Íslenskar útgáfur í tilefni dagsins Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. apríl 2014 12:00 Ingvar Geirsson hjá Lucky Records hefur verið plötusali í um það bil níu ár. Fréttablaðið/Pjetur „Það eru svo margir tónlistarmenn sem eru aldir upp í plötubúðum. Þegar stafræna formið kom til sögunnar og plötubúðir fóru að loka um allan heim, fóru þessar sem eftir urðu að verða dálítið sérstakur vettvangur og mikil menningarstarfsemi sem fer þar fram. Það er svo gaman fyrir fólk að koma inn og hitta aðra sem eru að fást við það sama, eða að sjá þekkt andlit úr bransanum,“ segir Ingvar Geirsson, eigandi Lucky Records, plötuverslunar á Rauðarárstíg, en alþjóðlegur dagur plötubúðanna er í dag, laugardag. „Deginum verður fagnað,“ segir Ingvar jafnframt, en meðal annars koma fram hljómsveitirnar Samaris og Epic Rain, tónlistarmaðurinn Futuregrapher og svo verður útgáfufyrirtækið Borg með svokallað dj-sett. „Svo verður haldið upp á daginn með alls konar sérstökum útgáfum. Of Monsters and Men ætla að gefa út tveggja laga, sjö tommu, vínylplötu, Ásgeir Trausti, og John Grant gefa einnig út sérstaka útgáfu á þessum degi. FM Belfast ætla að hafa sína nýju plötu fáanlega í plötubúðum, þrátt fyrir að formlegur útgáfudagur plötunnar sé 22. apríl, og Epic Rain gefur einnig út nýja plötu í dag, svo eitthvað sé nefnt. Það lendir reyndar þannig að dagurinn er á þessari páskahelgi, þannig að við erum í smá stríði við póstinn með að fá allt efnið til landsins fyrir þennan dag,“ segir Ingvar léttur í bragði. Ingvar segir mikla aukningu í útgáfu íslenskrar tónlistar. „Það er svo margt sem er að koma út, alls konar dót, margt sem er bara gefið út á vínyl og svona. En tölurnar eru samt langt frá því að vera þær sömu og voru fyrir tíu fimmtán árum síðan,“ útskýrir Ingvar, en hann hefur verið ein níu ár í bransanum. „Ég er gríðarlega mikill tónlistaráhugamaður og ég elska það sem ég geri. Það er rosalega gaman að hafa komið því þannig fyrir að geta gert þetta alla daga,“ segir Ingvar. Alþjóðlegi dagur plötubúðanna er haldin í fjórða sinn hátíðlega hér á landi, en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk útgáfa verður þennan dag. „Stefnan er að stækka við sig og hafa enn þá meiri og skemmtilegri dagskrá á næsta ári,“ segir Ingvar að lokum. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Það eru svo margir tónlistarmenn sem eru aldir upp í plötubúðum. Þegar stafræna formið kom til sögunnar og plötubúðir fóru að loka um allan heim, fóru þessar sem eftir urðu að verða dálítið sérstakur vettvangur og mikil menningarstarfsemi sem fer þar fram. Það er svo gaman fyrir fólk að koma inn og hitta aðra sem eru að fást við það sama, eða að sjá þekkt andlit úr bransanum,“ segir Ingvar Geirsson, eigandi Lucky Records, plötuverslunar á Rauðarárstíg, en alþjóðlegur dagur plötubúðanna er í dag, laugardag. „Deginum verður fagnað,“ segir Ingvar jafnframt, en meðal annars koma fram hljómsveitirnar Samaris og Epic Rain, tónlistarmaðurinn Futuregrapher og svo verður útgáfufyrirtækið Borg með svokallað dj-sett. „Svo verður haldið upp á daginn með alls konar sérstökum útgáfum. Of Monsters and Men ætla að gefa út tveggja laga, sjö tommu, vínylplötu, Ásgeir Trausti, og John Grant gefa einnig út sérstaka útgáfu á þessum degi. FM Belfast ætla að hafa sína nýju plötu fáanlega í plötubúðum, þrátt fyrir að formlegur útgáfudagur plötunnar sé 22. apríl, og Epic Rain gefur einnig út nýja plötu í dag, svo eitthvað sé nefnt. Það lendir reyndar þannig að dagurinn er á þessari páskahelgi, þannig að við erum í smá stríði við póstinn með að fá allt efnið til landsins fyrir þennan dag,“ segir Ingvar léttur í bragði. Ingvar segir mikla aukningu í útgáfu íslenskrar tónlistar. „Það er svo margt sem er að koma út, alls konar dót, margt sem er bara gefið út á vínyl og svona. En tölurnar eru samt langt frá því að vera þær sömu og voru fyrir tíu fimmtán árum síðan,“ útskýrir Ingvar, en hann hefur verið ein níu ár í bransanum. „Ég er gríðarlega mikill tónlistaráhugamaður og ég elska það sem ég geri. Það er rosalega gaman að hafa komið því þannig fyrir að geta gert þetta alla daga,“ segir Ingvar. Alþjóðlegi dagur plötubúðanna er haldin í fjórða sinn hátíðlega hér á landi, en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk útgáfa verður þennan dag. „Stefnan er að stækka við sig og hafa enn þá meiri og skemmtilegri dagskrá á næsta ári,“ segir Ingvar að lokum.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp