Íslenski boltinn

Arnar Már á förum frá Stjörnunni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Arnar Már Björgvinsson.
Arnar Már Björgvinsson.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Arnar Már Björgvinsson, leikmaður liðsins, væri á leiðinni til Bandaríkjanna í lögfræðinám í haust.

Rúnar útilokaði ekki að Arnar myndi fljúga heim til þess að ná leikjum en staðfesti að hann myndi ekki missa af mörgum leikjum.

„Hann fer utan í haust að klára lögfræðinám en hann mun ekki missa af mörgum leikjum. Við erum að velta hlutunum fyrir okkur og vonandi getum við styrkt hópinn eitthvað fyrir átökin sem eru fram undan.

Ef við náum því ekki þá tökum við því bara þannig. Við erum með augun og eyrun opin og ef okkur býðst einhver spennandi kostur munum við skoða það ítarlega,“ sagði Rúnar Páll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×