Sveppi gefur út sumarslagara með eldgamalli hljómsveit Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2014 09:00 Í myndbandi við Sumarteiti tefla þeir Sveppi og Róbert. Mynd/Skjáskot „Við stofnuðum þessa hljómsveit í Kóngsbakka í Breiðholti árið nítján hundruð níutíu og eitthvað. Hingað til hafði þessi hljómsveit aldrei gert neitt nema syngja inni í stofu í Kóngsbakka,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Hann skipar hljómsveitina Spilagaldra ásamt þeim Steindóri Inga Snorrasyni og Róberti Erni Hjálmtýssyni úr hljómsveitinni Ég. Þeir gáfu út sitt fyrsta lag á fimmtudaginn sem heitir Sumarteiti. „Við sömdum fullt af misgóðum lögum og mig minnir að þau hafi verið tekin upp á kassettu sem segir ótrúlega margt um hvað ég er orðinn gamall. Um daginn kíktum við Robbi á þetta aftur og föttuðum að þarna leyndist fullt af skemmtilegu efni. Við fórum að hittast og sömdum nýja texta við lögin því textarnir voru bara bull og vitleysa. Sumarteiti er sem sagt fyrsta lagið okkar af tíu. Okkur fannst þetta svo skemmtilegt og þetta er mikil nostalgía fyrir okkur þannig að við ákváðum að kýla á þetta og stefnum á að gefa út plötu með lækkandi sól,“ segir Sveppi og er vongóður um framhaldið. „Ég held að platan verði epískt meistarastykki. Instant klassík. Þetta segja reyndar allir tónlistarmenn um sína tónlist.“ Myndbandið við lagið er afar sérstakt en þar sjást Róbert og Sveppi tefla. „Það var gert með honum Braga vini mínum Hinrikssyni sem er að leikstýra Stundinni okkar. Þetta myndband var tekið á meðan allir fóru í mat nema hann. Þetta tók solid korter,“ segir Sveppi en þeir félagarnir hafa mikla skákreynslu. „Við sátum hlið við hlið í skák í Breiðholtsskóla. Helgi Áss skákmeistari var með okkur í bekk og kenndi okkur líka skák. Okkur finnst gaman að tefla og fannst skemmtilega skrýtið að tefla í myndbandi við sumarslagara.“ Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við stofnuðum þessa hljómsveit í Kóngsbakka í Breiðholti árið nítján hundruð níutíu og eitthvað. Hingað til hafði þessi hljómsveit aldrei gert neitt nema syngja inni í stofu í Kóngsbakka,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Hann skipar hljómsveitina Spilagaldra ásamt þeim Steindóri Inga Snorrasyni og Róberti Erni Hjálmtýssyni úr hljómsveitinni Ég. Þeir gáfu út sitt fyrsta lag á fimmtudaginn sem heitir Sumarteiti. „Við sömdum fullt af misgóðum lögum og mig minnir að þau hafi verið tekin upp á kassettu sem segir ótrúlega margt um hvað ég er orðinn gamall. Um daginn kíktum við Robbi á þetta aftur og föttuðum að þarna leyndist fullt af skemmtilegu efni. Við fórum að hittast og sömdum nýja texta við lögin því textarnir voru bara bull og vitleysa. Sumarteiti er sem sagt fyrsta lagið okkar af tíu. Okkur fannst þetta svo skemmtilegt og þetta er mikil nostalgía fyrir okkur þannig að við ákváðum að kýla á þetta og stefnum á að gefa út plötu með lækkandi sól,“ segir Sveppi og er vongóður um framhaldið. „Ég held að platan verði epískt meistarastykki. Instant klassík. Þetta segja reyndar allir tónlistarmenn um sína tónlist.“ Myndbandið við lagið er afar sérstakt en þar sjást Róbert og Sveppi tefla. „Það var gert með honum Braga vini mínum Hinrikssyni sem er að leikstýra Stundinni okkar. Þetta myndband var tekið á meðan allir fóru í mat nema hann. Þetta tók solid korter,“ segir Sveppi en þeir félagarnir hafa mikla skákreynslu. „Við sátum hlið við hlið í skák í Breiðholtsskóla. Helgi Áss skákmeistari var með okkur í bekk og kenndi okkur líka skák. Okkur finnst gaman að tefla og fannst skemmtilega skrýtið að tefla í myndbandi við sumarslagara.“
Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira