Tónlist

Tekur sér pásu frá plötuútgáfu

Gunnar Leó Pálsson skrifar
netið ákjósanlegt Friðrik Dór Jónsson ætlar að hvíla sig á plötuútgáfu á meðan að plötusala er í lágmarki.
netið ákjósanlegt Friðrik Dór Jónsson ætlar að hvíla sig á plötuútgáfu á meðan að plötusala er í lágmarki. mynd/ernir
„Ég er að gera lag og lag þessa dagana og hef verið að vinna bæði með StopWaitGo og Ólafi Arnalds sem er mjög skemmtilegt,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson sem undirbýr nýtt efni þessa dagana. „Það er mikið að gera hjá báðum aðilum en ég hef fulla trú á að það koma eitthvað gott út úr þessu samstarfi, enda Óli mikill fagmaður og StopWaitGo-strákarnir einnig,“ bætir Friðrik við.

Hann ætlar þó ekki að gefa út plötu á næstunni enda hefur plötusala oft verið meiri en um þessar mundir. „Það eru eflaust fullt af listamönnum sem hafa hag að því að gefa út plötu en það er vænlegra fyrir mig að gefa út á netinu. Menn eru ekkert að græða mikið á plötusölu í dag og það kostar skildinginn að gefa út. Ég hugsa að ég gefi bara út á netinu á næstunni,“ útskýrir Friðrik.

Hann segir nýtt lag vera væntanlegt frá sér í sumar. „Vonandi fer eitthvað af þessu sem ég hef verið að vinna með strákunum að klárast. Ég stefni allavega á að gefa út lag í sumar.“

Spurður út í samstarf með bróður sínum, Jóni Ragnari Jónssyni, segir Friðrik ekki mikið að frétta að því. „Við skiptumst bara á hugmyndum og sýnum hvor öðrum það sem við erum að gera. Þetta er bara bræðraást en við erum ekkert að fara að gefa út saman á næstunni.“

Þeir bræður verða þó að spila á sömu stöðum á sömu dögum um verslunarmannahelgina. „Þetta er algjör snilld, við verðum saman á ferð og flugi. Við erum í Eyjum á föstudagskvöld, Ungmennafélagsmótinu á laugardagskvöld og á Ísafirði á sunnudagskvöldið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.