Auðveldara en margur heldur Vera Einarsdóttir skrifar 13. mars 2014 20:00 Nánari lýsingu á gerð kökunnar er að finna á Facebook-síðu Sigríðar; Kökurnar hennar Siggu. MYND/STEFÁN Sigríður Ásta Klörudóttir er sannkallaður ástríðubakari og kann að gera allskyns kúnstir með sykurmassa og marsípan. Hún segir minna mál en margur heldur að útbúa fagurskreytta fermingarköku og gefur hér góð ráð. „Ég hef alltaf verið að gera eitthvað í höndunum og þegar ég var yngri fannst mér gaman að föndra og mála. Bakstursáhuginn kviknaði svo í kringum eins árs afmæli sonar míns sem er að verða fimm ára. Þá gerði ég mína fyrstu sykurmassaköku og eftir það var ekki aftur snúið. Ég fór að setja inn myndir af kökunum mínum á Facebook og var í kjölfarið hvött til að gera sérstaka síðu í kringum þær sem ber einfaldlega nafnið Kökurnar hennar Siggu. Í dag er þetta mitt helsta áhugamál.Sigríður rúllar marsípanlengjum upp úr glimmerdufti. Samskeyti kökunnar eru svo falin með skrautborða. Það má líka gera með marsípansnúru.Sigríður segir kökuskreytingar vaxa mörgum í augum. „Þetta er þó minna mál en margur heldur. Það eru til allskyns áhöld sem auðvelda verkið og nota ég til dæmis sérstök form til að gera laufblöð. Rósirnar bý ég til úr mörgum litlum marsípanhringjum sem allir geta gert,“ segir Sigríður en á síðunni hennar er að finna leiðbeiningar skref fyrir skref. Annars vegar undir: „Gerð marsípanrósa skref fyrir skref“ og svo undir „Marsípankaka, jarðarberja- og súkkulaðifylling“. „Það er svo gott að sjá hvernig þetta lítur út lag fyrir lag,“ segir Sigríður en hún er auk þess dugleg að nota YouTube. „Þar er hægt að læra heilan helling.“ Sigríður hefur keypt ýmis áhöld, matarliti og skraut í versluninni Allt í köku en annað fæst í hefðbundnum matvöruverslunum. Hún er persónulega hrifnari af marsípan- en sykurmassakökum. „Það er hins vegar gott að vinna með sykurmassann og því nota ég hann oft í skraut.“ Hér gefur Sigríður uppskrift að uppáhalds veislukökunni sinni. Hún er hjúpuð og skreytt með marsípani og sérstaklega bragðgóð.Marsípanterta með jarðarberja- og súkkulaðifyllingu Botnar (Uppskriftin passar í 30x20 cm form. Til að fá ofnskúffustærð þarf að tvöfalda.) 9 egg 300 g sykur 300 g hveiti 2 tsk. lyftiduft Þeytið egg og sykur saman þar til létt og ljóst. Sigtið hveiti og lyftiduft saman við í nokkrum skömmtum og hrærið rólega saman við eggjablönduna. Smyrjið form í stærðinni 30x20 cm og hellið deiginu í þrjú slík form. Bakið við 180°C í um það bil 15 mínútur.Jarðarberjasúkkulaðirjómi 4 dl rjómi 4 blöð matarlím 320 g jarðarber í dós (ein stór dós) 150 g súkkulaðispænir Leggið matarlímið í bleyti, bræðið það yfir vatnsbaði og kælið aðeins. Sigtið jarðarberin frá vökvanum í dósinni en passið að geyma vökvann. Skerið jarðarberin smátt og blandið saman við þeyttan rjómann ásamt súkkulaðispónum. Hrærið matarlímið saman við rjómablönduna þegar það hefur kólnað og látið stífna í kæli.Makkarónur og jarðarberjarjómi 250 g makkarónur (1 poki) 1 dl safi af jarðarberjunum 2,5 dl rjómi 2 msk. jello-jarðarberjaduft Myljið makkarónurnar niður í mylsnu og blandið jarðarberjasafanum saman við. Þeytið saman rjóma og jello-duft í annarri skál.Annað 3 dl rjómi (til að þekja kökuna áður en marsípanið fer yfir hana). 1 kg marsípan, dugar bæði til að þekja kökuna og í skrautið. Setjið einn botn á kökudisk og vætið hann aðeins með smá jarðarberjasafa, smyrjið svo makkarónunum yfir botninn og setjið jello-jarðarberjarjómann yfir það. Setjið næsta botn ofan á. Vætið hann einnig með smá jarðarberjasafa. Dreifið svo jarðarberjasúkkulaðirjóma yfir. Að lokum er þriðji og síðasti botninn settur yfir. Vætið hann líka með jarðarberjasafa. Þekið svo alla kökuna með þeyttum rjóma. Fletjið út marsípan og þekið kökuna með því. Gott er að nota silíkonmottu undir. Skreytið að vild. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið
Sigríður Ásta Klörudóttir er sannkallaður ástríðubakari og kann að gera allskyns kúnstir með sykurmassa og marsípan. Hún segir minna mál en margur heldur að útbúa fagurskreytta fermingarköku og gefur hér góð ráð. „Ég hef alltaf verið að gera eitthvað í höndunum og þegar ég var yngri fannst mér gaman að föndra og mála. Bakstursáhuginn kviknaði svo í kringum eins árs afmæli sonar míns sem er að verða fimm ára. Þá gerði ég mína fyrstu sykurmassaköku og eftir það var ekki aftur snúið. Ég fór að setja inn myndir af kökunum mínum á Facebook og var í kjölfarið hvött til að gera sérstaka síðu í kringum þær sem ber einfaldlega nafnið Kökurnar hennar Siggu. Í dag er þetta mitt helsta áhugamál.Sigríður rúllar marsípanlengjum upp úr glimmerdufti. Samskeyti kökunnar eru svo falin með skrautborða. Það má líka gera með marsípansnúru.Sigríður segir kökuskreytingar vaxa mörgum í augum. „Þetta er þó minna mál en margur heldur. Það eru til allskyns áhöld sem auðvelda verkið og nota ég til dæmis sérstök form til að gera laufblöð. Rósirnar bý ég til úr mörgum litlum marsípanhringjum sem allir geta gert,“ segir Sigríður en á síðunni hennar er að finna leiðbeiningar skref fyrir skref. Annars vegar undir: „Gerð marsípanrósa skref fyrir skref“ og svo undir „Marsípankaka, jarðarberja- og súkkulaðifylling“. „Það er svo gott að sjá hvernig þetta lítur út lag fyrir lag,“ segir Sigríður en hún er auk þess dugleg að nota YouTube. „Þar er hægt að læra heilan helling.“ Sigríður hefur keypt ýmis áhöld, matarliti og skraut í versluninni Allt í köku en annað fæst í hefðbundnum matvöruverslunum. Hún er persónulega hrifnari af marsípan- en sykurmassakökum. „Það er hins vegar gott að vinna með sykurmassann og því nota ég hann oft í skraut.“ Hér gefur Sigríður uppskrift að uppáhalds veislukökunni sinni. Hún er hjúpuð og skreytt með marsípani og sérstaklega bragðgóð.Marsípanterta með jarðarberja- og súkkulaðifyllingu Botnar (Uppskriftin passar í 30x20 cm form. Til að fá ofnskúffustærð þarf að tvöfalda.) 9 egg 300 g sykur 300 g hveiti 2 tsk. lyftiduft Þeytið egg og sykur saman þar til létt og ljóst. Sigtið hveiti og lyftiduft saman við í nokkrum skömmtum og hrærið rólega saman við eggjablönduna. Smyrjið form í stærðinni 30x20 cm og hellið deiginu í þrjú slík form. Bakið við 180°C í um það bil 15 mínútur.Jarðarberjasúkkulaðirjómi 4 dl rjómi 4 blöð matarlím 320 g jarðarber í dós (ein stór dós) 150 g súkkulaðispænir Leggið matarlímið í bleyti, bræðið það yfir vatnsbaði og kælið aðeins. Sigtið jarðarberin frá vökvanum í dósinni en passið að geyma vökvann. Skerið jarðarberin smátt og blandið saman við þeyttan rjómann ásamt súkkulaðispónum. Hrærið matarlímið saman við rjómablönduna þegar það hefur kólnað og látið stífna í kæli.Makkarónur og jarðarberjarjómi 250 g makkarónur (1 poki) 1 dl safi af jarðarberjunum 2,5 dl rjómi 2 msk. jello-jarðarberjaduft Myljið makkarónurnar niður í mylsnu og blandið jarðarberjasafanum saman við. Þeytið saman rjóma og jello-duft í annarri skál.Annað 3 dl rjómi (til að þekja kökuna áður en marsípanið fer yfir hana). 1 kg marsípan, dugar bæði til að þekja kökuna og í skrautið. Setjið einn botn á kökudisk og vætið hann aðeins með smá jarðarberjasafa, smyrjið svo makkarónunum yfir botninn og setjið jello-jarðarberjarjómann yfir það. Setjið næsta botn ofan á. Vætið hann einnig með smá jarðarberjasafa. Dreifið svo jarðarberjasúkkulaðirjóma yfir. Að lokum er þriðji og síðasti botninn settur yfir. Vætið hann líka með jarðarberjasafa. Þekið svo alla kökuna með þeyttum rjóma. Fletjið út marsípan og þekið kökuna með því. Gott er að nota silíkonmottu undir. Skreytið að vild.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið