Skera sig úr í fjöldanum Vera Einarsdóttir skrifar 10. maí 2014 13:00 Í jakkafötunum Pollapönk hefur hvarvetna vakið athygli í litríkum útpældum fatnaði í aðdraganda Eurovision síðustu daga og skera meðlimir hljómsveitarinnar sig svo sannarlega úr í fjöldanum. Forsöngvari hljómsveitarinnar Heiðar Örn Kristjánsson er blái pollinn, Haraldur Freyr Gíslason rauði pollinn, Arnar Gíslason bleiki pollinn og Guðni Finnsson guli pollinn. Bakraddasöngvarinn Óttar Proppé er svo fjólublár og félagi hans Snæbjörn Ragnarsson appelsínugulur. Hópurinn fór út með sjö dress til skiptanna; íþróttagalla, kjóla, stuttbuxur og boli, morgunsloppa, lopapeysur, matrósaföt og jakkaföt. Þótt fatnaðurinn sé af ólíkum toga heldur hver polli sig við sinn lit. Pollarnir lögðu sjálfir mikið til hugmyndavinnunnar í kringum fatnaðinn en þeim innan handar var umboðsmaður þeirra Valgeir Magnússon, eða Valli sport, og leikmynda- og búningahöfundurinn Rebekka A. Ingimundardóttir, en hún hannaði búningana fyrir Eyþór Inga Gunnlaugsson í fyrra og Grétu Salóme og Jónsa árið 2012. „Aðkoma mín hefur oft verið meiri en nú. Í fyrra og hitteðfyrra hannaði ég alla búninga og árið 2012 leikstýrði ég atriði Grétu Salome. Pollapönkararnir eru einstakir og höfðu sínar hugmyndir en ég var þeim innan handar með að útfæra þær. Fleiri lögðu svo hönd á plóg; íþróttagallarnir eru eins og flestir vita frá Henson og kjólana gaf verslunin Curvy. Þá styrkti Oroblu strákana um sokkabuxur í réttum litum. Peysurnar eru frá Varma en stílistinn Alda Guðjónsdóttir á heiðurinn að jakkafötunum,“ segir Rebekka. Sjálf hannaði hún matrósafötin og samfestinga bakraddanna. „Klæðskera- og sníðameistarinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði búningana ásamt Maggý Dögg Emilsdóttur en auk þess litaði ég sloppa, sokka og annað sem ekki var til í réttum litum,“ útskýrir Rebekka. Rebekka segir að með tilkomu samfélagsmiðla skipti ímynd hópsins, frá því að hann mætir á svæðið og þar til hann stígur á svið, sífellt meira máli og þarf að þaulhugsa ásýnd og framkomu hópsins frá degi til dags. En skyldu strákarnir vera með eitthvað búningatromp í hendi í kvöld? „Við gefum ekkert upp um það,“ segir Vallli. Hann hvetur fólk þó til að hafa augun opin. „Við höldum okkur að minnsta kosti við litina.“ Eurovision Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Pollapönk hefur hvarvetna vakið athygli í litríkum útpældum fatnaði í aðdraganda Eurovision síðustu daga og skera meðlimir hljómsveitarinnar sig svo sannarlega úr í fjöldanum. Forsöngvari hljómsveitarinnar Heiðar Örn Kristjánsson er blái pollinn, Haraldur Freyr Gíslason rauði pollinn, Arnar Gíslason bleiki pollinn og Guðni Finnsson guli pollinn. Bakraddasöngvarinn Óttar Proppé er svo fjólublár og félagi hans Snæbjörn Ragnarsson appelsínugulur. Hópurinn fór út með sjö dress til skiptanna; íþróttagalla, kjóla, stuttbuxur og boli, morgunsloppa, lopapeysur, matrósaföt og jakkaföt. Þótt fatnaðurinn sé af ólíkum toga heldur hver polli sig við sinn lit. Pollarnir lögðu sjálfir mikið til hugmyndavinnunnar í kringum fatnaðinn en þeim innan handar var umboðsmaður þeirra Valgeir Magnússon, eða Valli sport, og leikmynda- og búningahöfundurinn Rebekka A. Ingimundardóttir, en hún hannaði búningana fyrir Eyþór Inga Gunnlaugsson í fyrra og Grétu Salóme og Jónsa árið 2012. „Aðkoma mín hefur oft verið meiri en nú. Í fyrra og hitteðfyrra hannaði ég alla búninga og árið 2012 leikstýrði ég atriði Grétu Salome. Pollapönkararnir eru einstakir og höfðu sínar hugmyndir en ég var þeim innan handar með að útfæra þær. Fleiri lögðu svo hönd á plóg; íþróttagallarnir eru eins og flestir vita frá Henson og kjólana gaf verslunin Curvy. Þá styrkti Oroblu strákana um sokkabuxur í réttum litum. Peysurnar eru frá Varma en stílistinn Alda Guðjónsdóttir á heiðurinn að jakkafötunum,“ segir Rebekka. Sjálf hannaði hún matrósafötin og samfestinga bakraddanna. „Klæðskera- og sníðameistarinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði búningana ásamt Maggý Dögg Emilsdóttur en auk þess litaði ég sloppa, sokka og annað sem ekki var til í réttum litum,“ útskýrir Rebekka. Rebekka segir að með tilkomu samfélagsmiðla skipti ímynd hópsins, frá því að hann mætir á svæðið og þar til hann stígur á svið, sífellt meira máli og þarf að þaulhugsa ásýnd og framkomu hópsins frá degi til dags. En skyldu strákarnir vera með eitthvað búningatromp í hendi í kvöld? „Við gefum ekkert upp um það,“ segir Vallli. Hann hvetur fólk þó til að hafa augun opin. „Við höldum okkur að minnsta kosti við litina.“
Eurovision Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira