Látið haförninn í friði Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. ágúst 2014 07:00 Margir hafa orðið miklar áhyggjur af náttúru Íslands vegna ágangs ferðamanna, sem fer hratt fjölgandi. Ferðaþjónustan þarf sífellt meira olnbogarými og ýmislegt þarf undan að láta. Staðir sem áður voru mannlausir eru nú eftirsóttir. Leiðir þar sem hægt var að ganga klukkustundum saman án þess að hitta fólk eru nú fjölfarnar. Gróður og jarðmyndanir liggja víða undir skemmdum. Það er orðin brýn þörf á að draga skýrari línur um það hversu nærri náttúrunni ferðaþjónustan má ganga og hvernig eigi að standa að gjaldtöku til að fjármagna eftirlit og náttúruvernd. Fréttablaðið sagði fyrir verzlunarmannahelgina frá máli, þar sem augljóslega er þörf á að setja ferðaþjónustu skýr mörk. Í frétt blaðsins kom fram að ferðaþjónustufyrirtæki hefðu sótzt eftir að fá undanþágu frá lögbundnu banni við að fara nær hafarnarhreiðrum en 500 metra á varptímanum, en fengið synjun frá Umhverfisstofnun. Í blaðinu var rætt við Pétur Ágústsson, einn af eigendum Sæferða, sem fara með ferðamenn um Breiðafjörð. Þar segir hann frá tvennu athyglisverðu. Annars vegar að Sæferðir hafi á árum áður haft leyfi til að fara nálægt arnarhreiðrum með ferðamenn, en með „nýjum herrum“ í Umhverfisstofnun hafi það breytzt. Fyrir þremur árum hafi fyrirtækið farið að „skoða örninn áður en leyfið kom því við vorum svo vissir um að það kæmi“. Hins vegar segir Pétur að „fjöldi aðila“ stundi það að skoða arnarhreiður. „Engir aðrir óska eftir leyfi, þeir bara fara þarna,“ segir hann. Það er rétt afstaða hjá Umhverfisstofnun að veita ekki opna heimild til að fara með hópa ferðamanna að arnarhreiðrum. Haförninn hefur verið alfriðaður í hundrað ár og væri áreiðanlega útdauður á Íslandi í dag ef sú friðun hefði ekki komið til, þar á meðal strangar reglur um umgengni við arnarhreiður. Stofninn er áfram lítill, um 70 pör, og einkar viðkvæmur. Það er engin ástæða til að rýmka reglurnar í þágu hagsmuna þeirra sem vilja selja skipulagðar ferðir að arnarhreiðrum. Ef tilfellið er að sum ferðaþjónustufyrirtæki brjóti lög og fari of nálægt hreiðrunum, þurfa yfirvöld að grípa inn í og stöðva það. Sú undantekning, sem hugsanlegt væri að gera á banninu, á sér fordæmi í sumum löndum; að mjög takmarkaður fjöldi ferðamanna fengi að fara í litlum hópum tiltölulega nálægt hreiðrum undir ströngu eftirliti og gegn háu gjaldi, sem rynni þá til aðgerða í þágu verndunar arnarstofnsins. „Ég veit ekki til hvers við erum að vernda örn ef enginn má sjá hann,“ segir Pétur Ágústsson í Fréttablaðinu. En það er lítið mál að sjá haförninn þegar ferðazt er til dæmis um Breiðafjörðinn, án þess að trufla fuglinn á hreiðrum sínum. Ef fólk hefur augun hjá sér má sjá þennan tignarlega konung fuglanna steypa sér fram af fjallsbrún og hnita hringi í uppstreyminu eða sitja á kletti. Það er tilkomumikil sjón, sem ferðamenn ættu ekki kost á að sjá ef ekki hefði tekizt að bjarga arnarstofninum með strangri vernd. Sú vernd á áfram að vera í gildi, jafnvel þótt túrista langi í hópferð að sjá arnarunga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun
Margir hafa orðið miklar áhyggjur af náttúru Íslands vegna ágangs ferðamanna, sem fer hratt fjölgandi. Ferðaþjónustan þarf sífellt meira olnbogarými og ýmislegt þarf undan að láta. Staðir sem áður voru mannlausir eru nú eftirsóttir. Leiðir þar sem hægt var að ganga klukkustundum saman án þess að hitta fólk eru nú fjölfarnar. Gróður og jarðmyndanir liggja víða undir skemmdum. Það er orðin brýn þörf á að draga skýrari línur um það hversu nærri náttúrunni ferðaþjónustan má ganga og hvernig eigi að standa að gjaldtöku til að fjármagna eftirlit og náttúruvernd. Fréttablaðið sagði fyrir verzlunarmannahelgina frá máli, þar sem augljóslega er þörf á að setja ferðaþjónustu skýr mörk. Í frétt blaðsins kom fram að ferðaþjónustufyrirtæki hefðu sótzt eftir að fá undanþágu frá lögbundnu banni við að fara nær hafarnarhreiðrum en 500 metra á varptímanum, en fengið synjun frá Umhverfisstofnun. Í blaðinu var rætt við Pétur Ágústsson, einn af eigendum Sæferða, sem fara með ferðamenn um Breiðafjörð. Þar segir hann frá tvennu athyglisverðu. Annars vegar að Sæferðir hafi á árum áður haft leyfi til að fara nálægt arnarhreiðrum með ferðamenn, en með „nýjum herrum“ í Umhverfisstofnun hafi það breytzt. Fyrir þremur árum hafi fyrirtækið farið að „skoða örninn áður en leyfið kom því við vorum svo vissir um að það kæmi“. Hins vegar segir Pétur að „fjöldi aðila“ stundi það að skoða arnarhreiður. „Engir aðrir óska eftir leyfi, þeir bara fara þarna,“ segir hann. Það er rétt afstaða hjá Umhverfisstofnun að veita ekki opna heimild til að fara með hópa ferðamanna að arnarhreiðrum. Haförninn hefur verið alfriðaður í hundrað ár og væri áreiðanlega útdauður á Íslandi í dag ef sú friðun hefði ekki komið til, þar á meðal strangar reglur um umgengni við arnarhreiður. Stofninn er áfram lítill, um 70 pör, og einkar viðkvæmur. Það er engin ástæða til að rýmka reglurnar í þágu hagsmuna þeirra sem vilja selja skipulagðar ferðir að arnarhreiðrum. Ef tilfellið er að sum ferðaþjónustufyrirtæki brjóti lög og fari of nálægt hreiðrunum, þurfa yfirvöld að grípa inn í og stöðva það. Sú undantekning, sem hugsanlegt væri að gera á banninu, á sér fordæmi í sumum löndum; að mjög takmarkaður fjöldi ferðamanna fengi að fara í litlum hópum tiltölulega nálægt hreiðrum undir ströngu eftirliti og gegn háu gjaldi, sem rynni þá til aðgerða í þágu verndunar arnarstofnsins. „Ég veit ekki til hvers við erum að vernda örn ef enginn má sjá hann,“ segir Pétur Ágústsson í Fréttablaðinu. En það er lítið mál að sjá haförninn þegar ferðazt er til dæmis um Breiðafjörðinn, án þess að trufla fuglinn á hreiðrum sínum. Ef fólk hefur augun hjá sér má sjá þennan tignarlega konung fuglanna steypa sér fram af fjallsbrún og hnita hringi í uppstreyminu eða sitja á kletti. Það er tilkomumikil sjón, sem ferðamenn ættu ekki kost á að sjá ef ekki hefði tekizt að bjarga arnarstofninum með strangri vernd. Sú vernd á áfram að vera í gildi, jafnvel þótt túrista langi í hópferð að sjá arnarunga.
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun