Ofbauð íslensk stjórnvöld og bjó til plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. maí 2014 13:30 Rapparinn Úlfur Kolka sendir frá sér pólitíska rappplötu eftir að hann fékk nóg af ástandinu hér á landi. fréttablaðið/valli „Ég er anarkisti með mjög sterkar skoðanir. Ég fékk nóg af ástandinu hér á landi og ofbauð íslenskt stjórnkerfi,“ segir rapparinn Úlfur Kolka en hann hefur nú sent frá sér pólitíska rappplötu sem hann hefur unnið að síðan árið 2011. „Þetta er fyrsta pólitíska rappskífa Íslandssögunnar og er jafnframt fyrsta platan mín á íslensku síðan árið 2002, þegar ég gaf út plötu með rappsveitinni minni Kritikal Mazz,“ bætir Úlfur við. Hann hefur að undanförnu búið erlendis og látið að sér kveða í tónlistinni ytra. „Ég er nýkominn heim en ég bjó í Los Angeles í þrjá mánuði og þar áður í sex mánuði á Spáni.“ Í Inglewood í Los Angeles bjó Úlfur og var aðallega að pródúsera og smíða takta fyrir aðra rappara, en hann hefur búið til takta og lög síðan árið 1998. „Það er erfitt að koma sér á framfæri þarna úti en maður er bara duglegur að senda pósta og diska á rétta aðila til að koma sér og sínu á framfæri,“ bætir Úlfur við. Á Spáni var hann í skiptinámi en hann er einnig menntaður grafískur hönnuður. „Þegar ég áttaði mig á því hversu litlu búsáhaldabyltingin svokallaða skilaði og hversu lítið þjóðin ætlaði sér að gera í því, gat ég ekki annað en tekið mér blað og penna í hönd. Þar með varð lagið Til hvers að kjósa? til, og fékk ágætis viðtökur á YouTube, og ekki aftur snúið,“ segir Úlfur spurður út í upphafið á nýju plötunni, sem nefnist Borgaraleg óhlýðni. Hann segir plötuna vera hvassa og að hann skjóti meðal annars grimmt á útrásarvíkingana. „Ég er svo nýbúinn að stofna production-teymi sem nefnist Sin Pausa ásamt Gnúsa Yones, sem er einmitt í reggae-sveitinni Amaba Dama, og er fullt af skemmtilegum hlutum fram undan hjá okkur, þar á meðal mánaðarleg hipphopp-kvöld,“ segir Úlfur spurður út í framhaldið. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er anarkisti með mjög sterkar skoðanir. Ég fékk nóg af ástandinu hér á landi og ofbauð íslenskt stjórnkerfi,“ segir rapparinn Úlfur Kolka en hann hefur nú sent frá sér pólitíska rappplötu sem hann hefur unnið að síðan árið 2011. „Þetta er fyrsta pólitíska rappskífa Íslandssögunnar og er jafnframt fyrsta platan mín á íslensku síðan árið 2002, þegar ég gaf út plötu með rappsveitinni minni Kritikal Mazz,“ bætir Úlfur við. Hann hefur að undanförnu búið erlendis og látið að sér kveða í tónlistinni ytra. „Ég er nýkominn heim en ég bjó í Los Angeles í þrjá mánuði og þar áður í sex mánuði á Spáni.“ Í Inglewood í Los Angeles bjó Úlfur og var aðallega að pródúsera og smíða takta fyrir aðra rappara, en hann hefur búið til takta og lög síðan árið 1998. „Það er erfitt að koma sér á framfæri þarna úti en maður er bara duglegur að senda pósta og diska á rétta aðila til að koma sér og sínu á framfæri,“ bætir Úlfur við. Á Spáni var hann í skiptinámi en hann er einnig menntaður grafískur hönnuður. „Þegar ég áttaði mig á því hversu litlu búsáhaldabyltingin svokallaða skilaði og hversu lítið þjóðin ætlaði sér að gera í því, gat ég ekki annað en tekið mér blað og penna í hönd. Þar með varð lagið Til hvers að kjósa? til, og fékk ágætis viðtökur á YouTube, og ekki aftur snúið,“ segir Úlfur spurður út í upphafið á nýju plötunni, sem nefnist Borgaraleg óhlýðni. Hann segir plötuna vera hvassa og að hann skjóti meðal annars grimmt á útrásarvíkingana. „Ég er svo nýbúinn að stofna production-teymi sem nefnist Sin Pausa ásamt Gnúsa Yones, sem er einmitt í reggae-sveitinni Amaba Dama, og er fullt af skemmtilegum hlutum fram undan hjá okkur, þar á meðal mánaðarleg hipphopp-kvöld,“ segir Úlfur spurður út í framhaldið.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp