Karlrembusvínið Mahler Jónas Sen skrifar 17. júlí 2014 13:00 Tónlistarkonurnar. "Söngurinn var dálítið hrár en sótti í sig veðrið. Píanóleikurinn hefði mátt vera tilþrifameiri.“ Mynd/Úr einkasafni Tónlist: Ást þvers og kruss Margrét Hrafnsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 15. júlí. Ástamál, bæði góð og slæm, hafa verið mörgu tónskáldinu innblástur. Þau hafa líka verið efni í misgóðar kvikmyndir, sú versta sennilega Immortal Beloved, sem fjallar um Beethoven. Hún er byggð á óttalegri þvælu sem hér er óþarfi að rekja. Það er þó staðreynd að hann elskaði konu sem var gift öðrum og sú ást í meinum hefur örugglega verið kveikjan að einhverri tónlist. Beethoven var reyndar ekki á dagskránni á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, en þeir voru engu að síður helgaðir ástinni og ástamálum nokkurra tónskálda. Dagskráin var forvitnileg, því þar voru m.a. flutt sjaldheyrð lög eftir Ölmu Mahler, eiginkonu Gustavs. Gustav tók Ölmu tali við upphaf sambands þeirra, en hún var nítján árum yngri en hann og upprennandi tónskáld. Honum fannst ekki við hæfi að hún væri að fást við tónsmíðar, því hann væri tónskáld! Það mætti ekki vera samkeppni á milli þeirra. Skilyrði fyrir hjónabandi væri að hún léti tónsmíðarnar eiga sig. En löngu síðar, þegar hjónabandið hafði versnað til muna, sá Gustav eftir karlrembustælunum og lét gefa út fimm lög eiginkonunnar. Þau voru m.a. flutt á tónleikunum. Lögin voru áhugaverð, en nutu sín ekki alveg hér. Margrét Hrafnsdóttir sópran söng þau við meðleik Hrannar Þráinsdóttur píanóleikara. Lögin voru snemma á dagskránni og söngkonan var ekki komin á flugið sem hún var á síðar á tónleiknum. Söngurinn var jú hreinn en röddina skorti fágun. Píanóleikurinn var líka dálítið litlaus, stuðningurinn við sönginn hefði vel mátt vera meiri. Svipaða sögu er að segja um Rhenlegendchen eftir Gustav Mahler, og einnig Enfant, si j'etais rois eftir Franz Liszt. Þar var píanóleikurinn óttalega linkulegur. Töluverð breidd er í tónlistinni, allt frá viðkvæmni og innhverfu upp í magnaðar tilfinningasprengjur. En þá verður píanóleikarinn líka að sleppa sér. Liszt var tengdafaðir Wagners, og tónleikunum lauk með Wesendonk-ljóðunum eftir þann síðarnefnda. Matthilda Wesendonk var ljóðskáld sem einhverjar vísbendingar eru um að Wagner hafi átt vingott við. Hann samdi forkunnarfagra tónlist við fimm ljóð hennar og hér var Margrét í essinu sínu. Hún náði fullkomlega mystíkinni í tónlistinni, fangaði anda hennar og miðlaði til áheyrenda. Röddin var líka orðin mýkri og fágaðri, útkoman var frábær. Píanóleikur Hrannar var jafnframt á margan hátt góður, helst mátti finna að óþarfa óróleika í Der Engel og óskýrleika og kraftleysi í Stehe still. En dulúðin í Im Treibhaus var einstaklega fallega útfærð hjá henni, og hin lögin komu sömuleiðis prýðilega út.Niðurstaða: Söngurinn var dálítið hrár en sótti í sig veðrið. Píanóleikurinn hefði mátt vera tilþrifameiri. Engu að síður áhugaverð dagskrá. Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist: Ást þvers og kruss Margrét Hrafnsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 15. júlí. Ástamál, bæði góð og slæm, hafa verið mörgu tónskáldinu innblástur. Þau hafa líka verið efni í misgóðar kvikmyndir, sú versta sennilega Immortal Beloved, sem fjallar um Beethoven. Hún er byggð á óttalegri þvælu sem hér er óþarfi að rekja. Það er þó staðreynd að hann elskaði konu sem var gift öðrum og sú ást í meinum hefur örugglega verið kveikjan að einhverri tónlist. Beethoven var reyndar ekki á dagskránni á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, en þeir voru engu að síður helgaðir ástinni og ástamálum nokkurra tónskálda. Dagskráin var forvitnileg, því þar voru m.a. flutt sjaldheyrð lög eftir Ölmu Mahler, eiginkonu Gustavs. Gustav tók Ölmu tali við upphaf sambands þeirra, en hún var nítján árum yngri en hann og upprennandi tónskáld. Honum fannst ekki við hæfi að hún væri að fást við tónsmíðar, því hann væri tónskáld! Það mætti ekki vera samkeppni á milli þeirra. Skilyrði fyrir hjónabandi væri að hún léti tónsmíðarnar eiga sig. En löngu síðar, þegar hjónabandið hafði versnað til muna, sá Gustav eftir karlrembustælunum og lét gefa út fimm lög eiginkonunnar. Þau voru m.a. flutt á tónleikunum. Lögin voru áhugaverð, en nutu sín ekki alveg hér. Margrét Hrafnsdóttir sópran söng þau við meðleik Hrannar Þráinsdóttur píanóleikara. Lögin voru snemma á dagskránni og söngkonan var ekki komin á flugið sem hún var á síðar á tónleiknum. Söngurinn var jú hreinn en röddina skorti fágun. Píanóleikurinn var líka dálítið litlaus, stuðningurinn við sönginn hefði vel mátt vera meiri. Svipaða sögu er að segja um Rhenlegendchen eftir Gustav Mahler, og einnig Enfant, si j'etais rois eftir Franz Liszt. Þar var píanóleikurinn óttalega linkulegur. Töluverð breidd er í tónlistinni, allt frá viðkvæmni og innhverfu upp í magnaðar tilfinningasprengjur. En þá verður píanóleikarinn líka að sleppa sér. Liszt var tengdafaðir Wagners, og tónleikunum lauk með Wesendonk-ljóðunum eftir þann síðarnefnda. Matthilda Wesendonk var ljóðskáld sem einhverjar vísbendingar eru um að Wagner hafi átt vingott við. Hann samdi forkunnarfagra tónlist við fimm ljóð hennar og hér var Margrét í essinu sínu. Hún náði fullkomlega mystíkinni í tónlistinni, fangaði anda hennar og miðlaði til áheyrenda. Röddin var líka orðin mýkri og fágaðri, útkoman var frábær. Píanóleikur Hrannar var jafnframt á margan hátt góður, helst mátti finna að óþarfa óróleika í Der Engel og óskýrleika og kraftleysi í Stehe still. En dulúðin í Im Treibhaus var einstaklega fallega útfærð hjá henni, og hin lögin komu sömuleiðis prýðilega út.Niðurstaða: Söngurinn var dálítið hrár en sótti í sig veðrið. Píanóleikurinn hefði mátt vera tilþrifameiri. Engu að síður áhugaverð dagskrá.
Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira