Kemur til Íslands frá Kína bara til að tjalda Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. júní 2014 10:00 Ernir Skorri Pétursson leggur lögfræðina til hliðar til að slá upp tjöldum fyrir þyrsta útihátíðargesti. mynd/einkasafn „Það er orðin hefð hjá mér að koma til landsins til þess að tjalda fyrir þyrsta útihátíðargesti,“ segir lögfræðingurinn og tjaldarinn Ernir Skorri Pétursson en hann á fyrirtækið Rentatent.is ásamt frænda sínum Arnari Bjartmarz. Ernir Skorri hefur verið búsettur í Kína undanfarin ár þar sem hann stundar nám og vinnu en hann kemur þó á hverju sumri til landsins til þess að setja upp tjöld á vel völdum útihátíðum. „Sumarið kemur ekki hjá mér fyrr en ég hef hent upp nokkrum tjöldum.“ Rentatent.is sérhæfir sig í að leigja út tjöld á stærstu útihátíðum landsins og hefur verið starfrækt síðan sumarið 2012. Fyrirtækið er þó meira en bara tjaldleiga og er markmiðið hjá eigendunum að viðskiptavinir þeirra upplifi sig sem gesti á hóteli án þess þó að sjarminn sem fylgir útilegum fari forgörðum. „Fólk einfaldlega fer á heimasíðuna okkar og velur sér tjald og aukabúnað á borð við dýnur, svefnpoka og kodda. Í kjölfarið mætir viðkomandi áhyggjulaus á útihátíðina og þá erum við búnir að tjalda tjaldinu, blása í dýnuna og búa um. Í lok hátíðar göngum við svo frá öllu og tökum til.“Arnar Bjartmarz á fyrirtækið Rentatent.is.mynd/einkasafnÞeir félagar byrjuðu á Bestu útihátíðinni sumarið 2012 og hafa svo verið að bæta við sig hátíðum og verða á nokkrum hátíðum í sumar. „Við verðum á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík, ATP-tónlistarhátíðinni í Reykjanesbæ og á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,“ bætir Ernir Skorri við. Hann segir þetta alltaf hafa gengið mjög vel og að eftirspurnin hafi aukist jafnt og þétt. „Við leggjum mikla áherslu á að bæta þjónustuna með hverju árinu og erum til dæmis að útbúa sérstaka stöð til að hlaða farsíma, skoða útfærslu sem mun gera fólki kleift að kæla drykkina sína og svo erum við að bíða eftir leyfi frá Persónuvernd fyrir uppsetningu öryggismyndavéla.“ Hann segir að sú nýjung sem þó eigi eflaust eftir að gleðja hvað mest sé sú að þeir ætli að bjóða upp á frítt kaffi sem sé mikið þarfaþing hjá kúnnum þeirra í morgunsárið. ATP í Keflavík Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
„Það er orðin hefð hjá mér að koma til landsins til þess að tjalda fyrir þyrsta útihátíðargesti,“ segir lögfræðingurinn og tjaldarinn Ernir Skorri Pétursson en hann á fyrirtækið Rentatent.is ásamt frænda sínum Arnari Bjartmarz. Ernir Skorri hefur verið búsettur í Kína undanfarin ár þar sem hann stundar nám og vinnu en hann kemur þó á hverju sumri til landsins til þess að setja upp tjöld á vel völdum útihátíðum. „Sumarið kemur ekki hjá mér fyrr en ég hef hent upp nokkrum tjöldum.“ Rentatent.is sérhæfir sig í að leigja út tjöld á stærstu útihátíðum landsins og hefur verið starfrækt síðan sumarið 2012. Fyrirtækið er þó meira en bara tjaldleiga og er markmiðið hjá eigendunum að viðskiptavinir þeirra upplifi sig sem gesti á hóteli án þess þó að sjarminn sem fylgir útilegum fari forgörðum. „Fólk einfaldlega fer á heimasíðuna okkar og velur sér tjald og aukabúnað á borð við dýnur, svefnpoka og kodda. Í kjölfarið mætir viðkomandi áhyggjulaus á útihátíðina og þá erum við búnir að tjalda tjaldinu, blása í dýnuna og búa um. Í lok hátíðar göngum við svo frá öllu og tökum til.“Arnar Bjartmarz á fyrirtækið Rentatent.is.mynd/einkasafnÞeir félagar byrjuðu á Bestu útihátíðinni sumarið 2012 og hafa svo verið að bæta við sig hátíðum og verða á nokkrum hátíðum í sumar. „Við verðum á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík, ATP-tónlistarhátíðinni í Reykjanesbæ og á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,“ bætir Ernir Skorri við. Hann segir þetta alltaf hafa gengið mjög vel og að eftirspurnin hafi aukist jafnt og þétt. „Við leggjum mikla áherslu á að bæta þjónustuna með hverju árinu og erum til dæmis að útbúa sérstaka stöð til að hlaða farsíma, skoða útfærslu sem mun gera fólki kleift að kæla drykkina sína og svo erum við að bíða eftir leyfi frá Persónuvernd fyrir uppsetningu öryggismyndavéla.“ Hann segir að sú nýjung sem þó eigi eflaust eftir að gleðja hvað mest sé sú að þeir ætli að bjóða upp á frítt kaffi sem sé mikið þarfaþing hjá kúnnum þeirra í morgunsárið.
ATP í Keflavík Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira