Kærastan besti gagnrýnandinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. maí 2014 10:00 Jökull vonar að hann geti einhvern daginn lifað af tónlistinni. Vísir/Stefán „Ég hef alltaf verið músíkalskur inn við beinið og byrjaði að læra á píanó þegar ég var lítill, um níu ára. Ég entist ekki lengi og var í örfá ár í klassísku námi eins og börn fara í. Ég var ekkert sérstaklega spenntur fyrir því en lærði ákveðinn grunn og gat pikkað upp lög sem mér fannst skemmtileg,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo. Frægðarsól sveitarinnar hefur svo sannarlega risið hátt síðustu mánuði en allt stefndi í að Jökull yrði frekar fótboltamaður en tónlistarmaður á sínum yngri árum. „Þegar ég var í kringum sextán ára hætti ég í fótbolta og þá tóku aðrir hlutir við. Fram að því lifði ég fyrir fótbolta og þá komst voðalega lítið annað að. Tónlistaráhuginn hafði kviknað aftur þegar ég var fjórtán ára og þá lærði ég á djasspíanó í eitt og hálft ár í FÍH. Ég kenndi sjalfum mér á gítar og hef hlustað rosalega mikið á tónlist allt mitt líf,“ segir Jökull. Hann segir föður sinn hafa verið vissan áhrifavald í músíkinni. „Ég á pabba mínum að þakka gott tónlistaruppeldi. Hann kynnti mig fyrir gullaldartónlistinni, Bítlunum og öllu því sem hann hlustaði á. Ég er honum þakklátur fyrir það. Hann kenndi mér einnig fyrstu gripin á gítarinn enda lunkinn gítarleikari.“Vasapeningurinn heillaði Eftir grunnskóla stofnaði hann hljómsveitina Timburmenn ásamt Davíð Antonssyni og Daníel Ægi Kristjánssyni sem skipa hljómsveitina Kaleo í dag ásamt Rubin Pollock. „Við Davíð og Danni vorum saman í bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Við byrjuðum að spila frumsamið efni en leiddumst svo út í að spila meira ábreiður. Við byrjuðum að spila á Danska barnum, Óliver og öðrum stöðum niðri í bæ. Þar fengum við smá vasapening sem heillaði meira en að vera að strögla í hinu. Það vatt upp á sig og við spiluðum töluvert sem ballhljómsveit.“ Hljómsveitin Kaleo var svo opinberlega stofnuð rétt fyrir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves árið 2012 og bættist þá Rubin í hópinn. „Þá ákváðum við að það væri löngu kominn tími til að fókusera á eigið efni. Fyrsta giggið okkar var utan dagskrár á Airwaves og þetta byrjaði frekar rólega. Þarna var ég enn að spila á kassagítar en fljótlega eftir þetta keypti ég mér rafmagnsgítar. Þá breyttist lagasmíðin og við komumst að því að rokk og ról var stefnan. En við viljum ekki vera einhæfir samt því tónlist býður upp á fjölbreytni. Það er svo leiðinlegt að vera alltaf eins.“Frægir nánast yfir nótt Strákarnir ákváðu síðan að taka þátt í Músíktilraunum í fyrra. Þeir komust ekki í verðlaunasæti en í kjölfarið var þeim boðið að spila í þættinum Skúrnum á Rás 2. Þar tóku þeir lagið Vor í Vaglaskógi sem var ekki planað, það var tekið upp og fór upptakan eins og eldur í sinu um netheima. Stuttu síðar fór lagið í spilun í útvarpinu og kom þeim Kaleo-mönnum á kortið. Það fékk gríðarlega spilun og komst til dæmis í fyrsta sæti vinsældalista Rásar 2. Í nóvember í fyrra kom síðan út fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Kaleo, sem hlaut lof gagnrýnenda og hefur síminn vart stoppað hjá meðlimum hljómsveitarinnar síðan. „Ég finn ekki fyrir einhverri breytingu. Ég er alltaf með annan fótinn í Mosfellsbæ, heimabænum, og þekki alla fyrir. En auðvitað kemur fyrir að einhver stoppi mann og hefur annaðhvort eitthvað jákvætt eða neikvætt að segja. Það fylgir þessu bara og mér finnst mjög gaman að heyra frá fólki. Síðan biðja stundum einhverjir um mynd eftir tónleika. Það er svolítið skrýtin tilfinning en samt mjög skemmtilegt,“ segir Jökull.Svarthol fyrir peninga Allir strákarnir í sveitinni eiga kærustur. „Það fara mörg kvöld og helgar í tónlistina. Þetta getur stundum tekið á en kærastan mín sýnir mér mikinn skilning,“ segir Jökull. „Ég leita mikið til fjölskyldu minnar til að fá viðbrögð við tónlistinni. Það er fólk sem ég treysti til að gefa hreinskilið álit. Ég myndi segja að kærastan væri hreinskilnust sem betur fer,“ bætir hann við á léttum nótum. Fjórmenningarnir í hljómsveitinni eru allir fæddir árið 1990 og segir Jökull að það standi ekki til hjá þeim að fjölga sér á næstunni. „Við erum ekki rosalega góðir með fjármál og stöndum ekki vel sjálfir. Mín skoðun er að þetta komi ef það kemur. Maður þarf að geta séð fyrir sjálfum sér áður en maður fer að sjá fyrir öðrum,“ bætir hann við. „Við erum ekki ríkir, langt því frá. Ég held að það séu mjög fáir tónlistarmenn á Íslandi sem eru það. Það væri draumur að geta lifað á þessu og við höfum séð Íslendinga gera það. Það er ekkert ómögulegt í þessu lífi. En það kostar mikið að reka heila hljómsveit og peningarnir bara hverfa. Við keyptum bíl sem við köllum Lárus fyrir mánuði og hann er eins og svarthol fyrir peninga. Á þessum mánuði er hann búinn að tvöfalda sig í verði í viðgerðarkostnaði. Akkúrat núna er hann lasinn og fer ekki í gang nema hann sé lífgaður við með einhverjum hundrað þúsund köllum.“Spila í fyrsta sinn erlendis Kaleo treður upp á Frigg festival í Kaupmannahöfn um helgina en meðal annarra tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni eru Bubbi, Eivör og danska söngkonan Medina. Því næst fara þeir til Eistlands og spila á nokkrum tónleikum. Jökull segir það vera spennandi tækifæri. „Þetta er í rauninni fyrsta skipti sem við fáum að fara út. Okkur langar mikið til að spila erlendis en við þekkjum engan úti og þessi bransi snýst mikið um tengslanet. Hingað til erum við búnir að vera mjög heppnir og allt hefur komið upp í hendurnar á okkur. Það verður gaman að sjá hvernig viðtökurnar úti verða því við teljum að tónlistin okkar henti erlendum markaði mjög vel.“Bransasögur frá Bubba Jökull og félagar hans í hljómsveitinni hafa fengið að hitta marga reynslubolta í íslensku tónlistarlífi síðan þeir slógu í gegn með Vor í Vaglaskógi. Hefur hann sjálfur einhvern tíma orðið „stjörnustjarfur“? „Já, auðvitað. Það er virkilega gaman að hitta ákveðna aðila og spjalla við þá. Við hittum Bubba um daginn og það var gaman að heyra gamlar bransasögur frá honum. Hann sagði okkur til dæmis sögur af Rúnari Júl og fleiri góðum mönnum. Fyrir stuttu vorum við bara fjórir strákar úr Mosfellsbænum sem enginn þekkti. Við erum búnir að kynnast fullt af fólki og það kemur á óvart hvað allir eru vinalegir og hjálpsamir.“Jökull er vongóður um framtíð sveitarinnar. „Ég vona að eitthvað nýtt og spennandi taki við og við höldum áfram að þróast sem hljómsveit. Fókusinn er rosalega mikið á hljómsveitina og allt annað sem kemur í kjölfarið er bara bónus. Ég var til dæmis að leika í atriði hjá Steinda Jr. í vikunni. Ég vona að leikhæfileikar mínir hafi ekki skemmt fyrir. Núna kitlar okkur að fara í stúdíó að leggja grunn að plötuvinnu. Okkur langar að prófa eitthvað nýtt, hafa meiri tíma í „sound“-pælingar og hugsa út fyrir rammann.“ Pungsveittir í stúdíóiFullt nafn: Rubin PollockÁ hvaða hljóðfæri spilar þú í Kaleo? Gítar/bakraddir.Uppáhaldsminning í hljómsveitinni? Ein af mínum uppáhaldsminningum er þegar við kláruðum plötuna og skáluðum eftir að hafa hangið inni í pungsveittu stúdíói í 6 vikur.Fyrirmynd í tónlistinni? Louis Armstrong, Jonny Greenwood,Hvort myndirðu frekar vilja, að geta bara spilað eitt lag aftur og aftur það sem eftir er ævinnar eða hætta í tónlist fyrir fullt og allt? Fer eftir því hvaða lag það væri.Hver er óstundvísastur í bandinu? Sorry með mig.Hvaða lag er þitt „guilty pleasure“? Núna er það Happy með Pharrel Williams.Langar aldrei að hætta í tónlistFullt nafn: Daníel Ægir Kristjánsson.Á hvaða hljóðfæri spilar þú í Kaleo? Bassa.Uppáhaldsminning í hljómsveitinni? Það eru svo margar góðar minningar sem hafa komið síðasta ár að það er ekki hægt að velja úr.Fyrirmynd í tónlistinni? Erfitt að segja einhverja eina fyrirmynd, en þeir sem mér dettur helst í hug eru Led Zeppelin, Pink Floyd, Jimi Hendrix, The Beatles og Rolling Stones.Hvort myndirðu frekar vilja, að geta bara spilað eitt lag aftur og aftur það sem eftir er ævinnar eða hætta í tónlist fyrir fullt og allt? Það fer allt eftir því hvaða eina lag það væri, en mig langar aldrei að hætta að í tónlist.Hver er óstundvísastur í bandinu? Ég verð að segja Rubin Pollock en honum fer fram.Hvaða lag er þitt „guilty pleasure“? Like a Virgin – Madonna.Heyrði varla í mónitornumFullt nafn: Davíð Antonsson CrivelloÁ hvaða hljóðfæri spilar þú í Kaleo? Trommur og syng bakraddir.Uppáhaldsminning í hljómsveitinni? Get eiginlega ekki svarað þessu, það eru svo rosalega margar góðar minningar, En ein frábær er frá verslunarmannahelginni á Akureyri í fyrra, þegar áhorfendurnir sungu svo hátt að ég heyrði varla í mónitornum.Fyrirmynd í tónlistinni? Led Zeppelin gerðu einhvern veginn allt rétt (fyrir utan að Bonham dó allt of snemma), Hans Zimmer er líka svakalegur.Hvort myndirðu frekar vilja, að geta bara spilað eitt lag aftur og aftur það sem eftir er ævinnar eða hætta í tónlist fyrir fullt og allt? Örugglega spila sama lagið, þótt það myndi líklegast enda á því að ég myndi hætta.Hver er óstundvísastur í bandinu? Rubin á titilinn.Hvaða lag er þitt „guilty pleasure“? Let‘s Get It Started með Black Eyed Peas. Airwaves Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira
„Ég hef alltaf verið músíkalskur inn við beinið og byrjaði að læra á píanó þegar ég var lítill, um níu ára. Ég entist ekki lengi og var í örfá ár í klassísku námi eins og börn fara í. Ég var ekkert sérstaklega spenntur fyrir því en lærði ákveðinn grunn og gat pikkað upp lög sem mér fannst skemmtileg,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo. Frægðarsól sveitarinnar hefur svo sannarlega risið hátt síðustu mánuði en allt stefndi í að Jökull yrði frekar fótboltamaður en tónlistarmaður á sínum yngri árum. „Þegar ég var í kringum sextán ára hætti ég í fótbolta og þá tóku aðrir hlutir við. Fram að því lifði ég fyrir fótbolta og þá komst voðalega lítið annað að. Tónlistaráhuginn hafði kviknað aftur þegar ég var fjórtán ára og þá lærði ég á djasspíanó í eitt og hálft ár í FÍH. Ég kenndi sjalfum mér á gítar og hef hlustað rosalega mikið á tónlist allt mitt líf,“ segir Jökull. Hann segir föður sinn hafa verið vissan áhrifavald í músíkinni. „Ég á pabba mínum að þakka gott tónlistaruppeldi. Hann kynnti mig fyrir gullaldartónlistinni, Bítlunum og öllu því sem hann hlustaði á. Ég er honum þakklátur fyrir það. Hann kenndi mér einnig fyrstu gripin á gítarinn enda lunkinn gítarleikari.“Vasapeningurinn heillaði Eftir grunnskóla stofnaði hann hljómsveitina Timburmenn ásamt Davíð Antonssyni og Daníel Ægi Kristjánssyni sem skipa hljómsveitina Kaleo í dag ásamt Rubin Pollock. „Við Davíð og Danni vorum saman í bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Við byrjuðum að spila frumsamið efni en leiddumst svo út í að spila meira ábreiður. Við byrjuðum að spila á Danska barnum, Óliver og öðrum stöðum niðri í bæ. Þar fengum við smá vasapening sem heillaði meira en að vera að strögla í hinu. Það vatt upp á sig og við spiluðum töluvert sem ballhljómsveit.“ Hljómsveitin Kaleo var svo opinberlega stofnuð rétt fyrir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves árið 2012 og bættist þá Rubin í hópinn. „Þá ákváðum við að það væri löngu kominn tími til að fókusera á eigið efni. Fyrsta giggið okkar var utan dagskrár á Airwaves og þetta byrjaði frekar rólega. Þarna var ég enn að spila á kassagítar en fljótlega eftir þetta keypti ég mér rafmagnsgítar. Þá breyttist lagasmíðin og við komumst að því að rokk og ról var stefnan. En við viljum ekki vera einhæfir samt því tónlist býður upp á fjölbreytni. Það er svo leiðinlegt að vera alltaf eins.“Frægir nánast yfir nótt Strákarnir ákváðu síðan að taka þátt í Músíktilraunum í fyrra. Þeir komust ekki í verðlaunasæti en í kjölfarið var þeim boðið að spila í þættinum Skúrnum á Rás 2. Þar tóku þeir lagið Vor í Vaglaskógi sem var ekki planað, það var tekið upp og fór upptakan eins og eldur í sinu um netheima. Stuttu síðar fór lagið í spilun í útvarpinu og kom þeim Kaleo-mönnum á kortið. Það fékk gríðarlega spilun og komst til dæmis í fyrsta sæti vinsældalista Rásar 2. Í nóvember í fyrra kom síðan út fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Kaleo, sem hlaut lof gagnrýnenda og hefur síminn vart stoppað hjá meðlimum hljómsveitarinnar síðan. „Ég finn ekki fyrir einhverri breytingu. Ég er alltaf með annan fótinn í Mosfellsbæ, heimabænum, og þekki alla fyrir. En auðvitað kemur fyrir að einhver stoppi mann og hefur annaðhvort eitthvað jákvætt eða neikvætt að segja. Það fylgir þessu bara og mér finnst mjög gaman að heyra frá fólki. Síðan biðja stundum einhverjir um mynd eftir tónleika. Það er svolítið skrýtin tilfinning en samt mjög skemmtilegt,“ segir Jökull.Svarthol fyrir peninga Allir strákarnir í sveitinni eiga kærustur. „Það fara mörg kvöld og helgar í tónlistina. Þetta getur stundum tekið á en kærastan mín sýnir mér mikinn skilning,“ segir Jökull. „Ég leita mikið til fjölskyldu minnar til að fá viðbrögð við tónlistinni. Það er fólk sem ég treysti til að gefa hreinskilið álit. Ég myndi segja að kærastan væri hreinskilnust sem betur fer,“ bætir hann við á léttum nótum. Fjórmenningarnir í hljómsveitinni eru allir fæddir árið 1990 og segir Jökull að það standi ekki til hjá þeim að fjölga sér á næstunni. „Við erum ekki rosalega góðir með fjármál og stöndum ekki vel sjálfir. Mín skoðun er að þetta komi ef það kemur. Maður þarf að geta séð fyrir sjálfum sér áður en maður fer að sjá fyrir öðrum,“ bætir hann við. „Við erum ekki ríkir, langt því frá. Ég held að það séu mjög fáir tónlistarmenn á Íslandi sem eru það. Það væri draumur að geta lifað á þessu og við höfum séð Íslendinga gera það. Það er ekkert ómögulegt í þessu lífi. En það kostar mikið að reka heila hljómsveit og peningarnir bara hverfa. Við keyptum bíl sem við köllum Lárus fyrir mánuði og hann er eins og svarthol fyrir peninga. Á þessum mánuði er hann búinn að tvöfalda sig í verði í viðgerðarkostnaði. Akkúrat núna er hann lasinn og fer ekki í gang nema hann sé lífgaður við með einhverjum hundrað þúsund köllum.“Spila í fyrsta sinn erlendis Kaleo treður upp á Frigg festival í Kaupmannahöfn um helgina en meðal annarra tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni eru Bubbi, Eivör og danska söngkonan Medina. Því næst fara þeir til Eistlands og spila á nokkrum tónleikum. Jökull segir það vera spennandi tækifæri. „Þetta er í rauninni fyrsta skipti sem við fáum að fara út. Okkur langar mikið til að spila erlendis en við þekkjum engan úti og þessi bransi snýst mikið um tengslanet. Hingað til erum við búnir að vera mjög heppnir og allt hefur komið upp í hendurnar á okkur. Það verður gaman að sjá hvernig viðtökurnar úti verða því við teljum að tónlistin okkar henti erlendum markaði mjög vel.