Jólabjór í mars Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 26. mars 2014 07:00 Fréttir bárust af því í gær að Íslendingar væru svo sólgnir í páskabjórinn að ákveðnar tegundir væru nú þegar uppseldar hjá framleiðanda. Það er ekkert skrítið því framboðið á þessari vöru er einungis tímabundið. Við búum nefnilega við reglur um það hvenær má selja ákveðinn bjór. Sölutímabilin eru vandlega skorðuð við þorra, lönguföstu og jólamánuð og stranglega bannað að hafa hina svokölluðu árstíðabundnu vöru á boðstólnum utan tímabilsins. Ríkisvaldið má nefnilega ekki til þess hugsa að borgarar þessa lands drekki jólabjór um páskana eða páskabjór á þorranum. Það er svo svívirðileg tilhugsun að fjármálaráðuneytið setti um það sérstakar reglur í reglulgerð 755/2011. Og þessum reglum fylgir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins eftir með harðri hendi og öll bjórframleiðsla á Íslandi þarf að laga sig að þeim. Það er kaldhæðnislegt að einu afskipti nýrrar ríkisstjórnar af þessari reglugerð voru nú um þorrann þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók fram fyrir hendur á Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sem hafði úrskurðað að sérstakur Þorrabjór, bruggaður úr 5 ára gömlu hvalamjöli sem var ekki ætlað til manneldis, uppfyllti ekki skilyrði matvælalaga. Bjórverksmiðjan áfrýjaði úrskurðinum til ráðherra sem frestaði réttaráhrifum hans fram yfir Þorramánuð og var því hægt að framleiða og selja bjórinn. Engum dylst að með þessari ákvörðun náði ráðherra að forða viðkomandi bjórverksmiðju frá töluverðu tjóni enda hefði verið bannað að selja bjórinn eftir að Þorra lauk. Þetta var vafasamt inngrip og þurfti hann – eðlilega – að sæta töluverðri gagnrýni. Það vekur hins vegar furðu að engum í ríkisstjórninni hafi einfaldlega dottið í hug að afnema þessa árstíðabindingu og leyfa Kristjáni Loftssyni og félögum að svolgra í sig hvalabjór allan ársins hring. Þetta viðvarandi sinnuleysi gagnvart hinni gegndarlausu forræðishyggju sem viðgengst í áfengismálum er náttúrulega með ólíkindum. Það virðist ekki skipta neinu máli hvort ríkisstjórnarflokkar tengja sig við frelsi einstaklingsins eða félagshyggju, frjálslyndi eða íhaldssemi – ekkert breytist. Og á meðan þurfa Íslendingar að fara í ríkisrekna verslun til að kaupa sér bjór og léttvín. Það tíðkast hreint ekki í kringum okkur, nema á stöku stað, að fólki sé ekki treystandi til að velja sér áfengi í kjörbúðum. Hræsnin er öskrandi því á sama tíma treystum við – sem betur fer – fólki til að kaupa sér nikótín, svo ekki sé talað um allt sælgætið og feitmetið sem er stærsta heilbrigðisváin sem vofir yfir Vesturlöndum um þessar mundir. Þetta er tímaskekkja. Tími ráðstjórnarríkja, forræðishyggju og skammtana er einfaldlega liðinn undir lok og tímabært að stjórnmálamennirnir okkar fari að haga sér samkvæmt því. Reyndar myndi engum heilvita pólitíkusi detta í hug að stinga upp á ríkisreknum nammibörum þótt sömu rök ættu líklega við varðandi skaðsemi áfengis og afleitt tjón fyrir samfélagið. En þegar kemur að því að afnema forræðishyggju úr gildandi lögum þyngist róðurinn. Þar virðist eitthvert sérkennilegt tregðulögmál ríkja – sama hversu vitlaus lögin eru. Til þessa hefur nánast ekkert þokast í átt til meira frjálslyndis og ríkisstjórnin þarf nú að sýna úr hverju hún er gerð. Það gengur ekki að predika frjálslyndi á tyllidögum en vera alveg lömuð gagnvart þeirri forræðishyggju sem hefur fengið að lauma sér í hvern krók og kima í lagasafninu. Á meðan er stranglega bannað að drekka jólabjór í mars.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 26. mars 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Fréttir bárust af því í gær að Íslendingar væru svo sólgnir í páskabjórinn að ákveðnar tegundir væru nú þegar uppseldar hjá framleiðanda. Það er ekkert skrítið því framboðið á þessari vöru er einungis tímabundið. Við búum nefnilega við reglur um það hvenær má selja ákveðinn bjór. Sölutímabilin eru vandlega skorðuð við þorra, lönguföstu og jólamánuð og stranglega bannað að hafa hina svokölluðu árstíðabundnu vöru á boðstólnum utan tímabilsins. Ríkisvaldið má nefnilega ekki til þess hugsa að borgarar þessa lands drekki jólabjór um páskana eða páskabjór á þorranum. Það er svo svívirðileg tilhugsun að fjármálaráðuneytið setti um það sérstakar reglur í reglulgerð 755/2011. Og þessum reglum fylgir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins eftir með harðri hendi og öll bjórframleiðsla á Íslandi þarf að laga sig að þeim. Það er kaldhæðnislegt að einu afskipti nýrrar ríkisstjórnar af þessari reglugerð voru nú um þorrann þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók fram fyrir hendur á Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sem hafði úrskurðað að sérstakur Þorrabjór, bruggaður úr 5 ára gömlu hvalamjöli sem var ekki ætlað til manneldis, uppfyllti ekki skilyrði matvælalaga. Bjórverksmiðjan áfrýjaði úrskurðinum til ráðherra sem frestaði réttaráhrifum hans fram yfir Þorramánuð og var því hægt að framleiða og selja bjórinn. Engum dylst að með þessari ákvörðun náði ráðherra að forða viðkomandi bjórverksmiðju frá töluverðu tjóni enda hefði verið bannað að selja bjórinn eftir að Þorra lauk. Þetta var vafasamt inngrip og þurfti hann – eðlilega – að sæta töluverðri gagnrýni. Það vekur hins vegar furðu að engum í ríkisstjórninni hafi einfaldlega dottið í hug að afnema þessa árstíðabindingu og leyfa Kristjáni Loftssyni og félögum að svolgra í sig hvalabjór allan ársins hring. Þetta viðvarandi sinnuleysi gagnvart hinni gegndarlausu forræðishyggju sem viðgengst í áfengismálum er náttúrulega með ólíkindum. Það virðist ekki skipta neinu máli hvort ríkisstjórnarflokkar tengja sig við frelsi einstaklingsins eða félagshyggju, frjálslyndi eða íhaldssemi – ekkert breytist. Og á meðan þurfa Íslendingar að fara í ríkisrekna verslun til að kaupa sér bjór og léttvín. Það tíðkast hreint ekki í kringum okkur, nema á stöku stað, að fólki sé ekki treystandi til að velja sér áfengi í kjörbúðum. Hræsnin er öskrandi því á sama tíma treystum við – sem betur fer – fólki til að kaupa sér nikótín, svo ekki sé talað um allt sælgætið og feitmetið sem er stærsta heilbrigðisváin sem vofir yfir Vesturlöndum um þessar mundir. Þetta er tímaskekkja. Tími ráðstjórnarríkja, forræðishyggju og skammtana er einfaldlega liðinn undir lok og tímabært að stjórnmálamennirnir okkar fari að haga sér samkvæmt því. Reyndar myndi engum heilvita pólitíkusi detta í hug að stinga upp á ríkisreknum nammibörum þótt sömu rök ættu líklega við varðandi skaðsemi áfengis og afleitt tjón fyrir samfélagið. En þegar kemur að því að afnema forræðishyggju úr gildandi lögum þyngist róðurinn. Þar virðist eitthvert sérkennilegt tregðulögmál ríkja – sama hversu vitlaus lögin eru. Til þessa hefur nánast ekkert þokast í átt til meira frjálslyndis og ríkisstjórnin þarf nú að sýna úr hverju hún er gerð. Það gengur ekki að predika frjálslyndi á tyllidögum en vera alveg lömuð gagnvart þeirri forræðishyggju sem hefur fengið að lauma sér í hvern krók og kima í lagasafninu. Á meðan er stranglega bannað að drekka jólabjór í mars.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 26. mars 2014.