Menning

Rás mun snerta gesti

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Verk eftir Þóru Sigurðardóttur.
Verk eftir Þóru Sigurðardóttur.
Specimina Domestica eftir Ívar Brynjólfsson.
„Listasalirnir eru forkunnarfallegir og ég get lofað því að sýningin Rás mun snerta gesti djúpt,“ segir Helga Þórsdóttir menningarfræðingur.

Hún er sýningarstjóri haustsýningar Hafnarborgar í Hafnarfirði sem opnuð verður annað kvöld.

Þar er teflt saman verkum listamanna sem þekktir eru fyrir að gera huglægri reynslu efnisleg skil á áhrifaríkan hátt. Þeir eru Daníel Magnússon, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Ívar Brynjólfsson, Ívar Valgarðsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Þóra Sigurðardóttir.





Verk eftir Daníel Magnússon.
Listafólkið á allt að baki fjölda sýninga hér á landi og erlendis að sögn Helgu sem átti hugmyndina að Rás. Sú hugmynd var valin úr innsendum tillögum að haustsýningu 2014.

„Markmiðið með stefnumóti þessa fólks er ekki síst að varpa ljósi á samtímalistsköpun sem farveg fyrir nýjar hugsanir og hugmyndir,“ segir Helga.

Rás verður opnuð klukkan 20 annað kvöld. Á sunnudaginn, 31. ágúst, verður listamannsspjall í Hafnarborg klukkan 15 þar sem einn af sýnendunum, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir myndlistarmaður, hefur orðið.

„Guðrún er búsett í Finnlandi,“ upplýsir Helga.

„Því er sérstakur fengur að fá hana hingað með sína list og spjall.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.