“Bransasögur frá Bubba Jökull og félagar hans í hljómsveitinni hafa fengið að hitta marga reynslubolta í íslensku tónlistarlífi síðan þeir slógu í gegn með Vor í Vaglaskógi. Hefur hann sjálfur einhvern tíma orðið „stjörnustjarfur“? „Já, auðvitað. Það er virkilega gaman að hitta ákveðna aðila og spjalla við þá. Við hittum Bubba um daginn og það var gaman að heyra gamlar bransasögur frá honum. Hann sagði okkur til dæmis sögur af Rúnari Júl og fleiri góðum mönnum. Fyrir stuttu vorum við bara fjórir strákar úr Mosfellsbænum sem enginn þekkti. Við erum búnir að kynnast fullt af fólki og það kemur á óvart hvað allir eru vinalegir og hjálpsamir.“Jökull er vongóður um framtíð sveitarinnar. „Ég vona að eitthvað nýtt og spennandi taki við og við höldum áfram að þróast sem hljómsveit. Fókusinn er rosalega mikið á hljómsveitina og allt annað sem kemur í kjölfarið er bara bónus. Ég var til dæmis að leika í atriði hjá Steinda Jr. í vikunni. Ég vona að leikhæfileikar mínir hafi ekki skemmt fyrir. Núna kitlar okkur að fara í stúdíó að leggja grunn að plötuvinnu. Okkur langar að prófa eitthvað nýtt, hafa meiri tíma í „sound“-pælingar og hugsa út fyrir rammann.“ Pungsveittir í stúdíóiFullt nafn: Rubin PollockÁ hvaða hljóðfæri spilar þú í Kaleo? Gítar/bakraddir.Uppáhaldsminning í hljómsveitinni? Ein af mínum uppáhaldsminningum er þegar við kláruðum plötuna og skáluðum eftir að hafa hangið inni í pungsveittu stúdíói í 6 vikur.Fyrirmynd í tónlistinni? Louis Armstrong, Jonny Greenwood,Hvort myndirðu frekar vilja, að geta bara spilað eitt lag aftur og aftur það sem eftir er ævinnar eða hætta í tónlist fyrir fullt og allt? Fer eftir því hvaða lag það væri.Hver er óstundvísastur í bandinu? Sorry með mig.Hvaða lag er þitt „guilty pleasure“? Núna er það Happy með Pharrel Williams.Langar aldrei að hætta í tónlistFullt nafn: Daníel Ægir Kristjánsson.Á hvaða hljóðfæri spilar þú í Kaleo? Bassa.Uppáhaldsminning í hljómsveitinni? Það eru svo margar góðar minningar sem hafa komið síðasta ár að það er ekki hægt að velja úr.Fyrirmynd í tónlistinni? Erfitt að segja einhverja eina fyrirmynd, en þeir sem mér dettur helst í hug eru Led Zeppelin, Pink Floyd, Jimi Hendrix, The Beatles og Rolling Stones.Hvort myndirðu frekar vilja, að geta bara spilað eitt lag aftur og aftur það sem eftir er ævinnar eða hætta í tónlist fyrir fullt og allt? Það fer allt eftir því hvaða eina lag það væri, en mig langar aldrei að hætta að í tónlist.Hver er óstundvísastur í bandinu? Ég verð að segja Rubin Pollock en honum fer fram.Hvaða lag er þitt „guilty pleasure“? Like a Virgin – Madonna.Heyrði varla í mónitornumFullt nafn: Davíð Antonsson CrivelloÁ hvaða hljóðfæri spilar þú í Kaleo? Trommur og syng bakraddir.Uppáhaldsminning í hljómsveitinni? Get eiginlega ekki svarað þessu, það eru svo rosalega margar góðar minningar, En ein frábær er frá verslunarmannahelginni á Akureyri í fyrra, þegar áhorfendurnir sungu svo hátt að ég heyrði varla í mónitornum.Fyrirmynd í tónlistinni? Led Zeppelin gerðu einhvern veginn allt rétt (fyrir utan að Bonham dó allt of snemma), Hans Zimmer er líka svakalegur.Hvort myndirðu frekar vilja, að geta bara spilað eitt lag aftur og aftur það sem eftir er ævinnar eða hætta í tónlist fyrir fullt og allt? Örugglega spila sama lagið, þótt það myndi líklegast enda á því að ég myndi hætta.Hver er óstundvísastur í bandinu? Rubin á titilinn.Hvaða lag er þitt „guilty pleasure“? Let‘s Get It Started með Black Eyed Peas.
Airwaves Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira