Ríkisstyrktar standpínur Teitur Guðmundsson skrifar 29. apríl 2014 07:00 Hvers konar fyrirsögn er nú þetta? kynni einhver að hugsa og halda að ég sé eitthvað að grínast, en mér er fúlasta alvara. Ég ætla að halda á lofti umræðu sem hefur ekki verið mjög opinber og lýtur að mismunun kynjanna og því sem ég vil kalla tvískinnung kerfisins. Ristruflanir eru líklega einn afar fárra sjúkdóma ef ekki sá eini sem ekki fær náð fyrir augum Sjúkratrygginga Íslands með tilliti til greiðsluþátttöku í lyfjakostnaði. Hvaða máli skiptir það? kann einhver að spyrja, eru þetta ekki bara allt eldri karlmenn sem eru hvort sem er hættir að stunda kynlíf og hafa engan áhuga á því lengur, ekki frekar en konurnar þeirra? Sá sem heldur slíku fram veður í villu. Við skulum velta fyrir okkur skilgreiningunni á ristruflun, en hún er vangeta viðkomandi til að fá eða viðhalda nægilegri stinningu sem nauðsynleg er til fullnægjandi samfara. Er það sjúkdómur? Já, samkvæmt alþjóðlegu skilgreiningarkerfi um sjúkdóma, ICD-10, sem notað er um allan heim, fær hann kóðann F52.2 eða N48.8 allt eftir því hvort hann er af andlegum toga eða líkamlegum. Hann er semsé jafn merkilegur í bókinni og I25.9, en það er kransæðasjúkdómur, sem hingað til hefur verið talinn býsna mikilvægur og gefur óumdeildan rétt til þess að ríkið komi að með fjárstyrk til kaupa á meðulum. Til gamans má geta að konur eiga líka sinn greiningarkóða um sjúkdóm á sviði vanvirkni í kynlífi, en það er efni í aðra grein.Góður árangur af meðferð Það er áhugavert í þessu samhengi að tíðni ristruflana hefur verið metin hér á Íslandi í rannsókn sem var birt fyrir nokkru í Læknablaðinu, en þar kom fram að 35,5% karla á aldursbilinu 45-75 ára höfðu fundið fyrir slíku. Eldri karlmenn voru líklegri en þeir yngri til þess að upplifa slíka truflun eða í kringum 62%. Þessar niðurstöður eru sambærilegar við það sem sést erlendis. Það sem kemur ennfremur í ljós er að einungis fjórðungur allra hafði fengið meðferð, en allt að 85% þeirra sem slíkt fengu sögðu árangurinn góðan eða frekar góðan. Til að uppræta svo ofangreinda mýtu um áhugaleysi þeirra eldri og vanvirkni voru yfir 60% sem stunduðu kynlíf einu sinni í mánuði eða oftar, þeir sögðu kynlíf skipta þá miklu máli og að áhuginn hefði síður en svo dofnað með aldrinum. Ljóst er að margir áhættuþættir liggja til grundvallar þess að fá ristruflun. Reykingar, sykursýki, hátt kólesteról, offita, kvíði og þunglyndi. Þetta eru þeir sömu og fyrir hjarta- og æðasjúkdóma og nánast alla aðra sjúkdóma svo því sé haldið til haga. Ýmsir aðrir sjúkdómar, krabbamein og meðferð þeirra hafa áhrif auk streitu og álags. Hollt mataræði, kjörþyngd og reglubundin hreyfing eru töfraorðin, líka til þess að viðhalda reisn.Mismunun En víkjum þá að meintu misrétti varðandi greiðsluþátttökuna. Sjúklingar sem eru með skilgreindan og viðurkenndan sjúkdóm fá alla jafna greiðsluþátttöku í sínum lyfjakostnaði vegna lyfseðilsskyldra lyfja. Nokkrar undantekningar eru þó á því: ákveðin verkjalyf, róandi lyf, svefnlyf, sérlyf þar sem til eru samheitalyf í dag og svo sýklalyf eru stærstu flokkarnir. Það er þó svo að í öllum þessum tilvikum og sérstaklega ef sýnt þykir að meðferð sé nauðsynleg, er hægt að sækja um lyfjaskírteini og þar með greiðsluþátttöku fyrir sjúklinginn, NEMA fyrir standpínupillurnar! Það má vera öllum ljóst að það eru margvíslegar ástæður sem liggja að baki vanda hvers og eins, meðalið er hins vegar skrifað út samkvæmt ábendingu líkt og gildir um önnur lyf. Ef ábendingin er til staðar er ekki gerður greinarmunur á því þegar skrifað er út geðlyf hvort orsökin er líkamleg, andleg eða jafnvel félagsleg þegar kemur að greiðsluþátttöku. Það er mismunun að viðhafa slíkt. Þessu er auðvelt að breyta og skora ég á hæstvirtan heilbrigðisráðherra að láta kippa þessu í liðinn. Þessi eina aðgerð myndi vafalítið kaupa fleiri atkvæði bæði karla og kvenna en nokkur önnur þar sem hvatir og frumþarfir manna og kvenna eru lykilatriði í lífi þeirra. Kristján, ég veit að þú munt standa þig! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Tengdar fréttir „Ó, að það væri ennþá skott, aftan á rassi vorum“* Við erum nú meiri apakettirnir. Getur verið að við höfum ekki áhuga á að tala um annað en daglegu smáhneykslin og smásigrana? Mér finnst fara lítið fyrir samræðu um "stóru málin“. Hvernig væri að ræða um þau? 29. apríl 2014 07:00 Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Hvers konar fyrirsögn er nú þetta? kynni einhver að hugsa og halda að ég sé eitthvað að grínast, en mér er fúlasta alvara. Ég ætla að halda á lofti umræðu sem hefur ekki verið mjög opinber og lýtur að mismunun kynjanna og því sem ég vil kalla tvískinnung kerfisins. Ristruflanir eru líklega einn afar fárra sjúkdóma ef ekki sá eini sem ekki fær náð fyrir augum Sjúkratrygginga Íslands með tilliti til greiðsluþátttöku í lyfjakostnaði. Hvaða máli skiptir það? kann einhver að spyrja, eru þetta ekki bara allt eldri karlmenn sem eru hvort sem er hættir að stunda kynlíf og hafa engan áhuga á því lengur, ekki frekar en konurnar þeirra? Sá sem heldur slíku fram veður í villu. Við skulum velta fyrir okkur skilgreiningunni á ristruflun, en hún er vangeta viðkomandi til að fá eða viðhalda nægilegri stinningu sem nauðsynleg er til fullnægjandi samfara. Er það sjúkdómur? Já, samkvæmt alþjóðlegu skilgreiningarkerfi um sjúkdóma, ICD-10, sem notað er um allan heim, fær hann kóðann F52.2 eða N48.8 allt eftir því hvort hann er af andlegum toga eða líkamlegum. Hann er semsé jafn merkilegur í bókinni og I25.9, en það er kransæðasjúkdómur, sem hingað til hefur verið talinn býsna mikilvægur og gefur óumdeildan rétt til þess að ríkið komi að með fjárstyrk til kaupa á meðulum. Til gamans má geta að konur eiga líka sinn greiningarkóða um sjúkdóm á sviði vanvirkni í kynlífi, en það er efni í aðra grein.Góður árangur af meðferð Það er áhugavert í þessu samhengi að tíðni ristruflana hefur verið metin hér á Íslandi í rannsókn sem var birt fyrir nokkru í Læknablaðinu, en þar kom fram að 35,5% karla á aldursbilinu 45-75 ára höfðu fundið fyrir slíku. Eldri karlmenn voru líklegri en þeir yngri til þess að upplifa slíka truflun eða í kringum 62%. Þessar niðurstöður eru sambærilegar við það sem sést erlendis. Það sem kemur ennfremur í ljós er að einungis fjórðungur allra hafði fengið meðferð, en allt að 85% þeirra sem slíkt fengu sögðu árangurinn góðan eða frekar góðan. Til að uppræta svo ofangreinda mýtu um áhugaleysi þeirra eldri og vanvirkni voru yfir 60% sem stunduðu kynlíf einu sinni í mánuði eða oftar, þeir sögðu kynlíf skipta þá miklu máli og að áhuginn hefði síður en svo dofnað með aldrinum. Ljóst er að margir áhættuþættir liggja til grundvallar þess að fá ristruflun. Reykingar, sykursýki, hátt kólesteról, offita, kvíði og þunglyndi. Þetta eru þeir sömu og fyrir hjarta- og æðasjúkdóma og nánast alla aðra sjúkdóma svo því sé haldið til haga. Ýmsir aðrir sjúkdómar, krabbamein og meðferð þeirra hafa áhrif auk streitu og álags. Hollt mataræði, kjörþyngd og reglubundin hreyfing eru töfraorðin, líka til þess að viðhalda reisn.Mismunun En víkjum þá að meintu misrétti varðandi greiðsluþátttökuna. Sjúklingar sem eru með skilgreindan og viðurkenndan sjúkdóm fá alla jafna greiðsluþátttöku í sínum lyfjakostnaði vegna lyfseðilsskyldra lyfja. Nokkrar undantekningar eru þó á því: ákveðin verkjalyf, róandi lyf, svefnlyf, sérlyf þar sem til eru samheitalyf í dag og svo sýklalyf eru stærstu flokkarnir. Það er þó svo að í öllum þessum tilvikum og sérstaklega ef sýnt þykir að meðferð sé nauðsynleg, er hægt að sækja um lyfjaskírteini og þar með greiðsluþátttöku fyrir sjúklinginn, NEMA fyrir standpínupillurnar! Það má vera öllum ljóst að það eru margvíslegar ástæður sem liggja að baki vanda hvers og eins, meðalið er hins vegar skrifað út samkvæmt ábendingu líkt og gildir um önnur lyf. Ef ábendingin er til staðar er ekki gerður greinarmunur á því þegar skrifað er út geðlyf hvort orsökin er líkamleg, andleg eða jafnvel félagsleg þegar kemur að greiðsluþátttöku. Það er mismunun að viðhafa slíkt. Þessu er auðvelt að breyta og skora ég á hæstvirtan heilbrigðisráðherra að láta kippa þessu í liðinn. Þessi eina aðgerð myndi vafalítið kaupa fleiri atkvæði bæði karla og kvenna en nokkur önnur þar sem hvatir og frumþarfir manna og kvenna eru lykilatriði í lífi þeirra. Kristján, ég veit að þú munt standa þig!
„Ó, að það væri ennþá skott, aftan á rassi vorum“* Við erum nú meiri apakettirnir. Getur verið að við höfum ekki áhuga á að tala um annað en daglegu smáhneykslin og smásigrana? Mér finnst fara lítið fyrir samræðu um "stóru málin“. Hvernig væri að ræða um þau? 29. apríl 2014 07:00
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun