Tónlist

Ásgeir Trausti til Bandaríkjanna

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ásgeir Trausti á annasamt sumar fyrir höndum.
Ásgeir Trausti á annasamt sumar fyrir höndum. mynd/Jónatan Grétarsson
„Þetta er í raun fyrsti Bandaríkjatúrinn hans eftir að hann gerði samninginn við Columbia Records,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, en hann er á leið í tónleikaferð til Bandaríkjanna.

Hann heldur af stað til Bandaríkjanna 10. júní næstkomandi og kemur fram í Minneapolis þann 11. júní en þá tekur við tíu daga túr um Bandaríkin og kemur hann meðal annars fram í New York, Chicago, Philadelphia og fleiri borgum. „Við byrjum á mjög flottum stað í Minneapolis sem heitir Fine Line Music Café og er um 650 manna staður, það er einn stærsti staðurinn sem hann kemur fram á,“ bætir María Rut við.

Fyrir utan Bandaríkjaferðina er Ásgeir bókaður á fjölda tónleika um heim allan í sumar og kemur meðal annars fram á hátíðinni Splendour in the Grass í Ástralíu í júlí og á Fuji Rock Festival í Japan, einnig í júlí.

Nánar má lesa um tónleika Ásgeirs á vefsíðu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.