Að drekkja umræðu í umræðu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. mars 2014 00:00 Aðsendar greinar sem bíða birtingar í Fréttablaðinu skipta yfirleitt tugum. Það er enginn skortur á fólki sem liggur mikið á hjarta og telur skoðanir sínar eiga svo mikið erindi við þjóðina að það sest við tölvuna og hamrar saman pistil eftir pistil um það sem mest brennur á því þá og þá stundina og sendir svo afraksturinn til birtingar. Plássins vegna eru því auðvitað takmörk sett hversu margar slíkar greinar fá birtingu á hverjum degi og óþolinmæði höfunda sem bíða spenntir eftir birtingu er að mörgu leyti skiljanleg. Þeir óþolinmóðustu grípa þá stundum til þess ráðs að stofna vefsíður eða vefrit, skrifa glósur á Facebook eða blogg á einhverja þegar stofnaða vefsíðu, því vitanlega má ekki hafa snilldina af þjóðinni. Þessi þrá eftir að koma skoðunum sínum á framfæri á sér bæði góða og slæma hlið. Hin góða er að þrátt fyrir allt skuli enn vera til fólk sem hefur svo brennandi áhuga á tilteknu málefni að það leggur á sig að berja saman pistla og koma þeim á framfæri. Slæma hliðin er sú að þetta stöðuga streymi af misvel grunduðum skoðunum og endalausum vaðli um sömu málefnin drekkir oft því sem máli skiptir í tiltekinni umræðu. Hversu margir leggja það til dæmis á sig að lesa tvöhundruðustu greinina með eða á móti umsókninni um aðild að ESB til enda? Hverjum er ekki sama hvaða skoðun Jón Jónsson hefur á kennaraverkfallinu, heilbrigðiskerfinu, eða kjúklingarækt? Fyrir hvern eru þessar greinar skrifaðar þegar allt kemur til alls? „Það þarf að opna og auka umræðuna“ er frasi sem gjarnan er slengt fram þegar gildi þessa greinaflóðs er dregið í efa. Sé spurt fyrir hvern sú aukning og opnun sé verður hins vegar yfirleitt færra um svör. Það á bara að vera „umræða“ og basta. Og áfram eltir umræðan skottið á sjálfri sér í endalausa hringi, án niðurstöðu og án þess að nokkuð breytist. Því eins og Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri benti á í viðtali við Fréttablaðið fyrir skömmu: „Það er ekki nóg að ræða hlutina og senda síðan jákvæða strauma út í kosmosið, það breytir engu.“ Orð eru til alls fyrst, segir máltækið, og það er mikið rétt en ef engin framkvæmd fylgir verða þau líka til alls síðust og málefnin góðu sem orðaskrifarinn vildi berjast fyrir drukkna í umræðuflóðinu með undraverðum hraða. Ofnotuð orð og frasar glata líka merkingu sinni og áhrifamætti, falla dauð til jarðar og vekja ekki nokkra tilfinningu í brjósti nokkurrar manneskju. Ákveðið óþol gerir vart við sig þegar maður les sömu frasana í tuttugasta skipti og það óþol eykst við hvern lestur þar til orðin hafa gjörsamlega glatað tengingu við uppruna sinn. Líða bara hjá eins og snjókornin fyrir utan gluggann og hafa álíka langa viðdvöl í vitundinni. Tími orðanna er liðinn, nú er tími gjörðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Aðsendar greinar sem bíða birtingar í Fréttablaðinu skipta yfirleitt tugum. Það er enginn skortur á fólki sem liggur mikið á hjarta og telur skoðanir sínar eiga svo mikið erindi við þjóðina að það sest við tölvuna og hamrar saman pistil eftir pistil um það sem mest brennur á því þá og þá stundina og sendir svo afraksturinn til birtingar. Plássins vegna eru því auðvitað takmörk sett hversu margar slíkar greinar fá birtingu á hverjum degi og óþolinmæði höfunda sem bíða spenntir eftir birtingu er að mörgu leyti skiljanleg. Þeir óþolinmóðustu grípa þá stundum til þess ráðs að stofna vefsíður eða vefrit, skrifa glósur á Facebook eða blogg á einhverja þegar stofnaða vefsíðu, því vitanlega má ekki hafa snilldina af þjóðinni. Þessi þrá eftir að koma skoðunum sínum á framfæri á sér bæði góða og slæma hlið. Hin góða er að þrátt fyrir allt skuli enn vera til fólk sem hefur svo brennandi áhuga á tilteknu málefni að það leggur á sig að berja saman pistla og koma þeim á framfæri. Slæma hliðin er sú að þetta stöðuga streymi af misvel grunduðum skoðunum og endalausum vaðli um sömu málefnin drekkir oft því sem máli skiptir í tiltekinni umræðu. Hversu margir leggja það til dæmis á sig að lesa tvöhundruðustu greinina með eða á móti umsókninni um aðild að ESB til enda? Hverjum er ekki sama hvaða skoðun Jón Jónsson hefur á kennaraverkfallinu, heilbrigðiskerfinu, eða kjúklingarækt? Fyrir hvern eru þessar greinar skrifaðar þegar allt kemur til alls? „Það þarf að opna og auka umræðuna“ er frasi sem gjarnan er slengt fram þegar gildi þessa greinaflóðs er dregið í efa. Sé spurt fyrir hvern sú aukning og opnun sé verður hins vegar yfirleitt færra um svör. Það á bara að vera „umræða“ og basta. Og áfram eltir umræðan skottið á sjálfri sér í endalausa hringi, án niðurstöðu og án þess að nokkuð breytist. Því eins og Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri benti á í viðtali við Fréttablaðið fyrir skömmu: „Það er ekki nóg að ræða hlutina og senda síðan jákvæða strauma út í kosmosið, það breytir engu.“ Orð eru til alls fyrst, segir máltækið, og það er mikið rétt en ef engin framkvæmd fylgir verða þau líka til alls síðust og málefnin góðu sem orðaskrifarinn vildi berjast fyrir drukkna í umræðuflóðinu með undraverðum hraða. Ofnotuð orð og frasar glata líka merkingu sinni og áhrifamætti, falla dauð til jarðar og vekja ekki nokkra tilfinningu í brjósti nokkurrar manneskju. Ákveðið óþol gerir vart við sig þegar maður les sömu frasana í tuttugasta skipti og það óþol eykst við hvern lestur þar til orðin hafa gjörsamlega glatað tengingu við uppruna sinn. Líða bara hjá eins og snjókornin fyrir utan gluggann og hafa álíka langa viðdvöl í vitundinni. Tími orðanna er liðinn, nú er tími gjörðanna.
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun