25 þúsund manns skaðast í verkfalli Mikael Torfason skrifar 28. mars 2014 07:00 Vonandi og væntanlega verður fljótlega samið í verkfalli framhaldsskólakennara. Niðurstaðan verður á þá leið að flestir telja sig geta lifað með henni en fórnarkostnaðurinn er þegar orðinn mikill. Um 25 þúsund manns, námsmenn, bera ómældan skaða af verkfallinu. Sumir munu verða að svokölluðu „brottfalli“ og fyrirliggjandi er að framtíðaráætlanir fjölmargra eru í uppnámi. Það er alltaf hægt að semja og það verður á endanum samið. Við vitum það öll að það fer ekki svo að framhaldsskólakennarar muni aldrei snúa aftur til vinnu. Innan einhverra vikna verður boðið upp á rjómavöfflur í Karphúsinu í tilefni þess að búið er að skrifa undir samning sem hefði allt eins verið hægt að skrifa undir í síðustu viku. Í því ljósi er þetta einhvers konar leikrit. Því miður eru fleiri slíkar uppfærslur á leið á fjalirnar. Háskólakennarar boða verkfall 25. apríl en í Háskóla Íslands eru 14 þúsund nemendur. Þá er ekki mikil bjartsýni um að það takist að semja við grunnskólakennara en yfir 40 þúsund börn eru í grunnskólum landsins. Samningur við leikskólakennara rennur út 30. apríl en leikskólabörn eru um 20 þúsund. Verkföll í skólum landsins snerta allar fjölskyldur í landinu. Verkfall er vopn sem félög geta beitt til að þvinga stjórnvöld til að borga hærri laun. Starfsmenn ríkis og bæja á Íslandi eru óánægðari með kjör sín en aðrir og erfiðara virðist að finna lausn á kjaradeilum þar en á almennum vinnumarkaði. Þannig eiga opinberir starfsmenn um helming allra verkfallsdaga á Íslandi síðustu fjörutíu ár en þeir eru varla fjórðungur vinnuaflsins hér á landi. Nemendur á Íslandi eiga sér langa verkfallasögu. Grunnskólakennarar fóru síðast í verkfall 2008 og stóð það verkfall í átta vikur. Ríkisstjórnin setti á endanum lög sem þvinguðu samningsaðila til að semja ellegar myndi Hæstiréttur skipa þriggja manna gerðardóm sem myndi ákveða kaup og kjör kennara. Samningar náðust fljótlega upp úr því og gerðardómur þurfti því aldrei að láta til sín taka. Kennaraverkföll eru okkur sem samfélagi alltof dýrkeypt. Við megum ekki láta þetta verkfall dragast á langinn og hljótum að gera þá kröfu að samið verði sem fyrst. Við vitum að menn munu að lokum ná saman; samningsþófið er óþolandi. Þeir sem við samningaborðið sitja mega ekki láta persónulegt stolt og úrsérgengna samningstækni sem alltaf kemur upp við slíkar aðstæður verða Þránd í Götu. Verkföll eru þess eðlis að þau vekja athygli á mikilvægi þeirra sem leggja niður störf. Mikilvægi kennarastéttarinnar fer ekkert á milli mála. Það liggur ljóst fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Vonandi og væntanlega verður fljótlega samið í verkfalli framhaldsskólakennara. Niðurstaðan verður á þá leið að flestir telja sig geta lifað með henni en fórnarkostnaðurinn er þegar orðinn mikill. Um 25 þúsund manns, námsmenn, bera ómældan skaða af verkfallinu. Sumir munu verða að svokölluðu „brottfalli“ og fyrirliggjandi er að framtíðaráætlanir fjölmargra eru í uppnámi. Það er alltaf hægt að semja og það verður á endanum samið. Við vitum það öll að það fer ekki svo að framhaldsskólakennarar muni aldrei snúa aftur til vinnu. Innan einhverra vikna verður boðið upp á rjómavöfflur í Karphúsinu í tilefni þess að búið er að skrifa undir samning sem hefði allt eins verið hægt að skrifa undir í síðustu viku. Í því ljósi er þetta einhvers konar leikrit. Því miður eru fleiri slíkar uppfærslur á leið á fjalirnar. Háskólakennarar boða verkfall 25. apríl en í Háskóla Íslands eru 14 þúsund nemendur. Þá er ekki mikil bjartsýni um að það takist að semja við grunnskólakennara en yfir 40 þúsund börn eru í grunnskólum landsins. Samningur við leikskólakennara rennur út 30. apríl en leikskólabörn eru um 20 þúsund. Verkföll í skólum landsins snerta allar fjölskyldur í landinu. Verkfall er vopn sem félög geta beitt til að þvinga stjórnvöld til að borga hærri laun. Starfsmenn ríkis og bæja á Íslandi eru óánægðari með kjör sín en aðrir og erfiðara virðist að finna lausn á kjaradeilum þar en á almennum vinnumarkaði. Þannig eiga opinberir starfsmenn um helming allra verkfallsdaga á Íslandi síðustu fjörutíu ár en þeir eru varla fjórðungur vinnuaflsins hér á landi. Nemendur á Íslandi eiga sér langa verkfallasögu. Grunnskólakennarar fóru síðast í verkfall 2008 og stóð það verkfall í átta vikur. Ríkisstjórnin setti á endanum lög sem þvinguðu samningsaðila til að semja ellegar myndi Hæstiréttur skipa þriggja manna gerðardóm sem myndi ákveða kaup og kjör kennara. Samningar náðust fljótlega upp úr því og gerðardómur þurfti því aldrei að láta til sín taka. Kennaraverkföll eru okkur sem samfélagi alltof dýrkeypt. Við megum ekki láta þetta verkfall dragast á langinn og hljótum að gera þá kröfu að samið verði sem fyrst. Við vitum að menn munu að lokum ná saman; samningsþófið er óþolandi. Þeir sem við samningaborðið sitja mega ekki láta persónulegt stolt og úrsérgengna samningstækni sem alltaf kemur upp við slíkar aðstæður verða Þránd í Götu. Verkföll eru þess eðlis að þau vekja athygli á mikilvægi þeirra sem leggja niður störf. Mikilvægi kennarastéttarinnar fer ekkert á milli mála. Það liggur ljóst fyrir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun