Blótmæli Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. ágúst 2014 08:00 Fari það í heitasta djöfulsins helvíti,“ muldraði ég með sjálfum mér í bakherbergi kirkju einnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir stuttu. Það hljómar virkilega barnalega en ég fæ eitthvert óútskýranlegt kikk út úr því að bölva og ragna í kirkjum. Ég sýni kirkjugestum reyndar alltaf þá virðingu að láta ekki til mín heyra og hef ég haldið þessum skrýtna sið fyrir sjálfan mig þar til nú. Pirringur minn í garð þjóðkirkjunnar vex með hverju árinu sem líður. Og biskup Íslands hellti úr stórri olíutunnu á þann eld á dögunum. Því miður lúffaði útvarpsstjóri þegar hann var beittur gamalkunnri handrukkarataktík vegna morgunbænarinnar á Rás 1, sem til stóð að fjarlægja úr dagskránni. Stofnuð var Facebook-grúppan „Orð kvöldsins og Morgunbæn verði áfram á RÚV“ og var fólki miskunnarlaust bætt inn í grúppuna án þess að það væri spurt leyfis. Þeir sem gerðu athugasemd við fyrirkomulagið fengu þau tilmæli að lítið mál væri að skrá sig úr grúppunni. Þetta er lúaleg aðferð við að safna liði en hún rímar fullkomlega við aðferðir kirkjunnar við hausasöfnun. Okkur er „addað“ í kirkjuna gegn vilja okkar áður en við svo mikið sem lærum að skríða. Svo fær kirkjan peninga fyrir hverja einustu hræðu þar til fólk skráir sig sjálft úr henni á fullorðinsaldri. Ef það þá nennir því. Hver yrðu viðbrögð þeirra sem finnst þetta eðlilegt ef ég bætti þeim við grúppuna „Félag áhugafólks um hundaerótík“ að þeim forspurðum? Myndi biskup halda ró sinni ef ég addaði honum? Smella á „leave group“ í rólegheitunum og fara að hugsa um eitthvað annað? Nei, ég hugsa að Agnes yrði mjög pirruð. Réttilega, enda væri þetta argasti dónaskapur. En ómálga börn geta ekki smellt á „leave group“ og á því þrífst þjóðkirkjan. Það er fullkomlega siðlaust og þar til þessu verður breytt mun ég í mótmælaskyni halda áfram að tvinna saman blótsyrðum í kirkjum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun
Fari það í heitasta djöfulsins helvíti,“ muldraði ég með sjálfum mér í bakherbergi kirkju einnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir stuttu. Það hljómar virkilega barnalega en ég fæ eitthvert óútskýranlegt kikk út úr því að bölva og ragna í kirkjum. Ég sýni kirkjugestum reyndar alltaf þá virðingu að láta ekki til mín heyra og hef ég haldið þessum skrýtna sið fyrir sjálfan mig þar til nú. Pirringur minn í garð þjóðkirkjunnar vex með hverju árinu sem líður. Og biskup Íslands hellti úr stórri olíutunnu á þann eld á dögunum. Því miður lúffaði útvarpsstjóri þegar hann var beittur gamalkunnri handrukkarataktík vegna morgunbænarinnar á Rás 1, sem til stóð að fjarlægja úr dagskránni. Stofnuð var Facebook-grúppan „Orð kvöldsins og Morgunbæn verði áfram á RÚV“ og var fólki miskunnarlaust bætt inn í grúppuna án þess að það væri spurt leyfis. Þeir sem gerðu athugasemd við fyrirkomulagið fengu þau tilmæli að lítið mál væri að skrá sig úr grúppunni. Þetta er lúaleg aðferð við að safna liði en hún rímar fullkomlega við aðferðir kirkjunnar við hausasöfnun. Okkur er „addað“ í kirkjuna gegn vilja okkar áður en við svo mikið sem lærum að skríða. Svo fær kirkjan peninga fyrir hverja einustu hræðu þar til fólk skráir sig sjálft úr henni á fullorðinsaldri. Ef það þá nennir því. Hver yrðu viðbrögð þeirra sem finnst þetta eðlilegt ef ég bætti þeim við grúppuna „Félag áhugafólks um hundaerótík“ að þeim forspurðum? Myndi biskup halda ró sinni ef ég addaði honum? Smella á „leave group“ í rólegheitunum og fara að hugsa um eitthvað annað? Nei, ég hugsa að Agnes yrði mjög pirruð. Réttilega, enda væri þetta argasti dónaskapur. En ómálga börn geta ekki smellt á „leave group“ og á því þrífst þjóðkirkjan. Það er fullkomlega siðlaust og þar til þessu verður breytt mun ég í mótmælaskyni halda áfram að tvinna saman blótsyrðum í kirkjum landsins.