Dráp fyrir auga, morð fyrir tönn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. júlí 2014 07:00 Fólk er yfirleitt heldur gott – svona þegar því er sjálfrátt og það er óbrjálað af lygum og hóprógi. Manneskjur eru upp til hópa forvitnar, óáreitnar og greiðviknar, hafi þær á annað borð óskerta hæfileika til samlíðunar; þær finna til með þeim sem eiga bágt og vilja gjarnan rétta þeim hjálparhönd – sé það ekki alltof mikið vesen – þær vilja helst ekki vinna öðrum mein. Tannsmiðurinn Ingrid vill gjarnan kynnast húsverðinum Ahmed sem hefur velviljaðan áhuga á sporvagnsstjóranum Boris… Það kostar venjulega og heilbrigða manneskju ógurlegt átak að drepa aðra manneskju, og þeir sem í slíka ógæfu rata jafna sig oft aldrei á því. Þess vegna þurfa hermenn að ganga í gegnum grimma þjálfun áður en þeir geta gengið til mannvíga. Halldór Laxness skrifaði einhvern tímann í grein um Víetnamstríðið að enginn maður eigi að drepa fleiri en hann geti borðað sjálfur. Þar hitti hann naglann á höfuðið – að vanda. En dæmin sanna líka að manneskjan er furðu veik fyrir tröllasögum um illsku annarra; það er auðvelt að innræta fólki að aðrir sitji á svikráðum við það og telja því trú um að það þurfi að verja sig og sína, eigi það að halda lífi – og þá fremur hópum en einstaklingum – jafnvel að verða fyrri til, með svokölluðum „fyrirbyggjandi aðgerðum“. Meira að segja hér í Norður-Evrópu, þar sem menn hafa löngum haft þá sjálfsmynd að þeir séu víðsýnir og umburðarlyndir, eru æ fleiri sem virðist hægt að telja trú um að þeim standi einhver sérstök ógn af pakistönskum kjósksala, sómölskum lækni eða möntvaskeiganda frá Kýpur.Óvinir „okkar“ Og áður en varir heltekur illskan mætasta fólk. Í heiminum starfa öfl sem hafa ómældan hag af því að sá tortryggni og illsku þjóða og hópa í milli – ekki síst vopnaframleiðendur og valdsmenn sem þurfa „aðsteðandi ógn“ til að hlaða undir vald sitt; og ekki þarf að fylgjast lengi með bandarísku sjónvarpsefni og bíómyndum til að sjá að þar er lögð stund á markvissa óttaframleiðslu. Á 19. öld og fram eftir þeirri 20. var gyðingahatur skelfilegt samfélagsmein í Evrópu, og náði meira að segja hingað til lands. Alls konar öfl sáu sér hag í því að útmála gyðinga sem óvini „okkar“, og skipti þá engu máli hvort um var að ræða gyðinga sem trúir voru aldagömlum siðum í sinn hóp eða aðra sem kastað höfðu trúnni en voru útmálaðir sem úlfar í sauðargæru. Gyðingum var kennt um hvers kyns ófarir og óáran, gert var gys að siðum þeirra og þeir smánaðir og lítillækkaðir – svo að minnir á þá meðferð sem múslimar mega sæta nú á dögum í ýmsum Evrópulöndum. Gyðingaandúðin sem alið var á í Evrópu fékk að vaxa óátalin uns hún náði hámarki hjá nasistum í Þýskalandi og samverkamönnum þeirra, einkum í mið- og austurhluta Evrópu, með helförinni þar sem markmiðið var beinlínis að útrýma gyðingum. Sá hryllingur gleymist ekki og fyrir þau voðaverk verður aldrei bætt. En útrýmingartilraun nasista gefur fólki í Ísrael ekki rétt umfram annað fólk til að sitja yfir hlut annars fólks. Ísraelsmenn hafa ekki meiri rétt til lands í Palestínu en afkomendur þess fólks sem fyrir var í landinu þegar stórfelldir flutningar gyðinga hófust þangað eftir seinna stríð með tilvísunum í fornrit. Ísraelsmenn hafa ekki meiri rétt til