Pervertismi fyrir pappír 25. mars 2014 07:30 Útskriftarnemar úr grafískri hönnun Vísir/Daníel Mæna, tímarit um grafíska hönnun á Íslandi, er gefið út af útskriftarnemum úr Listaháskólanum í dag. „Þetta er fimmta útgáfa Mænu. Að sjálfsögðu hljómar það frekar yfirþyrmandi í fyrstu að 20 hönnunarnemar með mismikið egó og afar mismunandi skoðanir fari saman í slíka útgáfu en ótrúlegt en satt þá gekk samvinnan vonum framar og engin vinslit urðu við vinnslu blaðsins,“ segir Krista Hall, einn nemenda að baki útgáfunni, létt í bragði. Þema blaðsins í ár er tækni. „Við sem útskriftarnemar í grafískri hönnun þurfum að vera leiðandi í þeim straumum sem í gangi eru í hönnunarheiminum hverju sinni,“ segir Sigríður Hulda Sigurðardóttir, annar nemandi í Listaháskólanum. „Við tölum oft um að við séum með ákveðinn pervertisma fyrir pappír, litum og áferð og okkur fannst við svo sannarlega ná að fullnægja þeim pervertisma með þessu sexí tímariti,“ segir Krista, en þau eyddu miklum tíma í Gunnari Eggertssyni við pappírsval. „Við misstum okkur úr gleði inn á flennistórum pappírslagernum hjá honum. Svo hefði ég ekki getað ímyndað mér að lyktin af nýprentuðu tímariti gæti verið svona fáránlega góð eða lengri dvöl í prentsmiðjunni Odda svona gefandi,“ bætir hún við. Blaðið er gefið út í 500 eintökum og er hvert eintak sett saman í höndunum. „Það þýddi fjórtán klukkutíma af færibandavinnu og hvorki meira né minna en sjö hundruð og fimmtíu metra af teygju sem klippt var niður og notuð til að festa tímaritið saman. Þá var líka eins gott að við værum öll vinir ennþá því þessir fjórtán tímar tóku aðeins á taugarnar en á uppgjafaraugnablikunum var bara hækkað í tónlistinni og dansað smá meðan teygjurnar voru þræddar í blaðið,“ segir Krista, en útgáfuhóf Mænu er haldið í Dansverkstæðinu klukkan fimm í dag. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Mæna, tímarit um grafíska hönnun á Íslandi, er gefið út af útskriftarnemum úr Listaháskólanum í dag. „Þetta er fimmta útgáfa Mænu. Að sjálfsögðu hljómar það frekar yfirþyrmandi í fyrstu að 20 hönnunarnemar með mismikið egó og afar mismunandi skoðanir fari saman í slíka útgáfu en ótrúlegt en satt þá gekk samvinnan vonum framar og engin vinslit urðu við vinnslu blaðsins,“ segir Krista Hall, einn nemenda að baki útgáfunni, létt í bragði. Þema blaðsins í ár er tækni. „Við sem útskriftarnemar í grafískri hönnun þurfum að vera leiðandi í þeim straumum sem í gangi eru í hönnunarheiminum hverju sinni,“ segir Sigríður Hulda Sigurðardóttir, annar nemandi í Listaháskólanum. „Við tölum oft um að við séum með ákveðinn pervertisma fyrir pappír, litum og áferð og okkur fannst við svo sannarlega ná að fullnægja þeim pervertisma með þessu sexí tímariti,“ segir Krista, en þau eyddu miklum tíma í Gunnari Eggertssyni við pappírsval. „Við misstum okkur úr gleði inn á flennistórum pappírslagernum hjá honum. Svo hefði ég ekki getað ímyndað mér að lyktin af nýprentuðu tímariti gæti verið svona fáránlega góð eða lengri dvöl í prentsmiðjunni Odda svona gefandi,“ bætir hún við. Blaðið er gefið út í 500 eintökum og er hvert eintak sett saman í höndunum. „Það þýddi fjórtán klukkutíma af færibandavinnu og hvorki meira né minna en sjö hundruð og fimmtíu metra af teygju sem klippt var niður og notuð til að festa tímaritið saman. Þá var líka eins gott að við værum öll vinir ennþá því þessir fjórtán tímar tóku aðeins á taugarnar en á uppgjafaraugnablikunum var bara hækkað í tónlistinni og dansað smá meðan teygjurnar voru þræddar í blaðið,“ segir Krista, en útgáfuhóf Mænu er haldið í Dansverkstæðinu klukkan fimm í dag.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira