Dikta í stúdíói í Þýskalandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júní 2014 09:30 „Við förum varla út úr húsi nema þá bara til þess að fara í súpermarkaðinn og þess háttar,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, gítar- og píanóleikari hljómsveitarinnar Diktu en hún er stödd í hljóðveri í Düsseldorf í Þýskalandi um þessar mundir og hljóðritar þar nýja tónlist. Sveitin hefur að undanförnu látið lítið fyrir sér fara og gaf síðast út plötuna Trust Me árið 2011. „Við verðum hérna í tvær vikur og bókstaflega gistum í stúdíóinu,“ segir Haukur Heiðar en þeir félagar eru í hljóðverinu ásamt upptökustjóranum Sky van Hoff. „Við komum hingað í fyrra í nokkra daga og tókum upp með honum tvö lög og vorum gríðarlega sáttir. Hann er upprennandi stjarna hér í Þýskalandi og samstarfið gengur mjög vel,“ bætir Haukur Heiðar við. Hljómsveitin fór út með prufuupptökur að 25 lögum og vinnur nú af kappi í vel völdum lögum. „Við erum mikið að vinna lögin hérna, þróum þau og pródúserum í samvinnu við Sky.“ Haukur Heiðar segist ekki vita hvort þeir nái að klára plötuna úti. „Við vitum ekki hvað við komumst langt með þetta þannig að útgáfutíminn er í lausu lofti. Við ætlum bara að einbeita okkur að því að búa til plötu og svo kemur hún bara út þegar hún er tilbúin,“ segir Haukur Heiðar spurður um mögulegan útgáfutíma. Engir tónleikar eru planaðir hjá sveitinni en hún gerir þó ráð fyrir að koma fram í sumar. „Við tökum líklega einhver gigg í sumar og haust.“ Tónlist Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við förum varla út úr húsi nema þá bara til þess að fara í súpermarkaðinn og þess háttar,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, gítar- og píanóleikari hljómsveitarinnar Diktu en hún er stödd í hljóðveri í Düsseldorf í Þýskalandi um þessar mundir og hljóðritar þar nýja tónlist. Sveitin hefur að undanförnu látið lítið fyrir sér fara og gaf síðast út plötuna Trust Me árið 2011. „Við verðum hérna í tvær vikur og bókstaflega gistum í stúdíóinu,“ segir Haukur Heiðar en þeir félagar eru í hljóðverinu ásamt upptökustjóranum Sky van Hoff. „Við komum hingað í fyrra í nokkra daga og tókum upp með honum tvö lög og vorum gríðarlega sáttir. Hann er upprennandi stjarna hér í Þýskalandi og samstarfið gengur mjög vel,“ bætir Haukur Heiðar við. Hljómsveitin fór út með prufuupptökur að 25 lögum og vinnur nú af kappi í vel völdum lögum. „Við erum mikið að vinna lögin hérna, þróum þau og pródúserum í samvinnu við Sky.“ Haukur Heiðar segist ekki vita hvort þeir nái að klára plötuna úti. „Við vitum ekki hvað við komumst langt með þetta þannig að útgáfutíminn er í lausu lofti. Við ætlum bara að einbeita okkur að því að búa til plötu og svo kemur hún bara út þegar hún er tilbúin,“ segir Haukur Heiðar spurður um mögulegan útgáfutíma. Engir tónleikar eru planaðir hjá sveitinni en hún gerir þó ráð fyrir að koma fram í sumar. „Við tökum líklega einhver gigg í sumar og haust.“
Tónlist Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira