Sport

Veðjað fyrir hálfan annan milljarð á netinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pétur Hrafn Sigurðsson
Pétur Hrafn Sigurðsson
Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri hjá Íslenskum getraunum, segir að mikið sé veðjað á íslenska knattspyrnuleiki á erlendum vefsíðum en slíkt er ólöglegt hér á landi.

„Okkur er sagt að það sé einn og hálfur milljarður króna að fara út með þessum hætti, hvort sem það er í gegnum veðmál, póker eða sams konar starfsemi. Til samanburðar má nefna að heildarvelta Íslenskra getrauna er um 700 milljónir,“ segir Pétur Hrafn.

„Okkar arður skilar sér í verulegum tekjum til íþróttahreyfingarinnar og við viljum sporna við þessu. Algeng leið til þess sem notuð er víða er að kreditkortafyrirtæki verði ekki heimilt að taka við greiðslum til erlendra veðmálasíðna. Það væri ekki endanleg lausn en gæti hugsanlega stöðvað um það bil 80 prósent af útflæðinu,“ segir hann.

Ekki er hægt að veðja á æfingaleiki eða leiki yngri flokka hjá íslenskum getraunum en Pétur Hrafn segir auðvelt að láta freistast til þess þegar það býðst á erlendum vefsíðum.

„Það skapar mikinn freistnivanda hjá aðilum sem hafa ef til vill upplýsingar sem gætu orðið til þess að þeir sjái sér leik á borði og leggi háar fjárhæðir að veði.“


Tengdar fréttir

Íslenskur leikmaður veðjaði á úrslit eigin liðs

Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að leikmaður félagsins hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum.

Veðmálasíða neyddist til þess að lækka stuðulinn

Töluvert hærri upphæðir voru lagðar undir á leik Þórs og Dalvíkur/Reynis í Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar síðastliðinn en eðlilegt getur talist. Þetta staðfesti Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri hjá Íslenskum getraunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×