„Viðurkenni alveg að ég var mjög stressaður“ Baldvin Þormóðsson skrifar 20. maí 2014 10:00 Hlutverkið fer Hafþóri Júlíusi einstaklega vel. vísir/valli „Þetta var ótrúlega gaman, eins og ég hef sagt áður þá var þetta bara gott ævintýri,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, en hann þreytti frumraun sína á sjónvarpsskjánum í gær á Stöð 2 í Game of Thrones. „Það var virkilega gaman að fá þetta hlutverk, ég hef ekki leikið neitt af viti áður og ég viðurkenni það alveg að ég var mjög stressaður,“ segir Hafþór en bætir því við að honum hafi þótt hann vera rólegri en margir aðrir á setti. „Sumir aukaleikararnir eins og sverðahaldararnir voru alveg að fara á taugum,“ segir Hafþór. „En í aðalbardaganum var ég aðeins rólegri þrátt fyrir að þetta væri stórt atriði.“ Hafþór leikur bardagakappann Gregor Clegane og kemur fram í tveimur þáttum en í fyrri þættinum er hann að hita sig upp fyrir bardagaatriðið sem fer fram í næsta þætti. „Hann er eiginlega bara að leita að einhverjum til þess að drepa og hefur ekkert fyrir því,“ segir Hafþór um persónuna. „Þetta var skemmtilegt hlutverk þó það hljómi skringilega,“ segir vaxtarræktarkappinn og hlær. „Ég myndi ekki leggja það í vana minn að drepa menn en það var gaman að leika það.“Hafði horft á alla þættina Hafþór hefur sjálfur verið mikill aðdáandi Game of Thrones í langan tíma. „Ég var búinn að horfa á alla þættina þegar þeir höfðu samband,“ segir Hafþór. „Síðan þegar þeir hafa samband þá bregður mér smá, ég hélt náttúrulega að þetta væri bara eitthvert rugl,“ segir hann en Hafþór fær oft skrítinn póst og hann svaraði því beiðninni ekki strax. „Síðan var ég bara fenginn í prufu og var í raun tilvalinn fyrir þetta hlutverk. Það er alveg erfitt að finna svona stóra menn sem eru líka í þokkalega góðu formi,“ segir Hafþór sem gæti alveg hugsað sér að leika meira í framtíðinni. „Þetta var mjög gaman, ég var bara heppinn að fá svona stórt hlutverk fyrst og síðan er virkilega vel hugsað um mann þarna,“ segir kappinn. „Ég held að þeir hugsi mjög vel um starfsfólkið sem kemur að þáttunum, þeir hugsa vel um alla og það er góður andi yfir öllu.“ Game of Thrones Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
„Þetta var ótrúlega gaman, eins og ég hef sagt áður þá var þetta bara gott ævintýri,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, en hann þreytti frumraun sína á sjónvarpsskjánum í gær á Stöð 2 í Game of Thrones. „Það var virkilega gaman að fá þetta hlutverk, ég hef ekki leikið neitt af viti áður og ég viðurkenni það alveg að ég var mjög stressaður,“ segir Hafþór en bætir því við að honum hafi þótt hann vera rólegri en margir aðrir á setti. „Sumir aukaleikararnir eins og sverðahaldararnir voru alveg að fara á taugum,“ segir Hafþór. „En í aðalbardaganum var ég aðeins rólegri þrátt fyrir að þetta væri stórt atriði.“ Hafþór leikur bardagakappann Gregor Clegane og kemur fram í tveimur þáttum en í fyrri þættinum er hann að hita sig upp fyrir bardagaatriðið sem fer fram í næsta þætti. „Hann er eiginlega bara að leita að einhverjum til þess að drepa og hefur ekkert fyrir því,“ segir Hafþór um persónuna. „Þetta var skemmtilegt hlutverk þó það hljómi skringilega,“ segir vaxtarræktarkappinn og hlær. „Ég myndi ekki leggja það í vana minn að drepa menn en það var gaman að leika það.“Hafði horft á alla þættina Hafþór hefur sjálfur verið mikill aðdáandi Game of Thrones í langan tíma. „Ég var búinn að horfa á alla þættina þegar þeir höfðu samband,“ segir Hafþór. „Síðan þegar þeir hafa samband þá bregður mér smá, ég hélt náttúrulega að þetta væri bara eitthvert rugl,“ segir hann en Hafþór fær oft skrítinn póst og hann svaraði því beiðninni ekki strax. „Síðan var ég bara fenginn í prufu og var í raun tilvalinn fyrir þetta hlutverk. Það er alveg erfitt að finna svona stóra menn sem eru líka í þokkalega góðu formi,“ segir Hafþór sem gæti alveg hugsað sér að leika meira í framtíðinni. „Þetta var mjög gaman, ég var bara heppinn að fá svona stórt hlutverk fyrst og síðan er virkilega vel hugsað um mann þarna,“ segir kappinn. „Ég held að þeir hugsi mjög vel um starfsfólkið sem kemur að þáttunum, þeir hugsa vel um alla og það er góður andi yfir öllu.“
Game of Thrones Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira