Lífið

Samuel L. Jackson stal senunni í bláum jakkafötum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Hin árlega Glamour Women of the Year-verðlaunahátíð var haldin í London á þriðjudag.

Verðlaunin hafa verið afhent árlega síðan árið 2003 og eru konur úr ýmsum áttum, allt frá vísindum til skemmtanabransans, heiðraðar.

Helstu sigurvegarar:

Grínleikkona ársins: Sarah Hyland

Glamour-fyrirmynd ársins: Dame Helen Mirren

Sérstök ritstjóraverðlaun: Taylor Schilling

Alþjóðleg sjónvarpsleikkona ársins: Emily VanCamp

Frumkvöðull ársins: Alexa Chung

Íþróttakona ársins: Christine Ohuruogu

Útvarpskona ársins: Fearne Cotton

Kvikmyndagerðarkona: Lake Bell

Leik- og söngkonan Paloma Faith klæddist vígalegum kjól frá Nicholas Oakwell Couture.
Modern Family-skvísan Sarah Hyland var í fallegum Gucci-kjól.
Leikarinn Samuel L. Jackson splæsti í rándýr jakkaföt.
Taylor Schilling, sem þekktust er fyrir leik í Orange is the New Black, mætti í kjól frá Peter Pilotto.
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell í Alexander McQueen.
Sharon Osbourne í sumarlegum síðkjól.
Game of Thrones-stjarnan Natalie Dormer var í fallegum kjól frá Matthew Williamson.
Leikkonan Sally Hawkins klæddist dressi frá William Vintage.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×