Nýtur lífsins fyrir allan peninginn Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 10. maí 2014 11:00 Anna Björk Eðvarðsdóttir er matarbloggari og Ungfrú Ísland 1977. Hún segir frammistöðu Pollapönks hafa komið sér skemmtilega á óvart í undankeppninni og vonar að Ísland lendi ofar en í 16. sæti. Myndir/GVA Matarbloggarinn og fegurðardrottningin Anna Björk Eðvarðsdóttir gerir sér alltaf dagamun á Eurovision-kvöldi. „Ég hef trúlega aldrei misst af söngvakeppninni og fer sitt á hvað í Eurovision-partí eða held partí sjálf,“ segir Anna Björk sem hefur í hálft annað ár haldið úti matarblogginu annabjork.is. „Mataráhuginn hefur fylgt mér síðan ég flutti úr foreldrahúsum og þurfti að bjarga mér sjálf. Þá kunni ég ekkert að elda en neyðin kennir nakinni konu að spinna,“ segir Anna Björk sem nýtur þess að prófa sig áfram með nýtt og spennandi hráefni. „Mín uppáhaldsmáltíð að elda er morgunmatur á sunnudögum því fyrir mér eru sunnudagsmorgnar dekurmorgnar. Ég vakna alltaf mjög snemma og finnst notalegt að vera ein í eldhúsinu að matbúa eitthvað gómsætt á meðan aðrir sofa. Síðan skríð ég upp í rúm til mannsins míns með eitthvað huggulegt handa okkur og það er yndislega kósí,“ segir Anna Björk sem bakar croissant, fyllt rúnstykki, eggjakökur, bökur og annað ilmandi ljúfmeti með morgunkaffinu.Fegurst íslenskra kvenna 1977 Anna Björk var valin Ungfrú Ísland árið 1977. „Það litaði líf mitt talsvert fyrsta kastið því þá var í fyrsta sinn sjónvarpað frá fegurðarsamkeppninni. Það hafði mikil áhrif en eftir því sem árin líða fer maður að endurskilgreina sjálfan sig og finna sér nýtt hlutverk í lífinu. Fólk mundi þó lengi eftir mér og enn spyr fólk hvort það þekki mig, sem er bara gaman. Ég hefði síst viljað fara á mis við þessa lífsreynslu því keppnin veitti mér skemmtileg tækifæri á sínum tíma. Ég fór til Japans sem Ungfrú unga kynslóðin 1976 og til Mexíkó í Ungfrú alheim árið 1978 og dvaldi þar í mánuð. Í þá daga var sjaldgæft að óharðnaðir unglingar færu svo langt einir og í svo langan tíma en það var bæði þroskandi og krefjandi.“ Anna Björk er enn geislandi fögur og skrifar það á einskæra lífsgleði. „Mér finnst ofsalega gaman að vera til. Ég lenti í veikindum fyrir tólf árum sem gáfu mér nýtt tækifæri til lífsins og hef reynt að lifa fyrir allan peninginn síðan. Þar skiptir mestu að fást við hluti sem kveikja áhuga og ástríðu en líka að hafa neista í lífinu og setja sjálfan sig stundum í fyrsta sætið. Það er allt í lagi og á endanum græða allir; fjölskyldan, eiginmaðurinn og vinirnir.“ Anna Björk útbjó partírétt sem er sniðinn fyrir fámenn sem fjölmenn veisluhöld. Eftir því sem fjölgar í samkvæminu þarf bara að kaupa stærri ost og meira deig því að uppskriftin er alltaf sú sama. Bakaður Camembert í brauðdeigi með skinku og sultu (fyrir 3-4) 1 stórt pitsudeig (XXL 30x40) 6 skinkusneiðar, skornar í bita 3-4 msk. týtuberjasulta 1 Camembert Birki- og sesamfræ Sulta og hunangHitið ofn í 225°C. Rúllið deiginu út á borð og merkið í það hring, 32 cm í þvermál. Hafið smjörpappír undir deiginu. Klippið út hringinn með hreinum skærum og geymið afskurðinn. Setjið deighringinn á bökunarplötu og dreifið helming skinkunnar á miðjuna (í rúmlega stærð ostsins), ásamt helmingi sultunnar. Setjið ostinn ofan á og svo rest af skinku og sultu ofan á ostinn. Safnið deiginu saman ofan á ostinn og búið til skjóðu sem er klipin efst til að loka. Penslið með vatni og bakið í 15-20 mínútur eða þar til brauðið er gyllt og stökkt. Penslið afskurðinn með vatni, merkið skurði með hníf og setjið birki- og sesamfræ ofan á. Bakið í ofninum og berið fram með ostinum með auka sultu og hunangi. Verði ykkur að góðu! Eurovision Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Matarbloggarinn og fegurðardrottningin Anna Björk Eðvarðsdóttir gerir sér alltaf dagamun á Eurovision-kvöldi. „Ég hef trúlega aldrei misst af söngvakeppninni og fer sitt á hvað í Eurovision-partí eða held partí sjálf,“ segir Anna Björk sem hefur í hálft annað ár haldið úti matarblogginu annabjork.is. „Mataráhuginn hefur fylgt mér síðan ég flutti úr foreldrahúsum og þurfti að bjarga mér sjálf. Þá kunni ég ekkert að elda en neyðin kennir nakinni konu að spinna,“ segir Anna Björk sem nýtur þess að prófa sig áfram með nýtt og spennandi hráefni. „Mín uppáhaldsmáltíð að elda er morgunmatur á sunnudögum því fyrir mér eru sunnudagsmorgnar dekurmorgnar. Ég vakna alltaf mjög snemma og finnst notalegt að vera ein í eldhúsinu að matbúa eitthvað gómsætt á meðan aðrir sofa. Síðan skríð ég upp í rúm til mannsins míns með eitthvað huggulegt handa okkur og það er yndislega kósí,“ segir Anna Björk sem bakar croissant, fyllt rúnstykki, eggjakökur, bökur og annað ilmandi ljúfmeti með morgunkaffinu.Fegurst íslenskra kvenna 1977 Anna Björk var valin Ungfrú Ísland árið 1977. „Það litaði líf mitt talsvert fyrsta kastið því þá var í fyrsta sinn sjónvarpað frá fegurðarsamkeppninni. Það hafði mikil áhrif en eftir því sem árin líða fer maður að endurskilgreina sjálfan sig og finna sér nýtt hlutverk í lífinu. Fólk mundi þó lengi eftir mér og enn spyr fólk hvort það þekki mig, sem er bara gaman. Ég hefði síst viljað fara á mis við þessa lífsreynslu því keppnin veitti mér skemmtileg tækifæri á sínum tíma. Ég fór til Japans sem Ungfrú unga kynslóðin 1976 og til Mexíkó í Ungfrú alheim árið 1978 og dvaldi þar í mánuð. Í þá daga var sjaldgæft að óharðnaðir unglingar færu svo langt einir og í svo langan tíma en það var bæði þroskandi og krefjandi.“ Anna Björk er enn geislandi fögur og skrifar það á einskæra lífsgleði. „Mér finnst ofsalega gaman að vera til. Ég lenti í veikindum fyrir tólf árum sem gáfu mér nýtt tækifæri til lífsins og hef reynt að lifa fyrir allan peninginn síðan. Þar skiptir mestu að fást við hluti sem kveikja áhuga og ástríðu en líka að hafa neista í lífinu og setja sjálfan sig stundum í fyrsta sætið. Það er allt í lagi og á endanum græða allir; fjölskyldan, eiginmaðurinn og vinirnir.“ Anna Björk útbjó partírétt sem er sniðinn fyrir fámenn sem fjölmenn veisluhöld. Eftir því sem fjölgar í samkvæminu þarf bara að kaupa stærri ost og meira deig því að uppskriftin er alltaf sú sama. Bakaður Camembert í brauðdeigi með skinku og sultu (fyrir 3-4) 1 stórt pitsudeig (XXL 30x40) 6 skinkusneiðar, skornar í bita 3-4 msk. týtuberjasulta 1 Camembert Birki- og sesamfræ Sulta og hunangHitið ofn í 225°C. Rúllið deiginu út á borð og merkið í það hring, 32 cm í þvermál. Hafið smjörpappír undir deiginu. Klippið út hringinn með hreinum skærum og geymið afskurðinn. Setjið deighringinn á bökunarplötu og dreifið helming skinkunnar á miðjuna (í rúmlega stærð ostsins), ásamt helmingi sultunnar. Setjið ostinn ofan á og svo rest af skinku og sultu ofan á ostinn. Safnið deiginu saman ofan á ostinn og búið til skjóðu sem er klipin efst til að loka. Penslið með vatni og bakið í 15-20 mínútur eða þar til brauðið er gyllt og stökkt. Penslið afskurðinn með vatni, merkið skurði með hníf og setjið birki- og sesamfræ ofan á. Bakið í ofninum og berið fram með ostinum með auka sultu og hunangi. Verði ykkur að góðu!
Eurovision Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira