Kaleo spilar fyrir þotuliðið í London Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. september 2014 09:30 Kaleo Fréttablaðið/Arnþór „Við erum mjög spenntir, þetta er líka í fyrsta skiptið sem við spilum í London,“ segir Davíð Antonsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin kemur fram á nokkurs konar heiðurssýningu eins þekktasta ljósmyndara heims, Bobs Gruen, í London. Bob Gruen er höfundur margra þekktustu ljósmynda heims og var til að mynda einkaljósmyndari Johns Lennon í New York og bjó með honum og konu hans. Fleiri þekkt verk eftir hann eru til dæmis af Led Zeppelin við þotuna sína, Bob Dylan, Elton John og fleiri. Hér má lesa nánar um Gruen.Smutty Smiff hefur eytt síðastliðnu ári í að skipuleggja viðburðinn. Fréttablaðið/GVATónlistarmaðurinn og útvarpsmaðurinn Smutty Smiff skipuleggur viðburðinn í London. „Við Bob höfum verið vinir í 35 ár og þetta er hans fyrsta sýning í tíu ár,“ segir Smutty. Sýningin fer fram á Ace hótelinu í London en vinur Smutty, Alex Calderwood, einn af þeim sem stofnaði hótelið, var mikill aðdáandi Bobs Gruen. „Alex lést á síðasta ári og það síðasta sem hann sagði við mig var, þú verður halda sýningu fyrir Bob á hótelinu,“ útskýrir Smutty, sem stendur við sitt og hefur í heilt ár verið að skipuleggja viðburðinn.Trommuleikarinn Paul Cook verður í súpergrúppunni sem spilar á eftir Kaleo í London.AFP/NordicPhotosEftir sýninguna verður einkaveisla þar sem Kaleo hitar upp fyrir sannkallaðar stórstjörnur. „Þetta er svona súpergrúppa sem Kaleo mun hita upp fyrir. Í sveitinni eru meðal annars trommuleikarinn Paul Cook sem var í Sex Pistols og Mick Jones úr The Clash,“ segir Smutty en hann mun einmitt leika á bassa í sveitinni. Gestalistinn í gleðskapinn er ekkert slor en nöfn á borð við Stellu McCartney, George Michael, Boy George og Kate Moss eru á listanum. „Við hlökkum ótrúlega mikið til,“ bætir Davíð við. Viðburðurinn fer fram í London þann 9. október næstkomandi. Kaleo Tónlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum mjög spenntir, þetta er líka í fyrsta skiptið sem við spilum í London,“ segir Davíð Antonsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin kemur fram á nokkurs konar heiðurssýningu eins þekktasta ljósmyndara heims, Bobs Gruen, í London. Bob Gruen er höfundur margra þekktustu ljósmynda heims og var til að mynda einkaljósmyndari Johns Lennon í New York og bjó með honum og konu hans. Fleiri þekkt verk eftir hann eru til dæmis af Led Zeppelin við þotuna sína, Bob Dylan, Elton John og fleiri. Hér má lesa nánar um Gruen.Smutty Smiff hefur eytt síðastliðnu ári í að skipuleggja viðburðinn. Fréttablaðið/GVATónlistarmaðurinn og útvarpsmaðurinn Smutty Smiff skipuleggur viðburðinn í London. „Við Bob höfum verið vinir í 35 ár og þetta er hans fyrsta sýning í tíu ár,“ segir Smutty. Sýningin fer fram á Ace hótelinu í London en vinur Smutty, Alex Calderwood, einn af þeim sem stofnaði hótelið, var mikill aðdáandi Bobs Gruen. „Alex lést á síðasta ári og það síðasta sem hann sagði við mig var, þú verður halda sýningu fyrir Bob á hótelinu,“ útskýrir Smutty, sem stendur við sitt og hefur í heilt ár verið að skipuleggja viðburðinn.Trommuleikarinn Paul Cook verður í súpergrúppunni sem spilar á eftir Kaleo í London.AFP/NordicPhotosEftir sýninguna verður einkaveisla þar sem Kaleo hitar upp fyrir sannkallaðar stórstjörnur. „Þetta er svona súpergrúppa sem Kaleo mun hita upp fyrir. Í sveitinni eru meðal annars trommuleikarinn Paul Cook sem var í Sex Pistols og Mick Jones úr The Clash,“ segir Smutty en hann mun einmitt leika á bassa í sveitinni. Gestalistinn í gleðskapinn er ekkert slor en nöfn á borð við Stellu McCartney, George Michael, Boy George og Kate Moss eru á listanum. „Við hlökkum ótrúlega mikið til,“ bætir Davíð við. Viðburðurinn fer fram í London þann 9. október næstkomandi.
Kaleo Tónlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira