Ginter safnar fyrir börnin á Gasa Baldvin Þormóðsson skrifar 21. ágúst 2014 12:00 Wictoria ákvað að taka málin í eigin hendur. Vísir/Andri marinó „Þetta eru sem sagt góðgerðartónleikar fyrir börnin í Gasa,“ segir Wictoria Joanna Ginter en hún blæs til heljarinnar tónlistarveislu á Gauknum í kvöld þar sem okkar fremstu rokksveitir koma saman til þess að safna fyrir Palestínu. „Aðgangseyrir er 3.000 krónur en það veltur bara á hverjum og einum hvað hann hefur tök á að borga, meira eða minna,“ segir Wictoria. „Ég byrjaði á að tala við eiganda Gauksins sem var strax mjög áhugasamur,“ segir Wictoria. „Síðan hafði ég bara samband við vini mína sem voru í hljómsveitum og svo stækkaði þetta bara og stækkaði.“ Wictoria hefur fundið til með Palestínumönnum í langan tíma en henni fannst hún þurfa að gera eitthvað til þess að hjálpa. „Í átökunum eru fleiri og fleiri í sárri þörf fyrir hjálp og þá sérstaklega börn,“ segir Wictoria. „Margir eru heimilislausir, slasaðir og munaðarlaus börn þarfnast athygli okkar og hjálpar. Við getum engan veginn ímyndað okkur hvernig það er fyrir þau að upplifa þessar hörmulegu og ómannúðlegu aðgerðir.“ Meðal hljómsveita, sem hafa staðfest komu sína í kvöld, eru til dæmis Mammút, Kvöld, Strigaskór nr. 42, Nykur, Dimma og svo mætti lengi telja en tónleikarnir hefjast klukkan 17 og standa langt fram eftir kvöldi. Tónlist Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta eru sem sagt góðgerðartónleikar fyrir börnin í Gasa,“ segir Wictoria Joanna Ginter en hún blæs til heljarinnar tónlistarveislu á Gauknum í kvöld þar sem okkar fremstu rokksveitir koma saman til þess að safna fyrir Palestínu. „Aðgangseyrir er 3.000 krónur en það veltur bara á hverjum og einum hvað hann hefur tök á að borga, meira eða minna,“ segir Wictoria. „Ég byrjaði á að tala við eiganda Gauksins sem var strax mjög áhugasamur,“ segir Wictoria. „Síðan hafði ég bara samband við vini mína sem voru í hljómsveitum og svo stækkaði þetta bara og stækkaði.“ Wictoria hefur fundið til með Palestínumönnum í langan tíma en henni fannst hún þurfa að gera eitthvað til þess að hjálpa. „Í átökunum eru fleiri og fleiri í sárri þörf fyrir hjálp og þá sérstaklega börn,“ segir Wictoria. „Margir eru heimilislausir, slasaðir og munaðarlaus börn þarfnast athygli okkar og hjálpar. Við getum engan veginn ímyndað okkur hvernig það er fyrir þau að upplifa þessar hörmulegu og ómannúðlegu aðgerðir.“ Meðal hljómsveita, sem hafa staðfest komu sína í kvöld, eru til dæmis Mammút, Kvöld, Strigaskór nr. 42, Nykur, Dimma og svo mætti lengi telja en tónleikarnir hefjast klukkan 17 og standa langt fram eftir kvöldi.
Tónlist Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira