Frú Forseti tilkynnir Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 7. maí 2014 07:00 Ég hef ekki setið nema þrjá húsfundi á ævi minni þó ég hafi talist til húseigenda í fjölbýli í meira en tíu ár. Það hafa bara ekki verið haldnir fundir, svo einfalt er það. Ég kann svo sem engar skýringar á því aðrar en þær að almennt er fólk latt til fundarhalda. Dagskrárefni eins og yfirferð ársreikninga og garðsláttur kveikja ekki í mörgum. Spurning með liðinn „önnur mál“, en samt. En nýjum stað fylgja nýir siðir. Nokkrum vikum eftir að ég flutti inn fékk ég boð um að aðalfundur húsfélagsins yrði haldinn tiltekinn dag. Þetta yrði semsagt þriðji húsfundurinn minn og ekki laust við smá titring. Ég vissi ekkert hvernig ætti að haga sér á slíkum samkomum. Ég hélt ekki að bóndinn væri neitt sjóaðri en ég, hafandi setið jafnmarga húsfundi. Því komu snarheit hans mér á óvart er hann hrópaði „pant ekki ég!“ þegar kjósa átti formann. Líklega heitir það að „gefa ekki kost á sér“ á stöðluðu fundarmáli, eftir það var hann stikkfrí. Áður en ég vissi af hafði fundurinn samþykkti mig sem formann húsfélagsins og sneri sér fumlaust að öðrum málum. Mig svimaði örlítið yfir nýfengnum titlinum. Hef ekki borið neinn viðlíka áður, Formaður! Ég átti erfitt með að fylgjast með því sem fram fór á fundinum eftir þetta en hripaði þó niður eitthvað um verkaskiptingu við garðslátt, því til viðbótar við formannsembættið hafði ég nefnilega verið tilnefnd ritari fundarins! Önnur mál voru rædd og ákvarðanir teknar. Á meðan mátaði ég formanninn við mig í huganum og velti fyrir mér hvort ég kæmist upp með að kalla mig Frú Formann! Ég gæti jafnvel prentað tilkynningar til íbúa hússins á sérstakt bréfsefni með haus. „Frú Formaður tilkynnir“. Ég hreinritaði fundargerðina síðar um kvöldið og vandaði mig eins og ég gat. Áður en ég ýtti á prenta strokaði ég þó út neðstu línuna. Þar hafði ég skrifað, með full glannalegu letri: mbk. Frú Forseti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Ég hef ekki setið nema þrjá húsfundi á ævi minni þó ég hafi talist til húseigenda í fjölbýli í meira en tíu ár. Það hafa bara ekki verið haldnir fundir, svo einfalt er það. Ég kann svo sem engar skýringar á því aðrar en þær að almennt er fólk latt til fundarhalda. Dagskrárefni eins og yfirferð ársreikninga og garðsláttur kveikja ekki í mörgum. Spurning með liðinn „önnur mál“, en samt. En nýjum stað fylgja nýir siðir. Nokkrum vikum eftir að ég flutti inn fékk ég boð um að aðalfundur húsfélagsins yrði haldinn tiltekinn dag. Þetta yrði semsagt þriðji húsfundurinn minn og ekki laust við smá titring. Ég vissi ekkert hvernig ætti að haga sér á slíkum samkomum. Ég hélt ekki að bóndinn væri neitt sjóaðri en ég, hafandi setið jafnmarga húsfundi. Því komu snarheit hans mér á óvart er hann hrópaði „pant ekki ég!“ þegar kjósa átti formann. Líklega heitir það að „gefa ekki kost á sér“ á stöðluðu fundarmáli, eftir það var hann stikkfrí. Áður en ég vissi af hafði fundurinn samþykkti mig sem formann húsfélagsins og sneri sér fumlaust að öðrum málum. Mig svimaði örlítið yfir nýfengnum titlinum. Hef ekki borið neinn viðlíka áður, Formaður! Ég átti erfitt með að fylgjast með því sem fram fór á fundinum eftir þetta en hripaði þó niður eitthvað um verkaskiptingu við garðslátt, því til viðbótar við formannsembættið hafði ég nefnilega verið tilnefnd ritari fundarins! Önnur mál voru rædd og ákvarðanir teknar. Á meðan mátaði ég formanninn við mig í huganum og velti fyrir mér hvort ég kæmist upp með að kalla mig Frú Formann! Ég gæti jafnvel prentað tilkynningar til íbúa hússins á sérstakt bréfsefni með haus. „Frú Formaður tilkynnir“. Ég hreinritaði fundargerðina síðar um kvöldið og vandaði mig eins og ég gat. Áður en ég ýtti á prenta strokaði ég þó út neðstu línuna. Þar hafði ég skrifað, með full glannalegu letri: mbk. Frú Forseti.