Tónlist

Íslendingur stríðir Dönum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Viðar Örn Sævarsson og félagar í Lonesome Dukes.
Viðar Örn Sævarsson og félagar í Lonesome Dukes.
„Mér skilst að ef maður vinnur keppnina í sínu landi þá kemst maður til Parísar í úrslitin og ég hef aldrei farið til Parísar og langar mikið þangað,“ segir tónlistarmaðurinn Viðar Örn Sævarsson en hann er í þriðja sæti í keppninni EuroMusic Contest 2014 sem er stærsta nettónlistarkeppni Evrópu.

Það sem vekur athygli er að Viðar Örn er í þriðja sæti í keppninni í Danmörku, en keppnin fer fram í 40 Evrópulöndum. Hann keppir með hljómsveitinni sinni, Lonesome Dukes. „Þetta er tríó sem ég er í með tveimur Dönum,“ bætir Viðar Örn við.

Hann hefur búið í Danmörku síðan árið 2005 og býr í Óðinsvéum. „Ég veit ekki hversu vinsæl þessi keppni er í Danmörku en ég sá þetta bara á netinu og skráði hljómsveitina.“

Kosningu lýkur í dag og þeir sem vilja aðstoða Viðar Örn og félaga geta farið inn á síðuna euromusiccontest.com. Fleiri íslenskir tónlistarmenn eru í sömu keppni, en eru þó að keppa á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.