Sweet chili - kjúklingasúpa með íslensku grænmeti 15. ágúst 2014 12:00 Uppskeruna úr garðinum má nota í staðinn fyrir núðlurnar í hefðbundinni núðlusúpu með kjúklingi. mynd/heilsumamman.com Hér er á ferðinni dæmigerð núðlusúpa með taílensku yfirbragði nema ég nota íslenska grænmetið í staðinn fyrir núðlurnar. Fyrir íhaldssama má auðvitað bara bæta núðlum út í áður en súpan er borin fram,“ útskýrir Oddrún Helga Símonardóttir, en hún skellti í rjúkandi kjúklingasúpu með glænýju íslensku grænmeti fyrir lesendur. Oddrún heldur úti matarblogginu heilsumamman.com þar sem hún deilir hollum og girnilegum uppskriftum. Þessa súpu segir hún afar þægilega í kvöldmat fjölskyldunnar. „Súpan er mjög fljótleg og getur verið komin á borðið 20 mínútum eftir að undirbúningur hefst, ef kjúklingurinn er tilbúinn, en hún verður samt enn betri ef hún fær að standa aðeins eftir að hún er tilbúin.“ Matgæðingur Oddrún Helga heldur úti matarblogginu heilsumamman.com. Sweet chili-kjúklingasúpa úr glænýju íslensku grænmeti fyrir 4 - 5 1 tsk. kókosolía 3-4 gulrætur ½ hvítkálshaus ½ rauð paprika ½-1 haus spergilkál (eftir stærð og smekk) 2 cm bútur af engifer eða u.þ.b. 1 msk. rifinn engifer 3 msk. kjúklingakraftur 1 msk. fiskisósa 1 msk. sweet chili sósa Salt og pipar 2 kjúklingabringur eða magn eftir smekk. 1.5 l vatn Aðferð: 1. Skerið bringurnar í bita. Steikið á pönnu og kryddið eftir smekk eða grillið þær heilar. Þessi súpa er tilvalin fyrir afganga. 2. Hitið kókosolíu í potti og léttsteikið gulrætur og papriku. 3. Rífið engiferið út í pottinn. (Ef þið rífið það með rifjárni losnið þið við „hárin“. 4. Bætið við vatni, kjúklingakrafti, fiskisósu og sweet chili-sósu. Reynið að velja sósu með litlu sykurmagni en hér má líka nota 1 msk. af hlynsírópi eða 1 msk. af kókospálmasykri og krydda með smá chili-kryddi. 5. Bætið hvítkálinu og spergilkálinu út í og leyfið súpunni að malla í 10 mín. 6. Bragðbætið með salti og pipar. Það er gott að bera súpuna fram með smátt söxuðum vorlauk, fersku kóríanderi og jafnvel salthnetum eða kasjúhnetum. Kjúklingur Súpur Uppskriftir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið
Hér er á ferðinni dæmigerð núðlusúpa með taílensku yfirbragði nema ég nota íslenska grænmetið í staðinn fyrir núðlurnar. Fyrir íhaldssama má auðvitað bara bæta núðlum út í áður en súpan er borin fram,“ útskýrir Oddrún Helga Símonardóttir, en hún skellti í rjúkandi kjúklingasúpu með glænýju íslensku grænmeti fyrir lesendur. Oddrún heldur úti matarblogginu heilsumamman.com þar sem hún deilir hollum og girnilegum uppskriftum. Þessa súpu segir hún afar þægilega í kvöldmat fjölskyldunnar. „Súpan er mjög fljótleg og getur verið komin á borðið 20 mínútum eftir að undirbúningur hefst, ef kjúklingurinn er tilbúinn, en hún verður samt enn betri ef hún fær að standa aðeins eftir að hún er tilbúin.“ Matgæðingur Oddrún Helga heldur úti matarblogginu heilsumamman.com. Sweet chili-kjúklingasúpa úr glænýju íslensku grænmeti fyrir 4 - 5 1 tsk. kókosolía 3-4 gulrætur ½ hvítkálshaus ½ rauð paprika ½-1 haus spergilkál (eftir stærð og smekk) 2 cm bútur af engifer eða u.þ.b. 1 msk. rifinn engifer 3 msk. kjúklingakraftur 1 msk. fiskisósa 1 msk. sweet chili sósa Salt og pipar 2 kjúklingabringur eða magn eftir smekk. 1.5 l vatn Aðferð: 1. Skerið bringurnar í bita. Steikið á pönnu og kryddið eftir smekk eða grillið þær heilar. Þessi súpa er tilvalin fyrir afganga. 2. Hitið kókosolíu í potti og léttsteikið gulrætur og papriku. 3. Rífið engiferið út í pottinn. (Ef þið rífið það með rifjárni losnið þið við „hárin“. 4. Bætið við vatni, kjúklingakrafti, fiskisósu og sweet chili-sósu. Reynið að velja sósu með litlu sykurmagni en hér má líka nota 1 msk. af hlynsírópi eða 1 msk. af kókospálmasykri og krydda með smá chili-kryddi. 5. Bætið hvítkálinu og spergilkálinu út í og leyfið súpunni að malla í 10 mín. 6. Bragðbætið með salti og pipar. Það er gott að bera súpuna fram með smátt söxuðum vorlauk, fersku kóríanderi og jafnvel salthnetum eða kasjúhnetum.
Kjúklingur Súpur Uppskriftir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið