Til hamingju Ísland! Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2014 10:30 Justin rifjaði upp strákabandstaktana og sagðist elska Ísland. Þá trylltust allir. Vísir/Andri Marinó Tónleikar Justin Timberlake The 20/20 Experience World Tour Kórinn í Kópavogi Það er varla hægt að lýsa stemningunni í Kórnum rétt áður en Justin Timberlake steig á svið. Eftirvæntingin var þvílík að þakið ætlaði að rifna af íþróttahúsinu (sorrí með ofnotaðasta frasa Íslandssögunnar). Mér leið eins og ég væri komin til útlanda. Sviðið tilkomumikið, tveir flennistórir skjáir sinn hvorum megin við það og mannmergð sem er sú mesta í tónleikaminnum landsmanna. Allir með símann á lofti. Tilbúnir í startholunum að ná stafrænni minningu af poppgoðinu. Og svo kviknuðu ljósin. Ljúfir tónar My Way með Frank Sinatra ómuðu um stútfullan Kór en enginn Justin. Andrúmsloftið varð á svipstundu kynngimagnað og ætlaði allt um koll að keyra þannig að varla heyrðist í meistara Sinatra. Svo kom að því. Justin mætti til leiks og fyllti sviðið með nærveru sinni og slagaranum Pusher Love Girl. Hver hittarinn kom á fætur öðrum og ég var sérstaklega ánægð með hve mörg lög af fyrstu sólóplötunni, Justified, hann tók, til dæmis Senorita, Like I Love You og Rock Your Body. Hápunktur Justified-hittaranna var samt án efa Cry Me a River. Flutningurinn var grimmur og maður fann enn fyrir þeirri massívu ástarsorg sem Justin lenti í þegar upp úr slitnaði á milli hans og poppprinsessunnar Britney Spears. Ég tala nú ekki um þegar áhorfendur sungu með. Þvílík upplifun! Af nýju lögunum var það lokalagið Mirrors sem bar höfuð og herðar yfir önnur lög á þessum stórkostlegu tónleikum. Justin játaði sig sigraðan. Hann gaf sig Íslendingum á vald og leyfði þeim að stjórna flutningnum á meðan þakklætið helltist yfir hann, þakklæti vegna þess að fimm prósent þjóðarinnar væru samankomin til að berja goðið augum. Mirrors er einnig, að mínu mati, eitt af hans betri popplögum og líður þessi flutningur seint úr minni. Talandi um að hætta á toppnum. Justin er greinilega fæddur til að koma fram. Hann dansaði eins og óður maður alla tónleikana og þar klikkaði strákabandaskólinn inn. Hann hefur engu gleymt af gömlu *N sync-sporunum og er aðeins búinn að uppfæra þau og setja Michael Jackson-keim á dansrútínurnar. Af Justin flæða svalheitin og annað eins svægi er vandfundið hjá nútímalistamönnum í dag. Hann virðist geta allt, greip í gítar og spilaði á píanó í Kórnum og gerði það afbragðsvel. Hann hefði, að mínu mati, mátt gera meira af því. Gæða tónleikana oftar blæbrigðum með því að gíra tempóið niður og keyra það síðan aftur upp. Hins vegar voru nokkrir hnökrar á hljóðkerfinu á þessum fyrstu tónleikum í Kórnum. Nokkrum sinnum kom það fyrir á tónleikunum að bassinn heltók flutninginn og rödd Justins týndist ef hann var ekki á háa C-inu, þá sérstaklega í laginu Not a Bad Thing sem naut sín engan veginn á sviðinu. Það atriði einkenndist þar af leiðandi af ringulreið. Eins skil ég ekki af hverju Summer Love var á settlistanum. Eitt af hans lakari lögum sem hefði mátt fjúka. Að lokum vil ég óska Íslendingum til hamingju. Loksins fengum við alvöru stórtónleika til landsins. Stórtónleika eins og þeir gerast bestir erlendis, með risahljómsveit, dönsurum og öllu tilheyrandi. Og auðvitað listamanni sem þarf ekki annað en að benda, vinka eða brosa svo að salurinn missi sig í tryllingi. Því ber að fagna og vonandi marka tónleikarnir aðeins upphafið að glæstri tónleikatíð þar sem hvert stórnafnið rekur annað.Niðurstaða: Eina sem skyggði á þéttan flutning Justins voru örlitlir hnökrar í hljóðkerfi Kórsins. Allt í allt stórkostlegir risatónleikar einnar skærustu stjörnu poppheimsins. Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónleikar Justin Timberlake The 20/20 Experience World Tour Kórinn í Kópavogi Það er varla hægt að lýsa stemningunni í Kórnum rétt áður en Justin Timberlake steig á svið. Eftirvæntingin var þvílík að þakið ætlaði að rifna af íþróttahúsinu (sorrí með ofnotaðasta frasa Íslandssögunnar). Mér leið eins og ég væri komin til útlanda. Sviðið tilkomumikið, tveir flennistórir skjáir sinn hvorum megin við það og mannmergð sem er sú mesta í tónleikaminnum landsmanna. Allir með símann á lofti. Tilbúnir í startholunum að ná stafrænni minningu af poppgoðinu. Og svo kviknuðu ljósin. Ljúfir tónar My Way með Frank Sinatra ómuðu um stútfullan Kór en enginn Justin. Andrúmsloftið varð á svipstundu kynngimagnað og ætlaði allt um koll að keyra þannig að varla heyrðist í meistara Sinatra. Svo kom að því. Justin mætti til leiks og fyllti sviðið með nærveru sinni og slagaranum Pusher Love Girl. Hver hittarinn kom á fætur öðrum og ég var sérstaklega ánægð með hve mörg lög af fyrstu sólóplötunni, Justified, hann tók, til dæmis Senorita, Like I Love You og Rock Your Body. Hápunktur Justified-hittaranna var samt án efa Cry Me a River. Flutningurinn var grimmur og maður fann enn fyrir þeirri massívu ástarsorg sem Justin lenti í þegar upp úr slitnaði á milli hans og poppprinsessunnar Britney Spears. Ég tala nú ekki um þegar áhorfendur sungu með. Þvílík upplifun! Af nýju lögunum var það lokalagið Mirrors sem bar höfuð og herðar yfir önnur lög á þessum stórkostlegu tónleikum. Justin játaði sig sigraðan. Hann gaf sig Íslendingum á vald og leyfði þeim að stjórna flutningnum á meðan þakklætið helltist yfir hann, þakklæti vegna þess að fimm prósent þjóðarinnar væru samankomin til að berja goðið augum. Mirrors er einnig, að mínu mati, eitt af hans betri popplögum og líður þessi flutningur seint úr minni. Talandi um að hætta á toppnum. Justin er greinilega fæddur til að koma fram. Hann dansaði eins og óður maður alla tónleikana og þar klikkaði strákabandaskólinn inn. Hann hefur engu gleymt af gömlu *N sync-sporunum og er aðeins búinn að uppfæra þau og setja Michael Jackson-keim á dansrútínurnar. Af Justin flæða svalheitin og annað eins svægi er vandfundið hjá nútímalistamönnum í dag. Hann virðist geta allt, greip í gítar og spilaði á píanó í Kórnum og gerði það afbragðsvel. Hann hefði, að mínu mati, mátt gera meira af því. Gæða tónleikana oftar blæbrigðum með því að gíra tempóið niður og keyra það síðan aftur upp. Hins vegar voru nokkrir hnökrar á hljóðkerfinu á þessum fyrstu tónleikum í Kórnum. Nokkrum sinnum kom það fyrir á tónleikunum að bassinn heltók flutninginn og rödd Justins týndist ef hann var ekki á háa C-inu, þá sérstaklega í laginu Not a Bad Thing sem naut sín engan veginn á sviðinu. Það atriði einkenndist þar af leiðandi af ringulreið. Eins skil ég ekki af hverju Summer Love var á settlistanum. Eitt af hans lakari lögum sem hefði mátt fjúka. Að lokum vil ég óska Íslendingum til hamingju. Loksins fengum við alvöru stórtónleika til landsins. Stórtónleika eins og þeir gerast bestir erlendis, með risahljómsveit, dönsurum og öllu tilheyrandi. Og auðvitað listamanni sem þarf ekki annað en að benda, vinka eða brosa svo að salurinn missi sig í tryllingi. Því ber að fagna og vonandi marka tónleikarnir aðeins upphafið að glæstri tónleikatíð þar sem hvert stórnafnið rekur annað.Niðurstaða: Eina sem skyggði á þéttan flutning Justins voru örlitlir hnökrar í hljóðkerfi Kórsins. Allt í allt stórkostlegir risatónleikar einnar skærustu stjörnu poppheimsins.
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira