Það var orðin algjör pína að fara í sturtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2014 08:00 Mist Edvardsdóttir sýndi nýju hárgreiðsluna sína á Fésbókinni í vikunni. Mynd/Úr einkasafni Mist Edvardsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Vals, greindist með krabbamein í eitlum fyrr á árinu en hefur ekki látið það stoppa sig í boltanum því hún hefur náð að spila og æfa á fullu meðfram því að vera í lyfjameðferð. Mist hefur spilað 814 af 990 mögulegum mínútum í boði hjá Valsliðinu í Pepsi-deildinni í sumar og var aðeins búin að missa úr 24 mínútur þegar hún fékk rautt spjald í leik á móti Þór/KA á dögunum. „Ég hafði náð að spila alla leiki þangað til að Garðar Örn tók sig til og sendi mig í bann,“ segir Mist í léttum tón en það var Rauði baróninn Garðar Örn Hinriksson sem gaf henni rauða spjaldið á 28. mínútu í leiknum við norðanstúlkur. Mist missti þar með af sínum fyrsta deildarleik í síðustu umferð þegar hún tók út leikbann í leik á móti Aftureldingu.Spilar og æfir á fullu „Mér hefur tekist að spila og æfa á fullu. Ég finn aðeins fyrir þessu þegar þetta er orðið erfiðara en ég er heppin að vera miðvörður og þurfa ekki að hlaupa eins mikið og miðjumennirnir. Ég finn helst mun á því að formið er aðeins verra,“ segir Mist. Hún er á fullu í lyfjameðferð og fram undan er fyrsta vísbending um það hvernig gengur. „Þetta gengur þokkalega. Ég er búin með fjórar lyfjagjafir af sextán og er að fara aftur út til Danmerkur í jáeindaskönnun númer tvö sem er fyrsta myndataka eftir að ég byrjaði í lyfjagjöfinni. Ég fer í það í næstu viku og þá kemur í ljós hver staðan er á þessu því þá fær maður að vita það svart á hvítu hvernig það gengur allt,“ sagði Mist um stöðu mála hjá sér.Heppin ef hún gæti æft Það að dómarinn hafi stoppað hana en ekki lyfjagjöfin er til marks um hinn mikla viljastyrk og ákveðni sem þessi öflugi leikmaður býr yfir. „Mér var sagt áður en ég byrjaði í lyfjameðferðinni að ég yrði heppin ef ég gæti æft og ég yrði örugglega að hætta að spila strax. Ég hef ekki ennþá fundið neitt þannig fyrir því. Ég æfi á fullu og spila bara. Það er algjör snilld. Þrjóskan hjálpar samt örugglega til,“ viðurkennir Mist.Skönnun í Danmörku Mist þarf að fara til Danmerkur í næstu viku og missir hugsanlega af einum leik vegna þess. „Ég fer í þriggja daga ferð til að fara í skönnunina og kem heim sama dag og við spilum á móti Blikum. Ég veit ekki hvort ég verð með í þeim leik en eins og staðan er núna þá tek ég þetta bara einn dag í einu. Ég ætla samt að vera með þangað til líkaminn segir stopp og vonandi gerir hann það ekkert,“ segir hún. Mist hefur ekki misst af leikjum eða mörgum æfingum en hárið þurfti hins vegar að fjúka. „Það var farið að þynnast svo rosalega á mér hárið. Ég fór að finna fyrir því fyrir tveimur til þremur vikum að hárið var farið að losna rosalega mikið. Það var orðin algjör pína að fara í sturtu því það komu bara hárboltar úr burstanum þegar ég var að greiða mér,“ segir Mist sem lét taka hárið í byrjun vikunnar. „Ég gerði samning við sjálfa mig um að þrauka fram yfir verslunarmannahelgi og pantaði svo bara tíma hjá vinkonu minni í klippingu í fyrsta tíma eftir verslunarmannahelgi,“ segir Mist.Fær stuðning úr öllum áttum Hún hefur alltaf verið tilbúin að ræða baráttu sína opinberlega og hún hefur fengið góð viðbrögð við því. „Það hjálpar mér bara í þessari baráttu og ég er fyrir vikið að fá stuðning úr öllum áttum,“ segir Mist að lokum. Næsti leikur Valsliðsins er á móti ÍA í kvöld sem verður fyrsti leikur miðvarðarins með nýju klippinguna sína. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Mist Edvardsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Vals, greindist með krabbamein í eitlum fyrr á árinu en hefur ekki látið það stoppa sig í boltanum því hún hefur náð að spila og æfa á fullu meðfram því að vera í lyfjameðferð. Mist hefur spilað 814 af 990 mögulegum mínútum í boði hjá Valsliðinu í Pepsi-deildinni í sumar og var aðeins búin að missa úr 24 mínútur þegar hún fékk rautt spjald í leik á móti Þór/KA á dögunum. „Ég hafði náð að spila alla leiki þangað til að Garðar Örn tók sig til og sendi mig í bann,“ segir Mist í léttum tón en það var Rauði baróninn Garðar Örn Hinriksson sem gaf henni rauða spjaldið á 28. mínútu í leiknum við norðanstúlkur. Mist missti þar með af sínum fyrsta deildarleik í síðustu umferð þegar hún tók út leikbann í leik á móti Aftureldingu.Spilar og æfir á fullu „Mér hefur tekist að spila og æfa á fullu. Ég finn aðeins fyrir þessu þegar þetta er orðið erfiðara en ég er heppin að vera miðvörður og þurfa ekki að hlaupa eins mikið og miðjumennirnir. Ég finn helst mun á því að formið er aðeins verra,“ segir Mist. Hún er á fullu í lyfjameðferð og fram undan er fyrsta vísbending um það hvernig gengur. „Þetta gengur þokkalega. Ég er búin með fjórar lyfjagjafir af sextán og er að fara aftur út til Danmerkur í jáeindaskönnun númer tvö sem er fyrsta myndataka eftir að ég byrjaði í lyfjagjöfinni. Ég fer í það í næstu viku og þá kemur í ljós hver staðan er á þessu því þá fær maður að vita það svart á hvítu hvernig það gengur allt,“ sagði Mist um stöðu mála hjá sér.Heppin ef hún gæti æft Það að dómarinn hafi stoppað hana en ekki lyfjagjöfin er til marks um hinn mikla viljastyrk og ákveðni sem þessi öflugi leikmaður býr yfir. „Mér var sagt áður en ég byrjaði í lyfjameðferðinni að ég yrði heppin ef ég gæti æft og ég yrði örugglega að hætta að spila strax. Ég hef ekki ennþá fundið neitt þannig fyrir því. Ég æfi á fullu og spila bara. Það er algjör snilld. Þrjóskan hjálpar samt örugglega til,“ viðurkennir Mist.Skönnun í Danmörku Mist þarf að fara til Danmerkur í næstu viku og missir hugsanlega af einum leik vegna þess. „Ég fer í þriggja daga ferð til að fara í skönnunina og kem heim sama dag og við spilum á móti Blikum. Ég veit ekki hvort ég verð með í þeim leik en eins og staðan er núna þá tek ég þetta bara einn dag í einu. Ég ætla samt að vera með þangað til líkaminn segir stopp og vonandi gerir hann það ekkert,“ segir hún. Mist hefur ekki misst af leikjum eða mörgum æfingum en hárið þurfti hins vegar að fjúka. „Það var farið að þynnast svo rosalega á mér hárið. Ég fór að finna fyrir því fyrir tveimur til þremur vikum að hárið var farið að losna rosalega mikið. Það var orðin algjör pína að fara í sturtu því það komu bara hárboltar úr burstanum þegar ég var að greiða mér,“ segir Mist sem lét taka hárið í byrjun vikunnar. „Ég gerði samning við sjálfa mig um að þrauka fram yfir verslunarmannahelgi og pantaði svo bara tíma hjá vinkonu minni í klippingu í fyrsta tíma eftir verslunarmannahelgi,“ segir Mist.Fær stuðning úr öllum áttum Hún hefur alltaf verið tilbúin að ræða baráttu sína opinberlega og hún hefur fengið góð viðbrögð við því. „Það hjálpar mér bara í þessari baráttu og ég er fyrir vikið að fá stuðning úr öllum áttum,“ segir Mist að lokum. Næsti leikur Valsliðsins er á móti ÍA í kvöld sem verður fyrsti leikur miðvarðarins með nýju klippinguna sína.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira