Lífið

Betra að hugsa í lausnum með hausnum

Marín Manda skrifar
Guðný Kjartansdóttir
Guðný Kjartansdóttir
Guðný Kjartansdóttir - 30 ára - Verkefnastjóri Reykjavík Fashion Festival



1. Þegar ég var ung þá… hélt ég að ég gæti orðið hvað sem ég vildi í heiminum.

2. En núna… veit ég að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

3. Ég mun eflaust aldrei skilja… við manninn minn.

4. Ég hef ekki sérstakan áhuga á… því að mikla hlutina fyrir mér. Það er miklu betra að  hugsa í lausnum. Með hausnum.

5. Karlmenn eru… rétt rúmlega helmingur mannkyns.

6. Ég hef lært að maður á alls ekki að… láta mótlæti hafa áhrif á sig, það er bara hressandi að synda á móti straumnum.

7. Ég fæ samviskubit þegar… ég vinn of mikið og næ ekki að sinna fjölskyldunni nóg.

8. Ég slekk á sjónvarpinu þegar… fótboltinn byrjar.

9. Um þessar mundir er ég mjög upptekin af… undirbúningi fyrir Reykjavík Fashion Festival sem verður haldið í Hörpu 29. mars nk. Miðasala er í fullum gangi á midi.is og harpa.is.

10. Ég vildi óska þess að fleiri vissu af… gróskunni sem er í gangi í skapandi greinum á Íslandi.



RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.