Skítameðhöndlun? Teitur Guðmundsson skrifar 22. júlí 2014 07:00 Það er ekki ofsögum sagt að sumum þykir þeir vera meðhöndlaðir á annan hátt en þeir hefðu kosið eða átt von á og er slíkt bagalegt. Margir kynnu að segja að þeir hefðu fengið slæma meðhöndlun eða jafnvel skítameðhöndlun eins og fyrirsögnin gefur til kynna. Í flestum slíkum tilvikum fyndist okkur það ekki gott og líklega ekki til eftirbreytni. Þarna er vissulega verið að leika sér að orðum og er ég í þessari grein á engan hátt að vísa til þess að sjúklingar séu illa meðhöndlaðir, þvert á móti að hvetja til þess að sumir væru beinlínis meðhöndlaðir á þennan hátt í bókstaflegri merkingu, með saur. Það er merkilegt hvað okkur þykir orðið skítur, kúkur, saur eða önnur orð um sama hlutinn hafa neikvæða merkingu, í eðli sínu er um úrgang að ræða og því fylgir umræðunni ákveðin feimni. Skítalykt er heldur ekki sérlega góð og viljum við fyrir alla muni forðast hana og almennt er ekki mikill spenningur fyrir meðhöndlun eða umræðu um saur, nema þá í gamni eða neikvæðum tón eins og að vera skíthæll svo dæmi sé tekið. Vafalaust væri hægt að fylla margar blaðsíður um þetta umræðuefni, en ég vil einbeita mér að hinum jákvæðu hliðum og fjalla um þær í samhengi við sjúkdóma hér á eftir. Við vitum í dag að meltingarvegurinn gegnir afar mikilvægu hlutverki, fyrst og fremst í því efni að melta og frásoga næringarefni, vernda okkur gegn sýkingum og viðhalda styrk okkar með því að hafa jákvæð áhrif á ónæmiskerfið. Undanfarin ár höfum við séð að við andlega vanlíðan og ýmsa sjúkdóma spilar meltingarvegurinn drjúgan þátt þó erfitt sé að átta sig á orsökum og afleiðingum. Sem dæmi þekkja flestir að andlegt ójafnvægi og kvíði getur valdið meltingartruflunum, niðurgangi eða jafnvel hægðatregðu. Flestir hafa talið að slík einkenni væru afleiðing, en hvað ef þar væri að finna orsök? Þá benda rannsóknir til að meltingarflóran sem hver einstaklingur ber með sér sé mikilvægur hluti af líðan viðkomandi, hvort sem er andlega eða líkamlega. Við erum á byrjunarstigi að skilja þessa hluti þó okkur hafi orðið nokkuð ágengt á undanförnum misserum.Röskun á starfseminni Það er of flókið mál að útskýra flóru í meltingarvegi í þessari grein, en til einföldunar skulum við ímynda okkur að hún sé samfélag sem vinnur sameiginlega að einu markmiði, að viðhalda sér og starfssemi sinni. Með því skilar hún heilbrigðum einstaklingi og tryggir frásog næringarefna og útskilnað úrgangsefna. Þannig er auðvelt að sjá fyrir sér að ef röskun verður á þessari starfssemi geti það leitt til sjúkdóma, sérstaklega ef hún er langvarandi eða tíð. Fyrir því geta verið margar ástæður, þær algengustu eru notkun sýkla- og bólgueyðandi lyfja, sýkingar, áfengisneysla, koffein, fæðuval og ýmislegt fleira. Sjúkdómar í meltingarvegi eru margir og má ljóst vera að flestir þeirra tengjast á einn eða annan hátt því hvernig flóra viðkomandi einstaklings er, hið merkilega er þó að það virðist líka hafa áhrif á aðra sjúkdóma svo sem eins og liðagigt, sykursýki af tegund 1 og 2, offitu og metabólískt syndrome, hjarta- og æðasjúkdóma, Parkinson og ýmsan vanda sem tengja má við ónæmissjúkdóma og bólgu. Líklega liggur skýringin í þessu orði „bólga“ en iðulega er hún eða það ástand undanfari sjúkdóma að því er virðist og við erum alltaf að átta okkur betur og betur á því í heimi vísindanna. Þannig að til að taka það fram þá tel ég að skítameðhöndlun geti verið af tvennum toga, hér er ég að vísa í hina eiginlegu meðferð með hægðaflutningi sem er byrjað að framkvæma víða í lækningaskyni. Þar fær sá veiki hægðaflóru úr hraustum einstaklingi í þeim tilgangi að lækna vanda viðkomandi. Sannast sagna hefur náðst ótrúlegur árangur í meðhöndlun sjúkdóma með þessum hætti, mest hefur það verið skoðað í tengslum við ákveðna sýkingu í meltingarvegi sem kallast clostridium difficile, en dæmi eru um að sjúklingar sem hafi verið rúmliggjandi með niðurgang vikum saman hafi lagast á nokkrum dögum. Verið er að skoða þessa tegund meðhöndlunar við mjög mörgum öðrum sjúkdómum í dag samanber hér að ofan og bíðum við spennt eftir niðurstöðum þar að lútandi. Mögulega verður skítameðhöndlun bara standard treatment í framtíðinni, hver veit? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Það er ekki ofsögum sagt að sumum þykir þeir vera meðhöndlaðir á annan hátt en þeir hefðu kosið eða átt von á og er slíkt bagalegt. Margir kynnu að segja að þeir hefðu fengið slæma meðhöndlun eða jafnvel skítameðhöndlun eins og fyrirsögnin gefur til kynna. Í flestum slíkum tilvikum fyndist okkur það ekki gott og líklega ekki til eftirbreytni. Þarna er vissulega verið að leika sér að orðum og er ég í þessari grein á engan hátt að vísa til þess að sjúklingar séu illa meðhöndlaðir, þvert á móti að hvetja til þess að sumir væru beinlínis meðhöndlaðir á þennan hátt í bókstaflegri merkingu, með saur. Það er merkilegt hvað okkur þykir orðið skítur, kúkur, saur eða önnur orð um sama hlutinn hafa neikvæða merkingu, í eðli sínu er um úrgang að ræða og því fylgir umræðunni ákveðin feimni. Skítalykt er heldur ekki sérlega góð og viljum við fyrir alla muni forðast hana og almennt er ekki mikill spenningur fyrir meðhöndlun eða umræðu um saur, nema þá í gamni eða neikvæðum tón eins og að vera skíthæll svo dæmi sé tekið. Vafalaust væri hægt að fylla margar blaðsíður um þetta umræðuefni, en ég vil einbeita mér að hinum jákvæðu hliðum og fjalla um þær í samhengi við sjúkdóma hér á eftir. Við vitum í dag að meltingarvegurinn gegnir afar mikilvægu hlutverki, fyrst og fremst í því efni að melta og frásoga næringarefni, vernda okkur gegn sýkingum og viðhalda styrk okkar með því að hafa jákvæð áhrif á ónæmiskerfið. Undanfarin ár höfum við séð að við andlega vanlíðan og ýmsa sjúkdóma spilar meltingarvegurinn drjúgan þátt þó erfitt sé að átta sig á orsökum og afleiðingum. Sem dæmi þekkja flestir að andlegt ójafnvægi og kvíði getur valdið meltingartruflunum, niðurgangi eða jafnvel hægðatregðu. Flestir hafa talið að slík einkenni væru afleiðing, en hvað ef þar væri að finna orsök? Þá benda rannsóknir til að meltingarflóran sem hver einstaklingur ber með sér sé mikilvægur hluti af líðan viðkomandi, hvort sem er andlega eða líkamlega. Við erum á byrjunarstigi að skilja þessa hluti þó okkur hafi orðið nokkuð ágengt á undanförnum misserum.Röskun á starfseminni Það er of flókið mál að útskýra flóru í meltingarvegi í þessari grein, en til einföldunar skulum við ímynda okkur að hún sé samfélag sem vinnur sameiginlega að einu markmiði, að viðhalda sér og starfssemi sinni. Með því skilar hún heilbrigðum einstaklingi og tryggir frásog næringarefna og útskilnað úrgangsefna. Þannig er auðvelt að sjá fyrir sér að ef röskun verður á þessari starfssemi geti það leitt til sjúkdóma, sérstaklega ef hún er langvarandi eða tíð. Fyrir því geta verið margar ástæður, þær algengustu eru notkun sýkla- og bólgueyðandi lyfja, sýkingar, áfengisneysla, koffein, fæðuval og ýmislegt fleira. Sjúkdómar í meltingarvegi eru margir og má ljóst vera að flestir þeirra tengjast á einn eða annan hátt því hvernig flóra viðkomandi einstaklings er, hið merkilega er þó að það virðist líka hafa áhrif á aðra sjúkdóma svo sem eins og liðagigt, sykursýki af tegund 1 og 2, offitu og metabólískt syndrome, hjarta- og æðasjúkdóma, Parkinson og ýmsan vanda sem tengja má við ónæmissjúkdóma og bólgu. Líklega liggur skýringin í þessu orði „bólga“ en iðulega er hún eða það ástand undanfari sjúkdóma að því er virðist og við erum alltaf að átta okkur betur og betur á því í heimi vísindanna. Þannig að til að taka það fram þá tel ég að skítameðhöndlun geti verið af tvennum toga, hér er ég að vísa í hina eiginlegu meðferð með hægðaflutningi sem er byrjað að framkvæma víða í lækningaskyni. Þar fær sá veiki hægðaflóru úr hraustum einstaklingi í þeim tilgangi að lækna vanda viðkomandi. Sannast sagna hefur náðst ótrúlegur árangur í meðhöndlun sjúkdóma með þessum hætti, mest hefur það verið skoðað í tengslum við ákveðna sýkingu í meltingarvegi sem kallast clostridium difficile, en dæmi eru um að sjúklingar sem hafi verið rúmliggjandi með niðurgang vikum saman hafi lagast á nokkrum dögum. Verið er að skoða þessa tegund meðhöndlunar við mjög mörgum öðrum sjúkdómum í dag samanber hér að ofan og bíðum við spennt eftir niðurstöðum þar að lútandi. Mögulega verður skítameðhöndlun bara standard treatment í framtíðinni, hver veit?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun