þá aðila í Hollywood sem voru þeir kjánar að falla fyrir gylliboðum íslenskra stjórnvalda um endurgreiðslu virðisaukaskatts, kæmu þeir hingað með framleiðslu sína. Nú er sem sé ríkissjóður Íslands orðinn eins og hver annar skuldseigur íslenskur umsvifamaður með rassvasabókhald, sem biður menn að hringja eftir helgi; þá verði kannski komið eitthvað. Kvikmyndaframleiðendunum er nú sagt að þeir fái ekki lögboðna endurgreiðslu fyrr en kannski seinna – hringdu í mig eftir helgi. Má geta nærri um þær afleiðingar sem þetta á eftir að hafa fyrir þá öflugu en viðkvæmu starfsemi sem vaxið hefur í kringum þjónustu við kvikmyndagerðina; og hefur skapað ómæld störf víða um land, veitt fjármagni og lífi inn í byggðarlög sem búa við fábreytt atvinnulíf og gefið íslensku fagfólki í greininni ómetanlegt tækifæri til að þroska sig til frekari afreka. Allt er það í uppnámi og ekki þarf heldur að fara í grafgötur með það hvaða afleiðingar þetta háttarlag mun hafa fyrir orðspor landsins. Og blessaðar bókmenntirnar. Þær hafa fylgt þessari þjóð frá elstu tíð, sögur og ljóð, orðlist, allt frá því að fyrstu landnámsmennirnir fóru orði um landið og nefndu það – og gegnum aldirnar, fram á okkar daga. Hvað sem hver segir eru Íslendingar bókaþjóð og mega alveg hafa þá sjálfsmynd. Og þetta að skrifa og hugsa á íslensku – aðrar þjóðir geta því miður ekki tekið það að sér fyrir okkur. Flestar Evrópuþjóðir styðja við sína bókmenntasköpun, skilja hversu mikilsverður hluti það er af menningarlífi þeirra og hið sama hefur gilt hér á landi, burtséð frá hægri og vinstri. Það er svo margt sem glepur fólk um þessar mundir – athyglisræningjarnir eru við hvert fótmál. Bókaútgáfan þarf kannski ekki beinlínis á stuðningi yfirvalda að halda núna – en hún þarf heldur ekki á því að halda að rekstrargrundvellinum sé kippt undan henni. Og ástandið verði þannig að þjóðin eigi aðeins eina bók, og hún sé hvít. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun
Fjárlagafrumvarpið sýnir afdráttarlausar hugmyndir um verðugar tekjulindir: Gjöld verða lækkuð á Lexusum en hækkuð á lestri. Stefnt er að því að Íslendingar hætti að vera lestrarhestar og verði að lesuxum. Ekki verður hætt að þjarma að bókaútgáfu á Íslandi fyrr en hvítbókin hans Illuga Gunnarsson er eina bókin sem verður eftir í landinu – með hvítum og alauðum blaðsíðum.Hæstvirtur Glanni Því sumar tekjulindir eru nærtækari en aðrar. Á sama ári og útgerðin skilar methagnaði út af lágu gengi krónunnar (og lækkuðu gjaldi fyrir afnot af sameiginlegri auðlind landsmanna) er vandfundin kostnaðarsamari iðja í samfélaginu um þessar mundir en að gangast undir krabbameinsmeðferð og þarf fólk sem er að berjast fyrir lífi sínu jafnframt að hafa stórfelldar áhyggjur af afkomu sinni og sinna. Það háttalag að rukka fólk fyrir veikindi – eins og nokkurs konar skemmtanaskatt – er vissulega arfur frá fyrri stjórnum, hvort sem þær voru bólustjórnir eða stóðu í endurreisn efnahagslífsins – en verður ekki skárra fyrir það, allra síst ef það er satt, sem haldið er fram, að allt sé nú með blóma á ný. Hinu lága gengi krónunnar fylgir ekki bara minni kaupmáttur almennings og hærri greiðslubyrði á lánum sem „leiðrétt“ eru með rykkjum á tuttugu ára fresti heldur ekki síður hitt að matarverð hækkar, hækkar og hækkar en lækkar ekki; gömul kona á Raufarhöfn minnist þess að vísu að eitt sinn hafi poki af rúsínum í Kaupfélaginu lækkað örlítið í verði eftir að hafa legið þar ósnertur í á þriðja ár einhvern tímann á ofanverðri seinustu öld en af öðrum verðlækkunum hefur varla heyrst í háa herrans tíð. Matur er alltof dýr á Íslandi. Alltof hátt hlutfall af tekjum launafólks fer í að kaupa í kvöldmatinn, einfaldan mat; grænmeti, kjöt og fisk, ávexti, hafragrjón, kannski ost. Stjórnarliðinu finnst þó ekki nóg að gert og hyggst hækka verðið á matnum með sérstakri skattlagningu – en þó eingöngu á hollum mat – enda sumar tekjulindir nærtækari en aðrar. Engu er líkara en að sjálfur Glanni glæpur sé orðinn fjármálaráðherra. Óhollur matur verður lækkaður í verði samkvæmt sérstakri manneldisstefnu ríkisstjórnarinnar að stuðla að sem mestu sykuráti á meðal landsmanna, enda þjóðin hvergi nærri nógu feit og betur má ef duga skal ef á að ná kókdrykkjumarkmiðum ríkisstjórnarinnar. Framsóknarmenn hafa að vísu sett fyrirvara við þessi áform. Það táknar, eins og við vitum, að Sjálfstæðismenn eiga að taka á sig sökina af þessum álögum á mat – þ.e.a.s. holla matinn. Reyndar hafa snjallir menn sýnt fram á með mikilfenglegum hlutfallareikningi að matarhækkunin komi ekkert verr við fátækt fólk en ríkt, en það dæmi er því miður gersamlega ofviða gömlum fallista í reikningi.Talaðu við mig eftir helgi Ekki þarf að fara í grafgötur um þann hug til mennta og lista sem ríkisstjórnin telur sér skylt að sýna í þessu fjárlagafrumvarpi. Það hefur lengi tíðkast við gerð fjárlaga hér á landi að vera lítið að stressa sig yfir lögbundnum skuldbindingum um framlög ríkisins, rétt eins og lög frá alþingi séu bara eins og hvert annað blogg, sem megi svo sem hafa gaman af en þurfi ekki að taka alvarlega. Þannig hafa nú afglaparnir sem samþykktu að Ríkisútvarpið skyldi fremur treysta á slíkar efndir en að geta gengið að sínu afnotagjaldi vísu komist að því fullkeyptu að lögbundin gjöld til þeirrar stofnunar munu aldrei skila sér og þess kann að vera skammt að bíða að Sigvaldi Júlíusson verði neyddur til að rappa tilkynningarnar, svo að Rás eitt geti borgað honum kaupið. Við þekkjum lögleysurnar og undanbrögðin við fjárlagagerð og erum kannski orðin samdauna þessum ósiðum, en það verður varla sagt um þá aðila í Hollywood sem voru þeir kjánar að falla fyrir gylliboðum íslenskra stjórnvalda um endurgreiðslu virðisaukaskatts, kæmu þeir hingað með framleiðslu sína. Nú er sem sé ríkissjóður Íslands orðinn eins og hver annar skuldseigur íslenskur umsvifamaður með rassvasabókhald, sem biður menn að hringja eftir helgi; þá verði kannski komið eitthvað. Kvikmyndaframleiðendunum er nú sagt að þeir fái ekki lögboðna endurgreiðslu fyrr en kannski seinna – hringdu í mig eftir helgi. Má geta nærri um þær afleiðingar sem þetta á eftir að hafa fyrir þá öflugu en viðkvæmu starfsemi sem vaxið hefur í kringum þjónustu við kvikmyndagerðina; og hefur skapað ómæld störf víða um land, veitt fjármagni og lífi inn í byggðarlög sem búa við fábreytt atvinnulíf og gefið íslensku fagfólki í greininni ómetanlegt tækifæri til að þroska sig til frekari afreka. Allt er það í uppnámi og ekki þarf heldur að fara í grafgötur með það hvaða afleiðingar þetta háttarlag mun hafa fyrir orðspor landsins. Og blessaðar bókmenntirnar. Þær hafa fylgt þessari þjóð frá elstu tíð, sögur og ljóð, orðlist, allt frá því að fyrstu landnámsmennirnir fóru orði um landið og nefndu það – og gegnum aldirnar, fram á okkar daga. Hvað sem hver segir eru Íslendingar bókaþjóð og mega alveg hafa þá sjálfsmynd. Og þetta að skrifa og hugsa á íslensku – aðrar þjóðir geta því miður ekki tekið það að sér fyrir okkur. Flestar Evrópuþjóðir styðja við sína bókmenntasköpun, skilja hversu mikilsverður hluti það er af menningarlífi þeirra og hið sama hefur gilt hér á landi, burtséð frá hægri og vinstri. Það er svo margt sem glepur fólk um þessar mundir – athyglisræningjarnir eru við hvert fótmál. Bókaútgáfan þarf kannski ekki beinlínis á stuðningi yfirvalda að halda núna – en hún þarf heldur ekki á því að halda að rekstrargrundvellinum sé kippt undan henni. Og ástandið verði þannig að þjóðin eigi aðeins eina bók, og hún sé hvít.