Tónlist

Taktakóngurinn heiðraður

Þórður Ingi Jónsson skrifar
J-Dilla verður heiðraður í Lucky Records.
J-Dilla verður heiðraður í Lucky Records. mynd/geoffrey huntingdon williams
J-Dilla er einn áhrifamesti tónlistarmaður seinni ára en hann er eins konar hálfguð innan raða taktsmiða og pródúsenta. Dilla lést árið 2006 eftir langvinn veikindi.

Í kvöld verða tónleikar í Lucky Records honum til heiðurs.

Tónlist eftir J-Dilla verður í flutningi hljómsveitar sem skipuð er af Benna B-Ruff sem sér um „sömpl“ og „skröts“, Ara Braga Kárasyni á trompeti, Steingrími Teague á hljómborði, hljóðgervli og effektum og Magnúsar Trygvasonar Elíassen á trommum og áslætti.

Tónleikarnir verða teknir upp og gefnir út seinna meir ef vel tekst til.

„Við erum búnir að vera að æfa og það er ótrúlega gaman,“ segir Benni.

„Hann Jay Dee gaf út svo rosalega mikið efni og þetta er samtíningur úr því. Þetta verður bræðingur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.