Tónlist

Stoppuðu vegna slagsmála

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Unnsteinn Manuel og félagar hans í Retro Stefson gerðu hlé á tónleikum sínum þegar að slagsmál brutust út.
Unnsteinn Manuel og félagar hans í Retro Stefson gerðu hlé á tónleikum sínum þegar að slagsmál brutust út. Vísir/Valli
„Svona slagsmál eru náttúrulega ekki kúl og við sjáum þetta best sem erum uppi á sviðinu. Við viljum sýna gott fordæmi og ákváðum því að hætta að spila þangað til að þessum slagsmálum lauk,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson.

Sveitin sýndi gott fordæmi með því að gera hlé á tónleikum sínum á sunnudagskvöldið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Eins og flestir vita er tónlist hljómsveitarinnar mjög dansvæn og því ekki ósennilegt að fólk rekist hvert utan í annað þegar margir eru á dansgólfinu og getur það oft skapað ónot manna á milli.

„Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem það brjótast út slagsmál á tónleikum hjá okkur en þetta er alltaf óþægilegt og vildum við sýna fólki að þetta sé ekki í lagi og við líðum ekki svona,“ segir Unnsteinn Manuel og hvetur aðra tónlistarmenn til að gera slíkt hið sama þegar slagsmál brjótast út.

Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili.Vísir/Valli
Unnsteinn Manuel segist hafa skemmt sér mjög vel á hátíðinni en hafi þó misst af brekkusöngnum og sjái eftir því. 

„Logi bróðir var í brekkusöngnum og skemmti sér konunglega en ég var því miður bara í gufubaði og rétt náði restinni. Það var gaman að sjá alla syngja svona saman og karókífílingurinn var flottur,“ segir Unnsteinn Manuel, sem ætlar ekki að láta brekkusönginn fram hjá sér fara næst. Þangað til getur hann horft á upptöku af söngnum hér á Vísi.

Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili.

„Við erum komin í smá frí núna og ætlum að einbeita okkur að því að búa til nýtt efni.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.