Tónlist

Ný plata frá Pink Floyd

Gítarleikari og söngvari Pink Floyd, David Gilmour í góðu stuði.
Gítarleikari og söngvari Pink Floyd, David Gilmour í góðu stuði. vísir/Getty
Hljómsveitin Pink Floyd sendir frá sér nýja plötu sem mun bera titilinn The Endless River en gert er ráð fyrir að platan komi út í októbermánuði. Þessu greindi Polly Samson frá á Twitter en hún er eiginkona gítarleikara og söngvara Pink Floyd, Davids Gilmour.

Nýja platan er byggð á upptökum frá árinu 1994 þegar Richard Wright var í sveitinni en hann lést árið 2008. Þá greindi bakraddasöngkona sveitarinnar, Durga McBroom-Hudson, einnig frá plötuupptökunum á fésbókarsíðu sinni og birti meðal annars myndir frá upptökunum.

Pink Floyd gaf síðast út plöt­una The Di­visi­on Bell árið 1994.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.