Ekki nógu sexý? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. júlí 2014 07:00 Rúmlega fimm hundruð konur yfir fimmtugu eru skráðar langtímaatvinnulausar hjá Vinnumálastofnun og 330 hafa verið það í meira en ár, að því er fram kemur í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Þar er haft eftir Karli Sigurðssyni, vinnumarkaðssérfræðingi hjá Vinnumálastofnun, að það veitist konum á þessum aldri erfiðara að komast aftur inn á vinnumarkaðinn ef þær missi vinnuna en öðrum hópum. Ekki er Karl inntur eftir hugsanlegum skýringum á þessu í fréttinni, þessari staðreynd er bara slegið fram eins og ekkert sé eðlilegra. Eins og konur yfir fimmtugt séu komnar fram yfir síðasta söludag í huga atvinnurekanda og um það sé þegjandi samkomulag. Vandséð er hver rökin fyrir þeirri stefnu gætu verið. Flestum ber saman um að eldri konur séu samviskusamir starfskraftar og taki færri veikindadaga en yngri konur þar sem þær eru ekki með börn heima. Ekki þarf að óttast að þær fari í barneignarfrí og starfsreynslan sem þær búa yfir ætti að vera eftirsóknarverð í hverju því fyrirtæki sem leggur eitthvað upp úr því að ráða starfsfólk sem kann að vinna og leggur metnað í að skila góðu verki. Skýringanna er sem sé vart að leita í því að konur á þessum aldri séu ekki góðir starfskraftar, hér liggur eitthvað annað að baki. Mikið hefur verið rætt og ritað um æskudýrkun á íslenskum vinnumarkaði og samkvæmt þessu virðist sú dýrkun beinast í ríkari mæli að ungum konum en körlum. Karlar yfir fimmtugt eiga ekki við sama vanda að glíma og jafnöldrur þeirra, síðasti söludagur þeirra kemur mun síðar á ævinni. Getur verið að á þessum femínísku tímum með lögsetningum um jafnan hlut karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja og hjá opinberum stofnunum velji atvinnurekendur enn konur eftir útliti en ekki starfsgetu? Er kvenlegur þokki meira virði þegar valið er í stöður en starfsreynsla og þekking? Og ef sú er raunin, stenst það lög? Hefur kvennahreyfingin engan áhuga á að skoða þetta mál ofan í kjölinn? Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri vakti fyrr á árinu máls á því að upplifun eldri kvenna væri sú að þær væru allt að því útskúfaðar úr samfélaginu. Að þær væru nánast ósýnilegar, ómarktækar og dæmdar úr leik. Sú yfirlýsing skilaði stuttu viðtali í útvarpi en síðan ekki söguna meir. Umræðan var ekki tekin upp af kvennabaráttuhópum eða fjölmiðlum og rann hægt og hljóðalaust út í sandinn. Áhuginn fyrir að skoða hvort þetta væri rétt hjá Þórhildi reyndist sáralítill sem, eins kaldhæðnislegt og það nú er, renndi enn frekari stoðum undir þessa fullyrðingu hennar. Í raun var samfélagið að segja að það þyrfti ekkert að hlusta á kellingar sem komnar væru úr barneign og þar með hættar að funkera sem kynverur. Þau viðbrögð þurfa reyndar ekki að koma á óvart því ef lögin um jafnrétti kynjanna eru skoðuð kemur í ljós að þar er hvergi minnst á starfsreynslu og -aldur kvenna þegar tryggja á jafnrétti til starfa, enda virðast lögin að miklu leyti miðast við að gera konum á barneignaraldri kleift að samræma vinnu og barnauppeldi. Eftir að því lýkur virðist ekki gert ráð fyrir þeim meir. Þær eiga sjálfsagt bara að fara heim og prjóna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Rúmlega fimm hundruð konur yfir fimmtugu eru skráðar langtímaatvinnulausar hjá Vinnumálastofnun og 330 hafa verið það í meira en ár, að því er fram kemur í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Þar er haft eftir Karli Sigurðssyni, vinnumarkaðssérfræðingi hjá Vinnumálastofnun, að það veitist konum á þessum aldri erfiðara að komast aftur inn á vinnumarkaðinn ef þær missi vinnuna en öðrum hópum. Ekki er Karl inntur eftir hugsanlegum skýringum á þessu í fréttinni, þessari staðreynd er bara slegið fram eins og ekkert sé eðlilegra. Eins og konur yfir fimmtugt séu komnar fram yfir síðasta söludag í huga atvinnurekanda og um það sé þegjandi samkomulag. Vandséð er hver rökin fyrir þeirri stefnu gætu verið. Flestum ber saman um að eldri konur séu samviskusamir starfskraftar og taki færri veikindadaga en yngri konur þar sem þær eru ekki með börn heima. Ekki þarf að óttast að þær fari í barneignarfrí og starfsreynslan sem þær búa yfir ætti að vera eftirsóknarverð í hverju því fyrirtæki sem leggur eitthvað upp úr því að ráða starfsfólk sem kann að vinna og leggur metnað í að skila góðu verki. Skýringanna er sem sé vart að leita í því að konur á þessum aldri séu ekki góðir starfskraftar, hér liggur eitthvað annað að baki. Mikið hefur verið rætt og ritað um æskudýrkun á íslenskum vinnumarkaði og samkvæmt þessu virðist sú dýrkun beinast í ríkari mæli að ungum konum en körlum. Karlar yfir fimmtugt eiga ekki við sama vanda að glíma og jafnöldrur þeirra, síðasti söludagur þeirra kemur mun síðar á ævinni. Getur verið að á þessum femínísku tímum með lögsetningum um jafnan hlut karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja og hjá opinberum stofnunum velji atvinnurekendur enn konur eftir útliti en ekki starfsgetu? Er kvenlegur þokki meira virði þegar valið er í stöður en starfsreynsla og þekking? Og ef sú er raunin, stenst það lög? Hefur kvennahreyfingin engan áhuga á að skoða þetta mál ofan í kjölinn? Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri vakti fyrr á árinu máls á því að upplifun eldri kvenna væri sú að þær væru allt að því útskúfaðar úr samfélaginu. Að þær væru nánast ósýnilegar, ómarktækar og dæmdar úr leik. Sú yfirlýsing skilaði stuttu viðtali í útvarpi en síðan ekki söguna meir. Umræðan var ekki tekin upp af kvennabaráttuhópum eða fjölmiðlum og rann hægt og hljóðalaust út í sandinn. Áhuginn fyrir að skoða hvort þetta væri rétt hjá Þórhildi reyndist sáralítill sem, eins kaldhæðnislegt og það nú er, renndi enn frekari stoðum undir þessa fullyrðingu hennar. Í raun var samfélagið að segja að það þyrfti ekkert að hlusta á kellingar sem komnar væru úr barneign og þar með hættar að funkera sem kynverur. Þau viðbrögð þurfa reyndar ekki að koma á óvart því ef lögin um jafnrétti kynjanna eru skoðuð kemur í ljós að þar er hvergi minnst á starfsreynslu og -aldur kvenna þegar tryggja á jafnrétti til starfa, enda virðast lögin að miklu leyti miðast við að gera konum á barneignaraldri kleift að samræma vinnu og barnauppeldi. Eftir að því lýkur virðist ekki gert ráð fyrir þeim meir. Þær eiga sjálfsagt bara að fara heim og prjóna.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun