Hraun og hrossaskítur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. júlí 2014 00:00 Fréttir af meintu gullæði ferðaþjónustuaðila hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Nefnd hafa verið dæmi um næturgistingu í eins manns herbergi á gistihúsi fyrir meira en hundrað þúsund krónur, kökusneiðar á fjórtán hundruð krónur og íslenskt sælgæti í túristaumbúðum kennt við hraun og hrossaskít á þreföldu verði sama sælgætis í sínum upphaflegu umbúðum. Það berast fréttir af fólki sem flytur inn á vini og ættingja eða í hjólhýsi til að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna, á uppsprengdu verði auðvitað. Allt þykir þetta til vitnis um græðgi Íslendinga. Stutt er í hneykslunartóninn í „hlutlausum“ fréttaflutningnum og oft er gefið í skyn að svona gætu engir nema Íslendingar hegðað sér. En er það nú alveg víst? Allir sem ferðast hafa til frægra ferðamannastaða kannast við það að nálægt þeim er gisting, matur og drykkur á mun hærra verði en annars staðar í viðkomandi borg eða landi. Það þykir sjálfsagt mál að ferðamenn borgi meira en innfæddir sem flestir hverjir forðast að koma nálægt þeim stöðum þar sem túristamergðin er mest og myndi aldrei detta í hug að borða eða drekka, hvað þá gista á stöðum sem miða verðlag sitt við túristana. Fyrr mætti nú vera heimskan. Það sem aðgreinir „gullæði“ Íslendinga frá því sem tíðkast annars staðar er hins vegar að þegar staðir sem vinsælir eru hjá ferðamönnum hækka verðið upp úr öllu valdi þá gera allir aðrir það líka. Það eru engir lókal pöbbar þar sem fólk úr nágrenninu getur borðað sinn fisk eða drukkið sinn bjór á verði sem miðast við tekjur venjulegs Íslendings en ekki meinta erlenda auðkýfinga. Gæði staðarins, þjónustustig eða fjölbreytni í framboði virðast heldur ekki hafa neitt með verðlagninguna að gera og það getur verið dýrara að borða hamborgara í vegasjoppu en góða máltíð á virtu veitingahúsi. Þjónustuaðilar virðast hugsa sem svo að fyrst Jón á horninu getur hækkað verðið hjá sér hljóti þeir að geta leyft sér það líka burtséð frá því hvort þeir séu í sama gæðaflokki. Að því leyti má kannski segja að græðgin sé að bera ferðaþjónustuaðilana ofurliði, þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því að til þess að geta verðlagt þjónustuna í topp þarf hún að vera af mestu gæðum. Að selja rusl á sama verði og góða vöru kemur söluaðilanum sjálfum fyrr eða síðar í koll. Orðsporið berst hratt á snjallsímaöld og síður eins og Tripadvisor, þar sem ferðamenn sjálfir skrifa dóma um gæði staða, hafa umsvifalaust áhrif á aðsókn að þeim stöðum sem ekki eru að standa sig. Það er því rekstraraðilum staðanna sjálfum fyrir bestu að hugsa dálítið um gæðin áður en þeir ákveða verðið. Flestir sem sækja Ísland heim eru ágætlega sjóaðir ferðamenn sem kynna sér aðstæður fyrirfram, vita eftir hverju þeir eru að sækjast og láta ekki bjóða sér vitleysu til lengdar. Þeir kunna nefnilega bæði að lesa, reikna og leggja saman tvo og tvo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Fréttir af meintu gullæði ferðaþjónustuaðila hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Nefnd hafa verið dæmi um næturgistingu í eins manns herbergi á gistihúsi fyrir meira en hundrað þúsund krónur, kökusneiðar á fjórtán hundruð krónur og íslenskt sælgæti í túristaumbúðum kennt við hraun og hrossaskít á þreföldu verði sama sælgætis í sínum upphaflegu umbúðum. Það berast fréttir af fólki sem flytur inn á vini og ættingja eða í hjólhýsi til að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna, á uppsprengdu verði auðvitað. Allt þykir þetta til vitnis um græðgi Íslendinga. Stutt er í hneykslunartóninn í „hlutlausum“ fréttaflutningnum og oft er gefið í skyn að svona gætu engir nema Íslendingar hegðað sér. En er það nú alveg víst? Allir sem ferðast hafa til frægra ferðamannastaða kannast við það að nálægt þeim er gisting, matur og drykkur á mun hærra verði en annars staðar í viðkomandi borg eða landi. Það þykir sjálfsagt mál að ferðamenn borgi meira en innfæddir sem flestir hverjir forðast að koma nálægt þeim stöðum þar sem túristamergðin er mest og myndi aldrei detta í hug að borða eða drekka, hvað þá gista á stöðum sem miða verðlag sitt við túristana. Fyrr mætti nú vera heimskan. Það sem aðgreinir „gullæði“ Íslendinga frá því sem tíðkast annars staðar er hins vegar að þegar staðir sem vinsælir eru hjá ferðamönnum hækka verðið upp úr öllu valdi þá gera allir aðrir það líka. Það eru engir lókal pöbbar þar sem fólk úr nágrenninu getur borðað sinn fisk eða drukkið sinn bjór á verði sem miðast við tekjur venjulegs Íslendings en ekki meinta erlenda auðkýfinga. Gæði staðarins, þjónustustig eða fjölbreytni í framboði virðast heldur ekki hafa neitt með verðlagninguna að gera og það getur verið dýrara að borða hamborgara í vegasjoppu en góða máltíð á virtu veitingahúsi. Þjónustuaðilar virðast hugsa sem svo að fyrst Jón á horninu getur hækkað verðið hjá sér hljóti þeir að geta leyft sér það líka burtséð frá því hvort þeir séu í sama gæðaflokki. Að því leyti má kannski segja að græðgin sé að bera ferðaþjónustuaðilana ofurliði, þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því að til þess að geta verðlagt þjónustuna í topp þarf hún að vera af mestu gæðum. Að selja rusl á sama verði og góða vöru kemur söluaðilanum sjálfum fyrr eða síðar í koll. Orðsporið berst hratt á snjallsímaöld og síður eins og Tripadvisor, þar sem ferðamenn sjálfir skrifa dóma um gæði staða, hafa umsvifalaust áhrif á aðsókn að þeim stöðum sem ekki eru að standa sig. Það er því rekstraraðilum staðanna sjálfum fyrir bestu að hugsa dálítið um gæðin áður en þeir ákveða verðið. Flestir sem sækja Ísland heim eru ágætlega sjóaðir ferðamenn sem kynna sér aðstæður fyrirfram, vita eftir hverju þeir eru að sækjast og láta ekki bjóða sér vitleysu til lengdar. Þeir kunna nefnilega bæði að lesa, reikna og leggja saman tvo og tvo.