Gullplatan kom skemmtilega á óvart Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. júlí 2014 09:00 Hljómsveitin Kaleo hefur selt yfir fimm þúsund eintök af plötunni sinni og fékk því afhenta gullplötu á dögunum. vísir/arnþór „Þetta kemur mikið á óvart og við erum í skýjunum með viðtökurnar,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin fékk fyrir skömmu afhenta gullplötu fyrir sína fyrstu plötu sem er samnefnd hljómsveitinni. Platan kom út í lok nóvember og fékk frábærar viðtökur. „Þetta er sérstaklega mikil viðurkenning þar sem plötusala hefur dregist mikið saman. Íslendingar eru þó duglegir að styðja unga íslenska tónlistarmenn,“ bætir Jökull við. Sveitin er farin að vinna að nýju efni og stefna þeir félagar á að senda frá sér nýtt lag á næstunni. Kaleo hefur verið mikið á ferðinni að undanförnu og nóg að gera fram undan. „Það hefur verið gífurlega mikið að gera síðan fyrir jól. Við höfum spilað á mörgum skemmtilegum viðburðum úti á landi. Við fórum í tónleikaferðalag til Danmerkur, Lettlands og Eistlands og fólkið tók mjög vel á móti okkur. Við komum einnig fram í ríkisútvarpinu og ríkissjónvarpinu í Eistlandi,“ útskýrir Jökull. Kaleo er á leið til Færeyja þar sem sveitin kemur fram á G-Festival um næstu helgi. „Þetta verða okkar fyrstu tónleikar í Færeyjum og við höfum heyrt ýmislegt gott um hátíðina.“ Þeim félögum var boðið að spila á Íslendingahátíð í Kanada um verslunarmannahelgina en völdu frekar að þeysast um Ísland. „Við erum á Þjóðhátíð á föstudagskvöldið, Siglufirði á laugardagskvöldið og svo á Akureyri á sunnudagskvöldið.“ Tónlist Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta kemur mikið á óvart og við erum í skýjunum með viðtökurnar,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin fékk fyrir skömmu afhenta gullplötu fyrir sína fyrstu plötu sem er samnefnd hljómsveitinni. Platan kom út í lok nóvember og fékk frábærar viðtökur. „Þetta er sérstaklega mikil viðurkenning þar sem plötusala hefur dregist mikið saman. Íslendingar eru þó duglegir að styðja unga íslenska tónlistarmenn,“ bætir Jökull við. Sveitin er farin að vinna að nýju efni og stefna þeir félagar á að senda frá sér nýtt lag á næstunni. Kaleo hefur verið mikið á ferðinni að undanförnu og nóg að gera fram undan. „Það hefur verið gífurlega mikið að gera síðan fyrir jól. Við höfum spilað á mörgum skemmtilegum viðburðum úti á landi. Við fórum í tónleikaferðalag til Danmerkur, Lettlands og Eistlands og fólkið tók mjög vel á móti okkur. Við komum einnig fram í ríkisútvarpinu og ríkissjónvarpinu í Eistlandi,“ útskýrir Jökull. Kaleo er á leið til Færeyja þar sem sveitin kemur fram á G-Festival um næstu helgi. „Þetta verða okkar fyrstu tónleikar í Færeyjum og við höfum heyrt ýmislegt gott um hátíðina.“ Þeim félögum var boðið að spila á Íslendingahátíð í Kanada um verslunarmannahelgina en völdu frekar að þeysast um Ísland. „Við erum á Þjóðhátíð á föstudagskvöldið, Siglufirði á laugardagskvöldið og svo á Akureyri á sunnudagskvöldið.“
Tónlist Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira