Kennir stærðfræði á daginn og þjálfar frjálsíþróttafólk á kvöldin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. maí 2014 07:00 Í kennslustofunni. Gunnar Páll Jóakimsson er einn fremsti frjálsíþróttaþjálfari landsins. fréttablaðið/daníel Ein helsta vonarstjarna evrópskra frjálsíþrótta og íslensks íþróttalífs er hlauparinn Aníta Hinriksdóttir, heims- og Evrópumeistari ungmenna í 800 m hlaupi. Hennar aðalþjálfari starfar dagsdaglega sem stærðfræðikennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Gunnar Páll Jóakimsson er einn okkar allra fremsti frjálsíþróttaþjálfari en auk Anítu má nefna langhlauparann Kára Stein Karlsson sem skjólstæðing hans. Gunnar Páll er í góðum tengslum við þjálfarasamfélagið í Evrópu og segir að árangur Anítu hafi vakið athygli. „Árangurinn hefur opnað manni dyr. Ég hef verið í sambandi við þjálfara í Bretlandi, Hollandi og Noregi sem vilja gjarnan fræðast meira um þá vinnu sem hefur verið unnin með Anítu og kanna hvort þar sé eitthvað að finna sem væri hægt að nota fyrir þeirra íþróttafólk,“ segir Gunnar Páll í samtali við Fréttablaðið.Þurfti að sleppa æfingabúðum Þjálfararnir sem hann vísar til starfa allir í afreksmannaumhverfi sem hefur verið komið á fót í hverju landi fyrir sig. Þar er markvisst stefnt að því að fremsta íþróttafólk hverrar þjóðar fái bestu mögulegu þjálfun og aðhlynningu til að auka möguleika þess á verðlaunum á stórmótum – allra helst Ólympíuleikum. Gunnar Páll er eins og flestir aðrir íslenskir íþróttaþjálfarar að sinna íþróttinni í hjáverkum. Það á einnig við um flest okkar íþróttafólk. Hann neitar því ekki að hann vildi gjarnan eyða meiri tíma í þjálfunina. „Þetta getur verið svolítið erfitt. Ég viðurkenni það,“ segir Gunnar Páll, sem hefur oft þurft að skipuleggja starf sitt og skjólstæðinga sinna í kringum skólaárið. Það hafi gert það að verkum að hann hafi ekki komist á öll þau mót og æfingabúðir sem staðið hafi til boða. „Aníta er enn í skóla og því höfum verið reynt að skipuleggja hennar starf í kringum það. En ég komst ekki með Kára Steini í stórar æfingabúðir sem ég hefði gjarnan viljað nýta,“ segir hann. „Það takmarkar mig mikið að geta ekki notað allan þann tíma sem ég þarf í þjálfunina.“Í góðu samtarfi við aðra þjálfara Gunnar Páll tekur þó skýrt fram að hann leggi mikið á sig til að halda sér upplýstum um þjálfarafræðin og telur sig ekki verr staddan en aðra þjálfara hvað það varðar. „Ég fer reglulega á þjálfaranámskeið og hitti aðra sem eru að þjálfa íþróttamenn í sama gæðaflokki og ég. Ég er líka í reglulegum tengslum við þjálfara sem starfa í hollensku Ólympíumiðstöðinni og tel mig vera með bæði menntun og reynslu til jafns við þá,“ segir Gunnar Páll, sem hefur íhugað leiðir til að minnka við sig kennslu í aðdraganda Ólympíuleikanna í Ríó 2016. „Ég vildi gjarnan geta sinnt þjálfuninni hundrað prósent, sérstaklega ef maður hugsar fram yfir næstu Ólympíuleika. Það er auðvitað ómögulegt að spá fyrir um slíka hluti svo langt fram í tímann en ef vel á að vera vildi ég geta varið allri minni orku í þetta,“ segir Gunnar Páll. Aníta keppir með sveit ÍR í Evrópukeppni félagsliða í Amsterdam á laugardaginn en í júní keppir hún á EM-landsliða og stóru unglingamóti í Þýskalandi, sem verður lokahnykkur hennar í undirbúningnum fyrir HM-ungmenna í Bandaríkjunum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
Ein helsta vonarstjarna evrópskra frjálsíþrótta og íslensks íþróttalífs er hlauparinn Aníta Hinriksdóttir, heims- og Evrópumeistari ungmenna í 800 m hlaupi. Hennar aðalþjálfari starfar dagsdaglega sem stærðfræðikennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Gunnar Páll Jóakimsson er einn okkar allra fremsti frjálsíþróttaþjálfari en auk Anítu má nefna langhlauparann Kára Stein Karlsson sem skjólstæðing hans. Gunnar Páll er í góðum tengslum við þjálfarasamfélagið í Evrópu og segir að árangur Anítu hafi vakið athygli. „Árangurinn hefur opnað manni dyr. Ég hef verið í sambandi við þjálfara í Bretlandi, Hollandi og Noregi sem vilja gjarnan fræðast meira um þá vinnu sem hefur verið unnin með Anítu og kanna hvort þar sé eitthvað að finna sem væri hægt að nota fyrir þeirra íþróttafólk,“ segir Gunnar Páll í samtali við Fréttablaðið.Þurfti að sleppa æfingabúðum Þjálfararnir sem hann vísar til starfa allir í afreksmannaumhverfi sem hefur verið komið á fót í hverju landi fyrir sig. Þar er markvisst stefnt að því að fremsta íþróttafólk hverrar þjóðar fái bestu mögulegu þjálfun og aðhlynningu til að auka möguleika þess á verðlaunum á stórmótum – allra helst Ólympíuleikum. Gunnar Páll er eins og flestir aðrir íslenskir íþróttaþjálfarar að sinna íþróttinni í hjáverkum. Það á einnig við um flest okkar íþróttafólk. Hann neitar því ekki að hann vildi gjarnan eyða meiri tíma í þjálfunina. „Þetta getur verið svolítið erfitt. Ég viðurkenni það,“ segir Gunnar Páll, sem hefur oft þurft að skipuleggja starf sitt og skjólstæðinga sinna í kringum skólaárið. Það hafi gert það að verkum að hann hafi ekki komist á öll þau mót og æfingabúðir sem staðið hafi til boða. „Aníta er enn í skóla og því höfum verið reynt að skipuleggja hennar starf í kringum það. En ég komst ekki með Kára Steini í stórar æfingabúðir sem ég hefði gjarnan viljað nýta,“ segir hann. „Það takmarkar mig mikið að geta ekki notað allan þann tíma sem ég þarf í þjálfunina.“Í góðu samtarfi við aðra þjálfara Gunnar Páll tekur þó skýrt fram að hann leggi mikið á sig til að halda sér upplýstum um þjálfarafræðin og telur sig ekki verr staddan en aðra þjálfara hvað það varðar. „Ég fer reglulega á þjálfaranámskeið og hitti aðra sem eru að þjálfa íþróttamenn í sama gæðaflokki og ég. Ég er líka í reglulegum tengslum við þjálfara sem starfa í hollensku Ólympíumiðstöðinni og tel mig vera með bæði menntun og reynslu til jafns við þá,“ segir Gunnar Páll, sem hefur íhugað leiðir til að minnka við sig kennslu í aðdraganda Ólympíuleikanna í Ríó 2016. „Ég vildi gjarnan geta sinnt þjálfuninni hundrað prósent, sérstaklega ef maður hugsar fram yfir næstu Ólympíuleika. Það er auðvitað ómögulegt að spá fyrir um slíka hluti svo langt fram í tímann en ef vel á að vera vildi ég geta varið allri minni orku í þetta,“ segir Gunnar Páll. Aníta keppir með sveit ÍR í Evrópukeppni félagsliða í Amsterdam á laugardaginn en í júní keppir hún á EM-landsliða og stóru unglingamóti í Þýskalandi, sem verður lokahnykkur hennar í undirbúningnum fyrir HM-ungmenna í Bandaríkjunum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira