Lífið

Portishead sýnir Djúpið á ATP

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Hljómsveitin Portishead er eitt aðalnafn ATP í ár og velur kvikmyndir sem sýndar verða yfir hátíðina.
Hljómsveitin Portishead er eitt aðalnafn ATP í ár og velur kvikmyndir sem sýndar verða yfir hátíðina. Vísir/Getty
Hljómsveitin Portishead heldur utan um kvikmyndadagskrá hátíðarinnar ATP sem fer fram á Ásbrú dagana 10-12. júlí næstkomandi.

Sveitin hefur valið lista af þrettán myndum sem verða sýndar fyrir gesti á meðan á hátíðinni stendur en hún er eitt af stærstu nöfnunum sem koma þar fram.

Þau Geoff Barrow, Beth Gibbons og Adrian Utley í Portishead hafa valið myndir á borð við All Is Lost eftir J.C. Chandor, Djúpið eftir Baltasar Kormák, Crazy Love eftir Dominique Deruddere, Rollerball eftir Norman Jewison og Valhalla Rising eftir Nicolas Winding Refn.

Á ATP er hefð fyrir því að listamaður velji þær kvikmyndir sem sýndar eru á hátíðinni en með þessu móti fá gestir meiri innsýn í listrænan heim listamannanna. Í fyrra voru það leikstjórinn Jim Jarmusch og leikkonan Tilda Swinton sem sáu um valið. Hægt er að nálgast miða á hátíðina á midi.is en önnur nöfn eru Interpol, Mogwai, Ham og Sóley






Fleiri fréttir

Sjá meira


×