þjáningarinnar en það fólk okkar daga sem þeir loka inni á afmörkuðum og rýrum svæðum, skammta slitrótt rafmagn, skammta lélegt vatn, brjótast inn í húsin þess, brjóta þar allt og bramla, ekki síst samfélagslega innviði, niðurlægja í sífellu með margvíslegum hætti eins og herraþjóð gerir jafnan til að skapa ótta hjá undirokuðu fólki. Þetta fólk sem í fréttatímunum er kallað „palestínskir vígamenn“ býr við þau kjör að vera fyrirvaralaust rekið af löndum sínum, hús þess eru jöfnuð við jörðu af jarðýtum, múrar eru byggðir í kringum það, og æmti það hið minnsta rignir yfir það sprengjunum.Hryðjuverk Forsagan um meðferð á gyðingum í Evrópu skýrir ýmislegt í tilveru og sjálfsmynd Ísraelsríkis. Þetta er ríki reist á ótta og fullvissu um aðsteðjandi ógn. Gyðingaofsóknir fyrri alda gáfu Ísraelsmönnum fórnarlambskennd frá byrjun; og þannig upplifa þeir sig enn á meðan þeir sprengja upp hús, drepa börn, sölsa undir sig eigur og land annars fólks. Smám saman hefur almenningsálitið í heiminum snúist gegn hervélinni sem vaxið hefur og vaxið í Ísrael og ræður þar lögum og lofum, fjármögnuð af Bandaríkjamönnun sem skjóta ævinlega skildi fyrir framferði Ísraelsmanna á alþjóðavettvangi enda eru ítök lobbýista á vegum Ísraelsstjórnar enn slík í Bandaríkjunum að óhugsandi er fyrir þingmann að ná kjöri á Bandaríkjaþingi án undangenginna trúnaðareiða við Ísraelsríki. Þegar blokk er jöfnuð við jörðu á Gaza eftir að enn eitt flugskeytið hefur borist þaðan – og geigað – þá er þar um að ræða hóprefsingu og hending ræður hver verður fyrir sprengingunni. Slík dráp eru kennd við hryðjuverk þegar þau bitna á Vesturlandabúum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Fólk er yfirleitt heldur gott – svona þegar því er sjálfrátt og það er óbrjálað af lygum og hóprógi. Manneskjur eru upp til hópa forvitnar, óáreitnar og greiðviknar, hafi þær á annað borð óskerta hæfileika til samlíðunar; þær finna til með þeim sem eiga bágt og vilja gjarnan rétta þeim hjálparhönd – sé það ekki alltof mikið vesen – þær vilja helst ekki vinna öðrum mein. Tannsmiðurinn Ingrid vill gjarnan kynnast húsverðinum Ahmed sem hefur velviljaðan áhuga á sporvagnsstjóranum Boris… Það kostar venjulega og heilbrigða manneskju ógurlegt átak að drepa aðra manneskju, og þeir sem í slíka ógæfu rata jafna sig oft aldrei á því. Þess vegna þurfa hermenn að ganga í gegnum grimma þjálfun áður en þeir geta gengið til mannvíga. Halldór Laxness skrifaði einhvern tímann í grein um Víetnamstríðið að enginn maður eigi að drepa fleiri en hann geti borðað sjálfur. Þar hitti hann naglann á höfuðið – að vanda. En dæmin sanna líka að manneskjan er furðu veik fyrir tröllasögum um illsku annarra; það er auðvelt að innræta fólki að aðrir sitji á svikráðum við það og telja því trú um að það þurfi að verja sig og sína, eigi það að halda lífi – og þá fremur hópum en einstaklingum – jafnvel að verða fyrri til, með svokölluðum „fyrirbyggjandi aðgerðum“. Meira að segja hér í Norður-Evrópu, þar sem menn hafa löngum haft þá sjálfsmynd að þeir séu víðsýnir og umburðarlyndir, eru æ fleiri sem virðist hægt að telja trú um að þeim standi einhver sérstök ógn af pakistönskum kjósksala, sómölskum lækni eða möntvaskeiganda frá Kýpur.Óvinir „okkar“ Og áður en varir heltekur illskan mætasta fólk. Í heiminum starfa öfl sem hafa ómældan hag af því að sá tortryggni og illsku þjóða og hópa í milli – ekki síst vopnaframleiðendur og valdsmenn sem þurfa „aðsteðandi ógn“ til að hlaða undir vald sitt; og ekki þarf að fylgjast lengi með bandarísku sjónvarpsefni og bíómyndum til að sjá að þar er lögð stund á markvissa óttaframleiðslu. Á 19. öld og fram eftir þeirri 20. var gyðingahatur skelfilegt samfélagsmein í Evrópu, og náði meira að segja hingað til lands. Alls konar öfl sáu sér hag í því að útmála gyðinga sem óvini „okkar“, og skipti þá engu máli hvort um var að ræða gyðinga sem trúir voru aldagömlum siðum í sinn hóp eða aðra sem kastað höfðu trúnni en voru útmálaðir sem úlfar í sauðargæru. Gyðingum var kennt um hvers kyns ófarir og óáran, gert var gys að siðum þeirra og þeir smánaðir og lítillækkaðir – svo að minnir á þá meðferð sem múslimar mega sæta nú á dögum í ýmsum Evrópulöndum. Gyðingaandúðin sem alið var á í Evrópu fékk að vaxa óátalin uns hún náði hámarki hjá nasistum í Þýskalandi og samverkamönnum þeirra, einkum í mið- og austurhluta Evrópu, með helförinni þar sem markmiðið var beinlínis að útrýma gyðingum. Sá hryllingur gleymist ekki og fyrir þau voðaverk verður aldrei bætt. En útrýmingartilraun nasista gefur fólki í Ísrael ekki rétt umfram annað fólk til að sitja yfir hlut annars fólks. Ísraelsmenn hafa ekki meiri rétt til lands í Palestínu en afkomendur þess fólks sem fyrir var í landinu þegar stórfelldir flutningar gyðinga hófust þangað eftir seinna stríð með tilvísunum í fornrit. Ísraelsmenn hafa ekki meiri rétt til þjáningarinnar en það fólk okkar daga sem þeir loka inni á afmörkuðum og rýrum svæðum, skammta slitrótt rafmagn, skammta lélegt vatn, brjótast inn í húsin þess, brjóta þar allt og bramla, ekki síst samfélagslega innviði, niðurlægja í sífellu með margvíslegum hætti eins og herraþjóð gerir jafnan til að skapa ótta hjá undirokuðu fólki. Þetta fólk sem í fréttatímunum er kallað „palestínskir vígamenn“ býr við þau kjör að vera fyrirvaralaust rekið af löndum sínum, hús þess eru jöfnuð við jörðu af jarðýtum, múrar eru byggðir í kringum það, og æmti það hið minnsta rignir yfir það sprengjunum.Hryðjuverk Forsagan um meðferð á gyðingum í Evrópu skýrir ýmislegt í tilveru og sjálfsmynd Ísraelsríkis. Þetta er ríki reist á ótta og fullvissu um aðsteðjandi ógn. Gyðingaofsóknir fyrri alda gáfu Ísraelsmönnum fórnarlambskennd frá byrjun; og þannig upplifa þeir sig enn á meðan þeir sprengja upp hús, drepa börn, sölsa undir sig eigur og land annars fólks. Smám saman hefur almenningsálitið í heiminum snúist gegn hervélinni sem vaxið hefur og vaxið í Ísrael og ræður þar lögum og lofum, fjármögnuð af Bandaríkjamönnun sem skjóta ævinlega skildi fyrir framferði Ísraelsmanna á alþjóðavettvangi enda eru ítök lobbýista á vegum Ísraelsstjórnar enn slík í Bandaríkjunum að óhugsandi er fyrir þingmann að ná kjöri á Bandaríkjaþingi án undangenginna trúnaðareiða við Ísraelsríki. Þegar blokk er jöfnuð við jörðu á Gaza eftir að enn eitt flugskeytið hefur borist þaðan – og geigað – þá er þar um að ræða hóprefsingu og hending ræður hver verður fyrir sprengingunni. Slík dráp eru kennd við hryðjuverk þegar þau bitna á Vesturlandabúum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun