Ábúðarfull tónlist og þjóðlegar ástríður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júlí 2014 13:30 Sif Margrét Tulinius, Lonneke van Straalen, Domenico Codispoti, Jan Bastian Nevel, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Ari Þór Vilhjálmsson. Fréttablaðið/Daníel „Hátíðin verður keyrð á svipuðum nótum og undanfarin ár með fernum tónleikum,“ segir Sigurgeir Agnarsson glaðlega þegar hann er inntur frétta af Reykholtshátíðinni sem hefst á föstudagskvöld og stendur fram á sunnudag. Sigurgeir er listrænn stjórnandi hátíðarinnar annað árið í röð. „Maður reynir að búa til prógramm sem höfðar til fólks og er spennandi,“ segir hann og nefnir fyrst glænýtt verk eftir Huga Guðmundsson sem hátíðin pantaði. Það nefnist Söngvar úr Hávamálum og verður á lokatónleikunum á sunnudag. „Það gengur vel hjá Huga, hann er nýbúinn að fá þriggja ára starfslaun hjá danska ríkinu,“ bætir hann við til fróðleiks og heldur svo áfram að lýsa dagskránni. „Þær Steinunn og Hanna Dóra eru með söngtónleika á laugardeginum klukkan 17 sem bera undirtitilinn þjóðlegar ástríður. Þær eru þar með spænsk og ensk þjóðlög, líka nokkur eftir Grieg og síðan íslensk einsöngslög í útsetningum eftir Þórð Magnússon, þar fáum við nýjar hliðar á lögunum. Ef fólk vill heyra rómantíska músík þá ætti það að mæta á laugardagskvöldið, þá er tónlist eftir Grieg og Smetana. Þar vantar ekki ástríðurnar. Á opnunartónleikunum er horft í austurátt, að sögn Sigurgeirs. „Þar er verk eftir Prokofiev, sónata fyrir tvær fiðlur, virkilega skemmtileg,“ lýsir hann. „Líka strengjakvartett eftir Sjostakovits, dálítið ábúðarfull tónsmíð og síðan er verið að flytja verk eftir Vasks, hann er Letti, verður sjötugur á næsta ári. Það er sterk músík og áhrifamikil – dálítið mínímalísk, svolítið poppuð og grípandi. Fólk þarf ekki að vera með áunninn smekk á klassískri tónlist til að njóta hennar. Ekki má heldur gleyma að geta hins ægifagra Píanókvintetts Césars Franck sem er á lokatónleikunum á sunnudag klukkan 16.“ Þetta er í átjánda sinn sem Reykholtshátíðin er haldin. Steinunn Birna Ragnarsdóttir stýrði henni fyrstu fjórtán árin og svo Auður Hafsteinsdóttir í tvö ár. „Þetta er gaman og það er í mörg horn að líta,“ segir Sigurgeir. „Maður reynir að vera tímanlega í að bóka fólk og leggja línurnar með prógrammið. Það hefur alltaf verið góð mæting í Reykholti, enda upplagt fyrir fólk sem vill skreppa eitthvað út úr bænum að bruna þangað og skoða sig aðeins um, það er ekki nema klukkutíma akstur. Svo er auðvitað fullt af fólki búsett nær og sumarhúsabyggðir rétt hjá.“ Flytjendur á Reykholtshátíðinni í ár eru: Ari Þór Vilhjálmsson fiðla, Domenico Codispoti píanó, Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran, Jan Bastianan Neven selló, Lonneke Van Straalen fiðla, Sif Margrét Tulinius fiðla, Sigurgeir Agnarsson selló, Steinunn Birna Rangarsdóttir píanó og Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Hátíðin verður keyrð á svipuðum nótum og undanfarin ár með fernum tónleikum,“ segir Sigurgeir Agnarsson glaðlega þegar hann er inntur frétta af Reykholtshátíðinni sem hefst á föstudagskvöld og stendur fram á sunnudag. Sigurgeir er listrænn stjórnandi hátíðarinnar annað árið í röð. „Maður reynir að búa til prógramm sem höfðar til fólks og er spennandi,“ segir hann og nefnir fyrst glænýtt verk eftir Huga Guðmundsson sem hátíðin pantaði. Það nefnist Söngvar úr Hávamálum og verður á lokatónleikunum á sunnudag. „Það gengur vel hjá Huga, hann er nýbúinn að fá þriggja ára starfslaun hjá danska ríkinu,“ bætir hann við til fróðleiks og heldur svo áfram að lýsa dagskránni. „Þær Steinunn og Hanna Dóra eru með söngtónleika á laugardeginum klukkan 17 sem bera undirtitilinn þjóðlegar ástríður. Þær eru þar með spænsk og ensk þjóðlög, líka nokkur eftir Grieg og síðan íslensk einsöngslög í útsetningum eftir Þórð Magnússon, þar fáum við nýjar hliðar á lögunum. Ef fólk vill heyra rómantíska músík þá ætti það að mæta á laugardagskvöldið, þá er tónlist eftir Grieg og Smetana. Þar vantar ekki ástríðurnar. Á opnunartónleikunum er horft í austurátt, að sögn Sigurgeirs. „Þar er verk eftir Prokofiev, sónata fyrir tvær fiðlur, virkilega skemmtileg,“ lýsir hann. „Líka strengjakvartett eftir Sjostakovits, dálítið ábúðarfull tónsmíð og síðan er verið að flytja verk eftir Vasks, hann er Letti, verður sjötugur á næsta ári. Það er sterk músík og áhrifamikil – dálítið mínímalísk, svolítið poppuð og grípandi. Fólk þarf ekki að vera með áunninn smekk á klassískri tónlist til að njóta hennar. Ekki má heldur gleyma að geta hins ægifagra Píanókvintetts Césars Franck sem er á lokatónleikunum á sunnudag klukkan 16.“ Þetta er í átjánda sinn sem Reykholtshátíðin er haldin. Steinunn Birna Ragnarsdóttir stýrði henni fyrstu fjórtán árin og svo Auður Hafsteinsdóttir í tvö ár. „Þetta er gaman og það er í mörg horn að líta,“ segir Sigurgeir. „Maður reynir að vera tímanlega í að bóka fólk og leggja línurnar með prógrammið. Það hefur alltaf verið góð mæting í Reykholti, enda upplagt fyrir fólk sem vill skreppa eitthvað út úr bænum að bruna þangað og skoða sig aðeins um, það er ekki nema klukkutíma akstur. Svo er auðvitað fullt af fólki búsett nær og sumarhúsabyggðir rétt hjá.“ Flytjendur á Reykholtshátíðinni í ár eru: Ari Þór Vilhjálmsson fiðla, Domenico Codispoti píanó, Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran, Jan Bastianan Neven selló, Lonneke Van Straalen fiðla, Sif Margrét Tulinius fiðla, Sigurgeir Agnarsson selló, Steinunn Birna Rangarsdóttir píanó og Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira