Ómur kalds stríðs Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. apríl 2014 07:00 Fyrir fáeinum vikum eða mánuðum hefðu menn afgreitt það sem hræðsluáróður og kaldastríðstal ef einhver hefði spáð því að á 21. öldinni yrði landamærum Evrópuríkja enn og aftur breytt með hervaldi; að eitt Evrópuríki myndi ráðast inn í annað og taka af því landsvæði. Það er liðin tíð, hefðu margir sagt. Svo gerðist það; Rússland réðst inn í Úkraínu og hefur nú innlimað Krímskaga. Á augabragði hefur mikið starf að friði og öryggi í Evrópu verið að engu gert. Það er ekki ofmælt hjá Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO), að framferði Rússa gagnvart Úkraínu sé alvarlegasta ógn við öryggi í Evrópu í mannsaldur. Viðbrögð NATO hafa verið hörð. Utanríkisráðherrar bandalagsins ákváðu á fundi fyrr í vikunni að hætta öllu hernaðar- og borgaralegu samstarfi við Rússland, samstarfi sem tekið hefur tvo áratugi að byggja upp. NATO hefur eflt loftrýmisgæzlu í Eystrasaltsríkjunum, ratsjárflugvélar fljúga eftirlitsflug yfir Póllandi og Rúmeníu og rætt er innan bandalagsins hvort efla þurfi varnir aðildarríkjanna í Austur-Evrópu enn frekar. Á sama tíma auka Rússar liðssafnað sinn við austurlandamæri Úkraínu og NATO segist ekki sjá nein merki um að þær hersveitir hafi verið kallaðar til baka. Sú gagnkvæma öryggistrygging, sem NATO-aðildin veitir, hefur sannað gildi sitt. Hún þýðir að til dæmis Eystrasaltsríkin, þar sem er stór rússneskur minnihluti og staðan að því leyti svipuð gagnvart Rússlandi og í Úkraínu, ættu að geta treyst því að Rússar beiti þau ekki sambærilegu ofríki – nema Pútín og hans menn séu endanlega gengnir af göflunum. Ef viðleitni Úkraínu til að ganga í NATO hefði ekki verið stöðvuð, undir hótunum og þrýstingi Rússa, hefði Krímskagainnrásin sennilega ekki átt sér stað. Nú endurtaka Rússar hótanir sínar í garð Úkraínu og vara ríkið við að sækjast eftir aðild að bandalaginu. NATO þarf að beina sjónum á ný að sínu gamla kjarnahlutverki, vörnum landsvæðis aðildarríkjanna, sem sumir héldu fram að væri orðið úrelt og skipti ekki máli. Samheldnina innan bandalagsins þarf sömuleiðis að efla. Gera verður ráð fyrir að Bandaríkin, sem höfðu gefið yfirlýsingar um að athygli þeirra beindist nú í vaxandi mæli að Kyrrahafinu og Asíu, telji sig á ný þurfa að sinna öryggi Evrópu. Þá verða evrópsk aðildarríki NATO, Ísland þar með talið, hins vegar að vera reiðubúnari en áður að axla með Bandaríkjunum hinar fjárhagslegu byrðar af sameiginlegum vörnum bandalagsins. Í umræðum um öryggismál Evrópu heyrum við nú heldur dapurlegan enduróm kalda stríðsins. Þeir sem hafa andmælt því útbreidda sjónarmiði að engin hefðbundin hernaðarleg ógn steðji lengur að ríkjum Evrópu og varnarviðbúnaður gegn slíkri hættu sé óþarfur, ættu sízt að hlakka yfir því að hafa haft rétt fyrir sér. En framferði Rússa sýnir því miður að það var og er áfram ástæða til að hafa varann á. Það verður að forðast stigmögnun spennunnar í evrópskum öryggismálum og nýtt vígbúnaðarkapphlaup. Við eigum að hafa lært nógu mikið af sögunni til að afstýra slíku. En það á þá við um öll Evrópuríki. Rússland, sem hefur þverbrotið alþjóðalög og -samninga og sýnt nágrannaríki sínu ótrúlegan yfirgang, verður að sýna samstarfsvilja á ný ef takast á að afstýra nýju köldu stríði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Fyrir fáeinum vikum eða mánuðum hefðu menn afgreitt það sem hræðsluáróður og kaldastríðstal ef einhver hefði spáð því að á 21. öldinni yrði landamærum Evrópuríkja enn og aftur breytt með hervaldi; að eitt Evrópuríki myndi ráðast inn í annað og taka af því landsvæði. Það er liðin tíð, hefðu margir sagt. Svo gerðist það; Rússland réðst inn í Úkraínu og hefur nú innlimað Krímskaga. Á augabragði hefur mikið starf að friði og öryggi í Evrópu verið að engu gert. Það er ekki ofmælt hjá Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO), að framferði Rússa gagnvart Úkraínu sé alvarlegasta ógn við öryggi í Evrópu í mannsaldur. Viðbrögð NATO hafa verið hörð. Utanríkisráðherrar bandalagsins ákváðu á fundi fyrr í vikunni að hætta öllu hernaðar- og borgaralegu samstarfi við Rússland, samstarfi sem tekið hefur tvo áratugi að byggja upp. NATO hefur eflt loftrýmisgæzlu í Eystrasaltsríkjunum, ratsjárflugvélar fljúga eftirlitsflug yfir Póllandi og Rúmeníu og rætt er innan bandalagsins hvort efla þurfi varnir aðildarríkjanna í Austur-Evrópu enn frekar. Á sama tíma auka Rússar liðssafnað sinn við austurlandamæri Úkraínu og NATO segist ekki sjá nein merki um að þær hersveitir hafi verið kallaðar til baka. Sú gagnkvæma öryggistrygging, sem NATO-aðildin veitir, hefur sannað gildi sitt. Hún þýðir að til dæmis Eystrasaltsríkin, þar sem er stór rússneskur minnihluti og staðan að því leyti svipuð gagnvart Rússlandi og í Úkraínu, ættu að geta treyst því að Rússar beiti þau ekki sambærilegu ofríki – nema Pútín og hans menn séu endanlega gengnir af göflunum. Ef viðleitni Úkraínu til að ganga í NATO hefði ekki verið stöðvuð, undir hótunum og þrýstingi Rússa, hefði Krímskagainnrásin sennilega ekki átt sér stað. Nú endurtaka Rússar hótanir sínar í garð Úkraínu og vara ríkið við að sækjast eftir aðild að bandalaginu. NATO þarf að beina sjónum á ný að sínu gamla kjarnahlutverki, vörnum landsvæðis aðildarríkjanna, sem sumir héldu fram að væri orðið úrelt og skipti ekki máli. Samheldnina innan bandalagsins þarf sömuleiðis að efla. Gera verður ráð fyrir að Bandaríkin, sem höfðu gefið yfirlýsingar um að athygli þeirra beindist nú í vaxandi mæli að Kyrrahafinu og Asíu, telji sig á ný þurfa að sinna öryggi Evrópu. Þá verða evrópsk aðildarríki NATO, Ísland þar með talið, hins vegar að vera reiðubúnari en áður að axla með Bandaríkjunum hinar fjárhagslegu byrðar af sameiginlegum vörnum bandalagsins. Í umræðum um öryggismál Evrópu heyrum við nú heldur dapurlegan enduróm kalda stríðsins. Þeir sem hafa andmælt því útbreidda sjónarmiði að engin hefðbundin hernaðarleg ógn steðji lengur að ríkjum Evrópu og varnarviðbúnaður gegn slíkri hættu sé óþarfur, ættu sízt að hlakka yfir því að hafa haft rétt fyrir sér. En framferði Rússa sýnir því miður að það var og er áfram ástæða til að hafa varann á. Það verður að forðast stigmögnun spennunnar í evrópskum öryggismálum og nýtt vígbúnaðarkapphlaup. Við eigum að hafa lært nógu mikið af sögunni til að afstýra slíku. En það á þá við um öll Evrópuríki. Rússland, sem hefur þverbrotið alþjóðalög og -samninga og sýnt nágrannaríki sínu ótrúlegan yfirgang, verður að sýna samstarfsvilja á ný ef takast á að afstýra nýju köldu stríði.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun