Frumflutningur á Vísi: Samdi lag á hjóli á leiðinni heim Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2014 10:00 Kristín heldur tónleika í kvöld og ætlar að syngja frá hjartanu. F48160714 kristín Mynd/úr einkasafni „Það var mikill heiður að fá að vinna með þessum snillingum, Ómari og Kristjönu. Algjör forréttindi að vera þátttakandi í flæðinu sem myndast þegar tónlistarmenn vinna saman og skapa. Það eru töfrar hreint og beint,“ segir söngkonan Kristín Stefánsdóttir. Hún gaf nýverið út lagið Both Feet on the Ground og frumflytur það á Lífinu á Visir.is en lagið fylgir fréttinni. Lag og texti er eftir Kristínu sjálfa en lagið var unnið í samvinnu við tónlistarmennina Kristjönu Stefánsdóttur og Ómar Guðjónsson. Kristín hefur undanfarin ár stundað nám við Complete Vocal-söngskólann í Kaupmannahöfn og er lagið einmitt innblásið af námi hennar þar. „Lag og texti varð til á nokkrum mínútum þegar ég var að hjóla heim eins og sönnum Dana sæmir. Eftir krefjandi dag þar sem við þurftum að kafa djúpt í okkur varð það til og fjallar um hversu mikilvægt það er að finna sitt grúv eða sinn stað í lífinu. Það er þinn sérstaki staður sem er einstakur af því við erum öll algjörlega einstök og það er bara til eitt eintak af hverjum,“ segir Kristín. Hún heldur tónleika á Café Deluxe í Hafnarfirði í kvöld ásamt Helga Má Hannessyni píanóleikara. Þar munu þau taka djassstandarda og perlur úr poppheiminum og að sjálfsögðu nýja lagið hennar. „Mér hefur verið sagt að lagið líkist í raun ekki neinu. Eða sé allavega ólíkt því sem ég syng vanalega, en ég er með frekar dökka rödd og elska þess vegna til dæmis Carpenters og lög með mikla sál. Það verður mikil ást á tónleikunum í kvöld og sungið frá hjartanu,“ segir Kristín og bætir við að framundan séu spennandi tímar. „Ég er búin að semja annað lag sem mun koma út á næstunni og er ég strax farin að hlakka til að frumflytja það.“ Tónlist Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það var mikill heiður að fá að vinna með þessum snillingum, Ómari og Kristjönu. Algjör forréttindi að vera þátttakandi í flæðinu sem myndast þegar tónlistarmenn vinna saman og skapa. Það eru töfrar hreint og beint,“ segir söngkonan Kristín Stefánsdóttir. Hún gaf nýverið út lagið Both Feet on the Ground og frumflytur það á Lífinu á Visir.is en lagið fylgir fréttinni. Lag og texti er eftir Kristínu sjálfa en lagið var unnið í samvinnu við tónlistarmennina Kristjönu Stefánsdóttur og Ómar Guðjónsson. Kristín hefur undanfarin ár stundað nám við Complete Vocal-söngskólann í Kaupmannahöfn og er lagið einmitt innblásið af námi hennar þar. „Lag og texti varð til á nokkrum mínútum þegar ég var að hjóla heim eins og sönnum Dana sæmir. Eftir krefjandi dag þar sem við þurftum að kafa djúpt í okkur varð það til og fjallar um hversu mikilvægt það er að finna sitt grúv eða sinn stað í lífinu. Það er þinn sérstaki staður sem er einstakur af því við erum öll algjörlega einstök og það er bara til eitt eintak af hverjum,“ segir Kristín. Hún heldur tónleika á Café Deluxe í Hafnarfirði í kvöld ásamt Helga Má Hannessyni píanóleikara. Þar munu þau taka djassstandarda og perlur úr poppheiminum og að sjálfsögðu nýja lagið hennar. „Mér hefur verið sagt að lagið líkist í raun ekki neinu. Eða sé allavega ólíkt því sem ég syng vanalega, en ég er með frekar dökka rödd og elska þess vegna til dæmis Carpenters og lög með mikla sál. Það verður mikil ást á tónleikunum í kvöld og sungið frá hjartanu,“ segir Kristín og bætir við að framundan séu spennandi tímar. „Ég er búin að semja annað lag sem mun koma út á næstunni og er ég strax farin að hlakka til að frumflytja það.“
Tónlist Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira