Lífið

Æfi klifur þegar ég kem heim úr skólanum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Átökin og áskorunin að komast upp er það sem Lukku finnst heillandi.
Átökin og áskorunin að komast upp er það sem Lukku finnst heillandi. Fréttablaðið/GVA

Hvað ertu gömul Lukka Mörk? „Ég er 10 ára.“



Hvenær fékkstu áhuga á klettaklifri? „Ég held ég hafi alltaf haft áhuga á klettaklifri en ég byrjaði að æfa í fyrra.“



Hvernig kom það til? „Pabbi og mamma eru í hjálparsveit og fóru að fara með mig í klifur og mér fannst það gaman.“



Notar þú mikið vegginn í herberginu þínu? „Já ég nota hann mikið. Oft þegar ég kem heim úr skólanum.“



Æfir þú þig líka annars staðar? „Já ég æfi í Klifurhúsinu og í vetur verða æfingar tvisvar í viku.“



Hefurðu verið í alvöru klettum? „Já, hér og þar þegar við erum á ferðalagi, til dæmis á Hnappavöllum í Öræfum og í Búhömrum í Esju. Svo klifruðum við á nokkrum stöðum í Ölpunum í sumar, í Chamonix og Arco.“



Eru fleiri á þínum aldri sem þú veist um sem stunda klifur? „Já, frænka mín æfir hjá fimleikafélaginu Björk. Svo eru líka fleiri á mínum aldri sem æfa í Klifurhúsinu.“



Hvað er svona heillandi við klifur? „Bara allt. Átökin og áskorunin að komast upp. Svo þegar maður er úti er það útiveran, náttúran og klettarnir.“



Áttu fleiri áhugamál? „Já ég á fleiri áhugamál eins og til dæmis skátastarf, fjallgöngur, útilegur, lestur og sund með vinkonum mínum og leika mér á stökkpöllunum.“



Í hvaða skóla ertu? „Ég er í Kársnesskóla og byrjaði í eldri Kársnes í haust.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.