Ópera á 50 mínútum 22. mars 2014 09:30 Unnur Helga Möller Vísir/Úr einkasafni „Þetta er ópera á fimmtíu mínútum. Ég ætla fara í gegnum óperusöguna sem spannar um 500 ár á tónleikunum,“ segir sópransöngkonan Unnur Helga Möller sem kemur fram á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn. Hún ætlar að gera efnið einstaklega aðgengilegt fyrir þá sem þekkja óperur yfir höfuð ekkert svakalega vel. „Margir vinir mínir þekkja óperuheiminn lítið og ætla ég reyna gera þetta einstaklega aðgengilegt og skemmtilegt,“ bætir Unnur Helga við. Eins og fram hefur komið er hún næstum alnafna þekktrar söngkonu, Helgu Möller en eru þið skyldar. „Við erum fjórmenningar og höfum hisst á ættarmótum. Við höfum reyndar aldrei sungið saman en ég væri þó mikið til í að syngja með henni,“ segir Unnur Helga létt í lund. Unnur Helga er frá Akureyri og söng í 10 ár með Stúlknakór Akureyrarkirkju, söng í söngleikjum og með ýmsum kórum nyrðra og lauk námi við Tónlistarskólann á Akureyri. Hér syðra þar sem hún býr í dag, nam hún við Söngskóla Sigurðar Demetz þar sem Kristján Jóhannsson var aðalkennari hennar. Hún fór í framhaldsnám í Leipzig og Salzburg og hefur komið fram í ýmsum verkefnum bæði heima og erlendis, m.a. söng hún í gjörningi Ragnars Kjartanssonar, BLISS við Performa 11 hátíðina í New York. Hún er í kór Íslensku óperunnar og hefur í vetur tekið þátt í bæði Carmen og nú í Ragnheiði. Þá hefur Unnur Helga lokið námi í mannfræði og unnið meðfram söngnum á Árbæjarsafni við að handmjólka kýr og strokka smjör. „Það er frábært að fá að syngja þarna og gaman að koma fram með frábærum píanóleikara,“ segir Unnur Helga um tónleikana. Með Unni Helgu á tónleikunum leikur Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Á efniskrá eru ýmsar óperuaríur og fer Unnur Helga lauslega í gegnum óperusöguna allt frá Caccini og síðan syngur hún aríur eftir Verdi, Mozart, Handel og endar á Menotti. „Minn helsti draumur er svo að syngja með Skálmöld, Lucia Di Lammermoor það væri gaman,“ segir Unnur Helga spurðu út í framhaldið. Tónleikarnir eru styrktir af Samfélagssjóði EFLU verkfræðistofu í tilefni af 40 ára afmælis fyrirtækisins og eru þeir haldnir í samstarfi við Hörpu, tónlistar og ráðstefnuhús. Tónleikarnir eru ókeypis á meðan húsrúm leyfir, en fullt hefur verið á alla tónleika tónleikaraðarinnar Eflum ungar raddir, í vetur í þessari tónleikaröð. Þeir hefjast kl. 16.00 í Kaldalóni. Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er ópera á fimmtíu mínútum. Ég ætla fara í gegnum óperusöguna sem spannar um 500 ár á tónleikunum,“ segir sópransöngkonan Unnur Helga Möller sem kemur fram á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn. Hún ætlar að gera efnið einstaklega aðgengilegt fyrir þá sem þekkja óperur yfir höfuð ekkert svakalega vel. „Margir vinir mínir þekkja óperuheiminn lítið og ætla ég reyna gera þetta einstaklega aðgengilegt og skemmtilegt,“ bætir Unnur Helga við. Eins og fram hefur komið er hún næstum alnafna þekktrar söngkonu, Helgu Möller en eru þið skyldar. „Við erum fjórmenningar og höfum hisst á ættarmótum. Við höfum reyndar aldrei sungið saman en ég væri þó mikið til í að syngja með henni,“ segir Unnur Helga létt í lund. Unnur Helga er frá Akureyri og söng í 10 ár með Stúlknakór Akureyrarkirkju, söng í söngleikjum og með ýmsum kórum nyrðra og lauk námi við Tónlistarskólann á Akureyri. Hér syðra þar sem hún býr í dag, nam hún við Söngskóla Sigurðar Demetz þar sem Kristján Jóhannsson var aðalkennari hennar. Hún fór í framhaldsnám í Leipzig og Salzburg og hefur komið fram í ýmsum verkefnum bæði heima og erlendis, m.a. söng hún í gjörningi Ragnars Kjartanssonar, BLISS við Performa 11 hátíðina í New York. Hún er í kór Íslensku óperunnar og hefur í vetur tekið þátt í bæði Carmen og nú í Ragnheiði. Þá hefur Unnur Helga lokið námi í mannfræði og unnið meðfram söngnum á Árbæjarsafni við að handmjólka kýr og strokka smjör. „Það er frábært að fá að syngja þarna og gaman að koma fram með frábærum píanóleikara,“ segir Unnur Helga um tónleikana. Með Unni Helgu á tónleikunum leikur Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Á efniskrá eru ýmsar óperuaríur og fer Unnur Helga lauslega í gegnum óperusöguna allt frá Caccini og síðan syngur hún aríur eftir Verdi, Mozart, Handel og endar á Menotti. „Minn helsti draumur er svo að syngja með Skálmöld, Lucia Di Lammermoor það væri gaman,“ segir Unnur Helga spurðu út í framhaldið. Tónleikarnir eru styrktir af Samfélagssjóði EFLU verkfræðistofu í tilefni af 40 ára afmælis fyrirtækisins og eru þeir haldnir í samstarfi við Hörpu, tónlistar og ráðstefnuhús. Tónleikarnir eru ókeypis á meðan húsrúm leyfir, en fullt hefur verið á alla tónleika tónleikaraðarinnar Eflum ungar raddir, í vetur í þessari tónleikaröð. Þeir hefjast kl. 16.00 í Kaldalóni.
Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp