Ný húsgagnalína frá Volka Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 24. mars 2014 11:00 Olga Hrafnsdóttir og Elísabet Jónsdóttir kynna nýjustu vörur sínar á HönnunarMars. mynd/daníel Hönnunartvíeykið Volki kynnir nýja húsgagnalínu á HönnunarMars, inni- og útihúsgögn sem unnin eru út frá íslenskum vitum. "Við tókum ljósmyndir af vitum um allt land og heilluðumst alveg upp úr skónum. Úr urðu húsgögn sem við hönnuðum út frá formum vitanna,“ útskýrir Olga Hrafnsdóttir sem ásamt Elísabetu Jónsdóttur skipar hönnunardúettinn Volka. Volki hefur meðal annars vakið athygli fyrir litríka prjónahönnun úr ull, svo sem teppi, trefla og púða og einnig kolla sem klæddir eru grófu hekli úr ull. Volki frumsýnir nú nýja húsgagnalínu á HönnunarMars sem kallast Viti. Línan innheldur inni- og útihúsgögn sem unnin eru úr stáli og viði, ljós í tveimur stærðum og kolla.Viti Glæný húsgagnalína Volka er hönnuð út frá formum íslenskra vita. Línan verður kynnt á HönnunarMars í Mengi, Óðinsgötu 2.„Okkur fannst vanta einföld, litrík húsgögn sem hægt væri að nota bæði úti og inni,“ segir Olga. „Annað ljósið er einnig borð sem hægt er að kippa með sér út og kollunum er hægt að stafla upp. Þeir eru með trésessum og sessum úr íslenskri ull. Við létum pólýhúða stálið í líflegum litum og gerðum meira að segja tilraunir með efni sem notað er á pallinn á pallbílum. Okkur langaði í mjúka áferð á húsgögnin og þeir hjá Bílahöllinni gerðu fyrir okkur prufur með þetta efni. Það þolir nánast allt. Þetta efni er meira að segja notað á gólf í hesthúsum,“ segir Olga. „Þeir áttu æðislega fallegan grænan lit sem við notuðum á kollana. Nú bíðum við bara eftir sumrinu.“ Þær Olga og Elísabet kynna nýju línuna í Mengi á Óðinsgötu 2 og verður opnun á miðvikudaginn 26. mars milli klukkan 17 og 20. „Mengi er skemmtileg verslun með bókverk, myndlist og hönnun og alltaf á fimmtudögum, föstudögum og laugarögum eru uppákomur, ýmist tónleikar leiksýningar eða gjörningar. Við erum núna með vinnustofu í Mengi og ætlum að bjóða upp á léttar veitingar og tónlist á opnuninni. Við hlökkum mikið til, það er alltaf svo frábær stemning á HönnunarMars." HönnunarMars Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Hönnunartvíeykið Volki kynnir nýja húsgagnalínu á HönnunarMars, inni- og útihúsgögn sem unnin eru út frá íslenskum vitum. "Við tókum ljósmyndir af vitum um allt land og heilluðumst alveg upp úr skónum. Úr urðu húsgögn sem við hönnuðum út frá formum vitanna,“ útskýrir Olga Hrafnsdóttir sem ásamt Elísabetu Jónsdóttur skipar hönnunardúettinn Volka. Volki hefur meðal annars vakið athygli fyrir litríka prjónahönnun úr ull, svo sem teppi, trefla og púða og einnig kolla sem klæddir eru grófu hekli úr ull. Volki frumsýnir nú nýja húsgagnalínu á HönnunarMars sem kallast Viti. Línan innheldur inni- og útihúsgögn sem unnin eru úr stáli og viði, ljós í tveimur stærðum og kolla.Viti Glæný húsgagnalína Volka er hönnuð út frá formum íslenskra vita. Línan verður kynnt á HönnunarMars í Mengi, Óðinsgötu 2.„Okkur fannst vanta einföld, litrík húsgögn sem hægt væri að nota bæði úti og inni,“ segir Olga. „Annað ljósið er einnig borð sem hægt er að kippa með sér út og kollunum er hægt að stafla upp. Þeir eru með trésessum og sessum úr íslenskri ull. Við létum pólýhúða stálið í líflegum litum og gerðum meira að segja tilraunir með efni sem notað er á pallinn á pallbílum. Okkur langaði í mjúka áferð á húsgögnin og þeir hjá Bílahöllinni gerðu fyrir okkur prufur með þetta efni. Það þolir nánast allt. Þetta efni er meira að segja notað á gólf í hesthúsum,“ segir Olga. „Þeir áttu æðislega fallegan grænan lit sem við notuðum á kollana. Nú bíðum við bara eftir sumrinu.“ Þær Olga og Elísabet kynna nýju línuna í Mengi á Óðinsgötu 2 og verður opnun á miðvikudaginn 26. mars milli klukkan 17 og 20. „Mengi er skemmtileg verslun með bókverk, myndlist og hönnun og alltaf á fimmtudögum, föstudögum og laugarögum eru uppákomur, ýmist tónleikar leiksýningar eða gjörningar. Við erum núna með vinnustofu í Mengi og ætlum að bjóða upp á léttar veitingar og tónlist á opnuninni. Við hlökkum mikið til, það er alltaf svo frábær stemning á HönnunarMars."
HönnunarMars Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira