Lífið

"Það má kannski segja að samkeppninni sé lokið“

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Nú styttist óðum í RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, og mun dagskráin vera ein sú fjölbreyttasta til þessa. Athygli vekur að á hátíðinni verða myndir meðal annars sýndar í Bíói Paradís en eins og kunnugt er kom upp deilumál í fyrra þegar Reykjavíkurborg veitti Bíói Paradís styrk til að halda Kvikmyndahátíð Reykjavíkur en veitti RIFF engan styrk.

„Það má kannski segja að samkeppninni sé lokið,“ segir Valur Grettisson, annar kynningarfulltrúa RIFF. „Bíó Paradís er náttúrulega hið fullkomna menningarbíó. Þess vegna er frábært að RIFF og bíóið standi saman að svona hátíð enda er RIFF stærsta „art-house“-kvikmyndahátíð landsins.“ Auk þess verða myndir sýndar í Háskóla- og Tjarnarbíói, Norræna húsinu og á Lofti Hosteli. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×